Nýir fjárfestar í 365 Andri Ólafsson skrifar 6. maí 2014 07:00 Stoðirnar styrktar. Helmingur hlutafjáraukningarinnar fer í að borga niður skuldir. Hinn helmingurinn fer í að styrkja reksturinn og vöxt félagsins, ekki síst á fjarskiptamarkaði þar sem 365 hefur gert sig gildandi að undanförnu. Fréttablaðið/Vilhelm Nýir fjárfestar eru á leið inn í eigendahóp fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins 365, sem á meðal annars og rekur Fréttablaðið, Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Fjárfestar hafa samþykkt að auka hlutaféð um tæplega einn milljarð króna. Meira en helmingurinn mun koma frá nýjum fjárfestum en þar að auki munu núverandi eigendur leggja til nýtt fé. Hlutafjáraukningunni verður að hálfu varið í að greiða niður skuldir en að öðru leyti til að styrkja rekstur og vöxt.Ari EdwaldÁ sama tíma var tilkynnt að Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, hefði verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365. Honum er falið að vinna að stefnumörkun og framtíðarsýn, ekki síst á fjarskiptamarkaði þar sem 365 hefur haslað sér völl á undanförnum misserum. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að með ráðningunni á Sævari sé fyrirtækið að fá mann með mikla reynslu af rekstri og faglegri stjórnun. „365 hefur verið að vaxa á fjarskiptamarkaði og það er stórt skref að fá til liðs við okkur mann sem gjörþekkir markaðinn og veit betur en flestir hvað þarf til að ná árangri í fjarskiptarekstri,“ segir Ari.Sævar Freyr ÞráinssonSævar var forstjóri Símans í rúm sex ár þar til í febrúar á þessu ári þegar Orri Hauksson tók við. Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan. „Markmið okkar er að fjarskipta- og efnisþjónusta 365 hafi sérstöðu sem viðskiptavinir muni njóta. Mitt verkefni verður að ná fram markmiðum um vöxt og aukna arðsemi í rekstri 365. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og hagkvæma þjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur.“ Eftir að hlutafjáraukningunni lýkur í júní verður eiginfjárhlutfall 365 ríflega 40% og skuldir um 2,3 milljarðar króna, sem er innan við tvöfaldur árlegur rekstrarhagnaður félagsins. Samhliða hafa náðst samningar við viðskiptabanka félagsins um endurfjármögnun á lánum, sem felur í sér lengri niðurgreiðsluferil en verið hefur. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Nýir fjárfestar eru á leið inn í eigendahóp fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins 365, sem á meðal annars og rekur Fréttablaðið, Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Fjárfestar hafa samþykkt að auka hlutaféð um tæplega einn milljarð króna. Meira en helmingurinn mun koma frá nýjum fjárfestum en þar að auki munu núverandi eigendur leggja til nýtt fé. Hlutafjáraukningunni verður að hálfu varið í að greiða niður skuldir en að öðru leyti til að styrkja rekstur og vöxt.Ari EdwaldÁ sama tíma var tilkynnt að Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, hefði verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365. Honum er falið að vinna að stefnumörkun og framtíðarsýn, ekki síst á fjarskiptamarkaði þar sem 365 hefur haslað sér völl á undanförnum misserum. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að með ráðningunni á Sævari sé fyrirtækið að fá mann með mikla reynslu af rekstri og faglegri stjórnun. „365 hefur verið að vaxa á fjarskiptamarkaði og það er stórt skref að fá til liðs við okkur mann sem gjörþekkir markaðinn og veit betur en flestir hvað þarf til að ná árangri í fjarskiptarekstri,“ segir Ari.Sævar Freyr ÞráinssonSævar var forstjóri Símans í rúm sex ár þar til í febrúar á þessu ári þegar Orri Hauksson tók við. Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan. „Markmið okkar er að fjarskipta- og efnisþjónusta 365 hafi sérstöðu sem viðskiptavinir muni njóta. Mitt verkefni verður að ná fram markmiðum um vöxt og aukna arðsemi í rekstri 365. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og hagkvæma þjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur.“ Eftir að hlutafjáraukningunni lýkur í júní verður eiginfjárhlutfall 365 ríflega 40% og skuldir um 2,3 milljarðar króna, sem er innan við tvöfaldur árlegur rekstrarhagnaður félagsins. Samhliða hafa náðst samningar við viðskiptabanka félagsins um endurfjármögnun á lánum, sem felur í sér lengri niðurgreiðsluferil en verið hefur.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun