Hvetja bankana til að stofna húsnæðislánafélög Snærós Sindradóttir skrifar 7. maí 2014 07:00 Vilja gjörbreyta kerfinu - Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra og Soffía björgvinsdóttir formaður verkefnastjórnarinnar. VÍSIR/Daníel Nái tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála fram að ganga mun almenningur búa við fyrirsjáanlegra húsnæðiskerfi, hvort sem er á leigumarkaði eða almennum markaði, en nú er. Tillögur hópsins miða meðal annars að því að skipta Íbúðalánasjóði upp og stofna nýjan opinberan húsnæðislánasjóð sem er án allrar ríkisábyrgðar. Aðrir aðilar sem eru á lánamarkaði verða hvattir til að stofna sams konar húsnæðislánafélög og regluverk verður samræmt. „Í tillögu verkefnastjórnar er lögð áhersla á það að óháð því hvort fyrirtæki á lánamarkaði velja að fara inn í húsnæðislánafélagaformið eða ekki þá verði þröngar jafnvægisreglur í gildi varðandi öll húsnæðislán til að tryggja að það séu sömu leikreglur sem gilda,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Reglurnar miða að því að jafnvægi ríki milli útlána og fjármögnunar. Bankastofnanir og lífeyrissjóðir, sem velja að stofna húsnæðislánafélög, munu fá töluverðar ívilnanir tengdar félögunum. „Húsnæðislánafélag tekur til dæmis ekki við innlánum og er ekki í annarri starfsemi. Að því leyti ætti að vera lægri eiginfjárkrafa en er núna á. Síðan höfum við verið að skoða skattaívilnanir með þeim hætti að þeir þyrftu ekki að greiða bankaskattinn. Það verður einfaldlega hagkvæmara fyrir bankana og aðra að fara inn í þessi húsnæðislánafélög.“ Það fyrirkomulag sem verkefnastjórnin kynnti hefur þó í raun og veru ekki með lánakjör að gera og því mun enn ríkja samkeppni á markaði. Tillögurnar miða að því að húsnæðislán verði óverðtryggð. Það mun þýða hærri vexti fyrir greiðendur húsnæðislána, eins og nú tíðkast með óverðtryggð lán, en hópurinn vill skoða hvort nýjar tillögur um nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa megi framlengja að þremur árum liðnum. „Íslendingar hafa oft litið á húsnæðið sitt sem ákveðna tegund af lífeyrissparnaði. Með því að hvetja fólk til þess að byrja að leggja til hliðar um leið og það kemur á atvinnumarkað getum við auðveldað fólki að kaupa húsnæði. Ég hef líka haft hugmyndir um að gefa foreldrum ákveðnar skattaívilnanir ef þeir byrja að leggja fyrir, fyrir börn sín, um leið og þau fæðast.“ Hún segir mikilvægt að fólk eigi meira eigið fé áður en það kaupi sína fyrstu eign. „Það sem hefur aðgreint íslenska markaðinn frá Evrópulöndunum er að við erum að kaupa mjög ung og eigum ekki mikið eigið fé.“ Hún segir að ýmsar hugmyndir séu uppi til að bregðast við hærri greiðslubyrði óverðtryggðra lána, meðal annars með sameiningu vaxtabótakerfis og húsnæðisbótakerfis. „Við viljum vera með sambærilegan húsnæðisstuðning við þá sem eru að leigja og þá sem eru að kaupa svo við séum ekki að mismuna ólíkum búsetuformum.“ Hugmyndir verkefnahópsins snúa líka að því að gera leigumarkaðinn traustari. Í tillögunum er meðal annars lögð áhersla á að stofnun leigufélaga verði auðvelduð með stofnframlögum frá ríkinu í stað niðurgreiðslu vaxta. Enn fremur er lagt til að fjármagnstekjuskattur af leigutekjum verði minnkaður úr 20 prósentum í 10 prósent. Það er von hópsins að skattalækkunin muni skila sér í lægri leigu til almennings. „Við þurfum auðvitað að hafa aðra valkosti fyrir fólk sem á ekki eigið fé en það hefur verið vandasamt því við höfum verið með svo brothættan leigumarkað. Í nágrannalöndunum er fólk að kaupa sér búseturétt og er þá að leigja. Þar er líka hægt að vera á leigumarkaði hjá leigufélögum og er fólk þá með öruggt húsnæði og hefur ákveðna hvata til að leggja til hliðar ef það hefur áhuga á að kaupa til framtíðar,“ segir Eygló. Húsnæðisöryggi og val séu lykilorð í stefnu stjórnvalda nú. „Það getur verið að mín afstaða endurspeglist af því að ég er sjálf á leigumarkaðnum. Við þurfum að hjálpa fólki að spara en á meðan það er að því þá sé það líka með öruggt húsnæði.