Viðskipti innlent

HB Grandi gekk frá kaupum í Brussel

Haraldur Guðmundsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, handsöluðu samninginn á sýningunni í gær.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, handsöluðu samninginn á sýningunni í gær.
Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi gekk í gær frá kaupum á Revoport­ioner, skurðar- og mótunarvél Marel, á sjávarútvegssýningunni í Brussel.

Kaup HB Granda á vélinni marka upphaf á notkun hennar í fiskiðnaði, segir í tilkynningu frá Marel.

Áður hafði verið tilkynnt að Icelandic Group hefði fest kaup á fyrstu FleXicut-vél Marel. Vélin var fyrst kynnt á sýningunni í Brussel.

„FleXicut notar háþróaða rönt­gentækni til að greina beingarð í hvítfiski og sker hann svo burt með vatnsskurði af mikilli nákvæmni. Vatnsskurðurinn hefur það umfram hefðbundinn hnífsskurð að hann býður upp á mun meiri sveigjanleika og nákvæmni, enda býr hann yfir þeim eiginleika að geta látið skurðinn fylgja boginni línu beinanna og mismunandi halla mjög nákvæmlega, með tilheyrandi nýtingaraukningu,“ segir í tilkynningu Marel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×