Viðskipti innlent

Strandveiðarnar ekki eins fýsilegur kostur og þær voru

Gissur Sigurðsson skrifar
Örn Pálsson,
Örn Pálsson, Mynd/Hörður Sveinsson
Strandveiðar virðast ekki eins fýsilegur kostur í augum sjómanna og hingað til og verða um það bil 70 færri bátar á þessum veiðum í sumar en undanfarin ár.

Þetta er samdráttur  sem telst langt umfram tilviljun og hefur Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda krufið málið:

„Það sem veldur þessu einna helst er að í fyrra gekk aðeins verr að ná í fiskinn og atvinnuástand í landinu er aðeins betra í ár en verið hefur. Nú, þá hefur verið gefið út að makrílveiðar verða auknar og kerfið er þannig að ef þú byrjar þá ertu lokaður inni í því kerfi út fiskveiðiárið. Síðan hef ég orðið var við það að þeir sem eru á krókaaflamarkinu hafa verið að leigja sér kvóta og ætla sér að halda áfram á handfæraveiðum í þorski og ufsa,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaegienda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×