“ Næsta skref stjórnvalda er að vinna upp úr tillögum verkefnastjórnarinnar og smíða frumvarp. Áætlað er að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi næsta haust. Segja tillögurnar ekki nógu vel útfærðarStjórnarandstöðuþingmönnum voru kynntar niðurstöður hópsins á fundi í gær. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að margt sé enn óljóst varðandi fyrirætlan stjórnvalda. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega hvernig á að útfæra þetta kerfi því þarna er verið að tala fyrir mjög stórri breytingu, meðal annars að öll lánin verði óverðtryggð og þar með fjármögnuð á óverðtryggðan hátt. Það er verið að tala um að það eigi að fara í ýmiss konar mótvægisaðgerðir sem ekki er búið að útfæra.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndirnar byggðar á margra ára vinnu. „Það er margt í þessu sem er til framfara. Það er ánægjulegt að öll þessi vinna skuli nú loks skila sér í tillögugerð. Ég veit ekki alveg hvort það er raunhæft að hafa lánamarkaðinn algjörlega óverðtryggðan. Það er það eina sem slær mig í þessari kynningu. Forsendur í efnahagsmálum þyrftu kannski að breytast til að það geti talist mögulegt.“Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, tekur í sama streng: „Ég held að margt þarna horfi til bóta og ég tek eftir að það hefur verið brugðist við ýmsum af þeim athugasemdum sem við í Samfylkingu gerðum við tillögurnar sem lagðar voru til grundvallar. Þetta veltur hins vegar mikið á útfærslunni og hvernig þessu verður á endanum hrint í framkvæmd og hvort stjórnvöld séu tilbúin að leggja nægilegt fé til að búa til raunverulegan valkost í húsnæðismálum." Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Nái tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála fram að ganga mun almenningur búa við fyrirsjáanlegra húsnæðiskerfi, hvort sem er á leigumarkaði eða almennum markaði, en nú er. Tillögur hópsins miða meðal annars að því að skipta Íbúðalánasjóði upp og stofna nýjan opinberan húsnæðislánasjóð sem er án allrar ríkisábyrgðar. Aðrir aðilar sem eru á lánamarkaði verða hvattir til að stofna sams konar húsnæðislánafélög og regluverk verður samræmt. „Í tillögu verkefnastjórnar er lögð áhersla á það að óháð því hvort fyrirtæki á lánamarkaði velja að fara inn í húsnæðislánafélagaformið eða ekki þá verði þröngar jafnvægisreglur í gildi varðandi öll húsnæðislán til að tryggja að það séu sömu leikreglur sem gilda,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Reglurnar miða að því að jafnvægi ríki milli útlána og fjármögnunar. Bankastofnanir og lífeyrissjóðir, sem velja að stofna húsnæðislánafélög, munu fá töluverðar ívilnanir tengdar félögunum. „Húsnæðislánafélag tekur til dæmis ekki við innlánum og er ekki í annarri starfsemi. Að því leyti ætti að vera lægri eiginfjárkrafa en er núna á. Síðan höfum við verið að skoða skattaívilnanir með þeim hætti að þeir þyrftu ekki að greiða bankaskattinn. Það verður einfaldlega hagkvæmara fyrir bankana og aðra að fara inn í þessi húsnæðislánafélög.“ Það fyrirkomulag sem verkefnastjórnin kynnti hefur þó í raun og veru ekki með lánakjör að gera og því mun enn ríkja samkeppni á markaði. Tillögurnar miða að því að húsnæðislán verði óverðtryggð. Það mun þýða hærri vexti fyrir greiðendur húsnæðislána, eins og nú tíðkast með óverðtryggð lán, en hópurinn vill skoða hvort nýjar tillögur um nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa megi framlengja að þremur árum liðnum. „Íslendingar hafa oft litið á húsnæðið sitt sem ákveðna tegund af lífeyrissparnaði. Með því að hvetja fólk til þess að byrja að leggja til hliðar um leið og það kemur á atvinnumarkað getum við auðveldað fólki að kaupa húsnæði. Ég hef líka haft hugmyndir um að gefa foreldrum ákveðnar skattaívilnanir ef þeir byrja að leggja fyrir, fyrir börn sín, um leið og þau fæðast.“ Hún segir mikilvægt að fólk eigi meira eigið fé áður en það kaupi sína fyrstu eign. „Það sem hefur aðgreint íslenska markaðinn frá Evrópulöndunum er að við erum að kaupa mjög ung og eigum ekki mikið eigið fé.“ Hún segir að ýmsar hugmyndir séu uppi til að bregðast við hærri greiðslubyrði óverðtryggðra lána, meðal annars með sameiningu vaxtabótakerfis og húsnæðisbótakerfis. „Við viljum vera með sambærilegan húsnæðisstuðning við þá sem eru að leigja og þá sem eru að kaupa svo við séum ekki að mismuna ólíkum búsetuformum.“ Hugmyndir verkefnahópsins snúa líka að því að gera leigumarkaðinn traustari. Í tillögunum er meðal annars lögð áhersla á að stofnun leigufélaga verði auðvelduð með stofnframlögum frá ríkinu í stað niðurgreiðslu vaxta. Enn fremur er lagt til að fjármagnstekjuskattur af leigutekjum verði minnkaður úr 20 prósentum í 10 prósent. Það er von hópsins að skattalækkunin muni skila sér í lægri leigu til almennings. „Við þurfum auðvitað að hafa aðra valkosti fyrir fólk sem á ekki eigið fé en það hefur verið vandasamt því við höfum verið með svo brothættan leigumarkað. Í nágrannalöndunum er fólk að kaupa sér búseturétt og er þá að leigja. Þar er líka hægt að vera á leigumarkaði hjá leigufélögum og er fólk þá með öruggt húsnæði og hefur ákveðna hvata til að leggja til hliðar ef það hefur áhuga á að kaupa til framtíðar,“ segir Eygló. Húsnæðisöryggi og val séu lykilorð í stefnu stjórnvalda nú. „Það getur verið að mín afstaða endurspeglist af því að ég er sjálf á leigumarkaðnum. Við þurfum að hjálpa fólki að spara en á meðan það er að því þá sé það líka með öruggt húsnæði.“ Næsta skref stjórnvalda er að vinna upp úr tillögum verkefnastjórnarinnar og smíða frumvarp. Áætlað er að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi næsta haust. Segja tillögurnar ekki nógu vel útfærðarStjórnarandstöðuþingmönnum voru kynntar niðurstöður hópsins á fundi í gær. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að margt sé enn óljóst varðandi fyrirætlan stjórnvalda. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega hvernig á að útfæra þetta kerfi því þarna er verið að tala fyrir mjög stórri breytingu, meðal annars að öll lánin verði óverðtryggð og þar með fjármögnuð á óverðtryggðan hátt. Það er verið að tala um að það eigi að fara í ýmiss konar mótvægisaðgerðir sem ekki er búið að útfæra.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndirnar byggðar á margra ára vinnu. „Það er margt í þessu sem er til framfara. Það er ánægjulegt að öll þessi vinna skuli nú loks skila sér í tillögugerð. Ég veit ekki alveg hvort það er raunhæft að hafa lánamarkaðinn algjörlega óverðtryggðan. Það er það eina sem slær mig í þessari kynningu. Forsendur í efnahagsmálum þyrftu kannski að breytast til að það geti talist mögulegt.“Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, tekur í sama streng: „Ég held að margt þarna horfi til bóta og ég tek eftir að það hefur verið brugðist við ýmsum af þeim athugasemdum sem við í Samfylkingu gerðum við tillögurnar sem lagðar voru til grundvallar. Þetta veltur hins vegar mikið á útfærslunni og hvernig þessu verður á endanum hrint í framkvæmd og hvort stjórnvöld séu tilbúin að leggja nægilegt fé til að búa til raunverulegan valkost í húsnæðismálum."
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun