Sævar Freyr Þráinsson ráðinn aðstoðarforstjóri 365 miðla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. maí 2014 19:11 Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365 miðla ehf. Sævar Freyr mun vinna að stefnumörkun og framtíðarsýn 365 og jafnframt bera ábyrgð á fjármála-, fjarskipta-, tækni- og sjónvarpsáskriftarsviðum 365. 365 miðlar reka meðal annars Stöð 2, Bylgjuna, Fréttablaðið, Vísir.is og fjölda annar sjónvarps- og útvarpsstöðva. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að með ráðningu á Sævari Frey fái félagið mann með mikla reynslu af rekstri en að sögn Ara er Sævar Freyr þekktur fyrir faglega stjórnun og að hann hafi áður verið leiðtogi í stóru og öflugu fyrirtæki og stýrt því með framúrskarandi hætti í gegnum erfitt árferði og í kviku samkeppnisumhverfi. „Framundan eru fjölmörg spennandi vaxtartækifæri sem byggja á þeirri hæfni og þekkingu sem býr í Sævari Frey. 365 hefur verið að vaxa á fjarskiptamarkaði og það er stórt skref að fá til liðs við okkur mann sem gjörþekkir markaðinn og veit betur en flestir hvað þarf til að ná árangri í fjarskiptarekstri,“ segir Ari en Sævar Freyr hefur störf 1. júlí næstkomandi. Stefán H Hilmarsson mun frá sama tíma hverfa til annarra starfa fyrir eigendur félagsins.Spennandi verkefni framundan Sævar Freyr Þráinsson aðstoðarforstjóri 365 var forstjóri Símans í rúm sex ár en hann hætti í febrúar á þessu ári en þá hafði hann starfað hjá félaginu síðan 1995. Sævar segir að mörg spennandi verkefni séu framundan hjá 365. „365 kemur við sögu í lífi flestra landsmanna og er með gríðarsterk vörumerki og er í fremstu röð á Íslandi með stóran hluta sinna fjölmiðla. Markmið okkar er að fjarskipta- og efnisþjónusta 365 hafi sérstöðu sem viðskiptavinir muni njóta. Mitt verkefni verður að ná fram markmiðum um vöxt og aukna arðsemi í rekstri 365 og vinna með öflugu samstarfsfólki sem ég hlakka til að kynnast og starfa með. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og hagkvæma þjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur,” segir SævarHlutafé aukið um nálega einn milljarð Fjárfestar hafa samþykkt að auka hlutafé 365 miðla um nálega einn milljarð króna, segir í fréttatilkynningu frá félaginu, með kaupum á nýjum flokki hlutafjár. „Aukningunni verður lokið í júní mánuði og er á vegum núverandi eigenda og nýrra fjárfesta. Aukningunni verður að hálfu varið til niðurgreiðslu á vaxtaberandi skuldum félagsins, en að öðru leiti til að styrkja veltufé félagsins og styðja við vöxt þess. Eftir aukninguna verður eiginfjárhlutfall ríflega 40% og vaxtaberandi skuldir nettó um 2,3 milljarðar króna, sem er innan við tvöfaldur árlegur rekstrarhagnaður félagsins (ebitda). Samhliða hafa náðst samningar við viðskiptabanka félagsins um endurfjármögnun á lánum, sem felur í sér lengri niðurgreiðsluferil en verið hefur.“ Ari Edwald segir að þessi hlutarfjáraukning styrki félagið mjög mikið. „Á undanförnum árum hefur verið fjárfest í því að efla félagið og rekstur þess batnað, en á sama tíma hefur félagið greitt um 4 milljarða króna í vexti og afborganir til lánveitenda félagsins, frá árinu 2010. Með þessari aukningu má segja að rekstur og fjárhagur félagsins sé kominn á mjög traustan grundvöll sem styrkir félagið til frekari uppbyggingar,” segir Ari. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365 miðla ehf. Sævar Freyr mun vinna að stefnumörkun og framtíðarsýn 365 og jafnframt bera ábyrgð á fjármála-, fjarskipta-, tækni- og sjónvarpsáskriftarsviðum 365. 365 miðlar reka meðal annars Stöð 2, Bylgjuna, Fréttablaðið, Vísir.is og fjölda annar sjónvarps- og útvarpsstöðva. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að með ráðningu á Sævari Frey fái félagið mann með mikla reynslu af rekstri en að sögn Ara er Sævar Freyr þekktur fyrir faglega stjórnun og að hann hafi áður verið leiðtogi í stóru og öflugu fyrirtæki og stýrt því með framúrskarandi hætti í gegnum erfitt árferði og í kviku samkeppnisumhverfi. „Framundan eru fjölmörg spennandi vaxtartækifæri sem byggja á þeirri hæfni og þekkingu sem býr í Sævari Frey. 365 hefur verið að vaxa á fjarskiptamarkaði og það er stórt skref að fá til liðs við okkur mann sem gjörþekkir markaðinn og veit betur en flestir hvað þarf til að ná árangri í fjarskiptarekstri,“ segir Ari en Sævar Freyr hefur störf 1. júlí næstkomandi. Stefán H Hilmarsson mun frá sama tíma hverfa til annarra starfa fyrir eigendur félagsins.Spennandi verkefni framundan Sævar Freyr Þráinsson aðstoðarforstjóri 365 var forstjóri Símans í rúm sex ár en hann hætti í febrúar á þessu ári en þá hafði hann starfað hjá félaginu síðan 1995. Sævar segir að mörg spennandi verkefni séu framundan hjá 365. „365 kemur við sögu í lífi flestra landsmanna og er með gríðarsterk vörumerki og er í fremstu röð á Íslandi með stóran hluta sinna fjölmiðla. Markmið okkar er að fjarskipta- og efnisþjónusta 365 hafi sérstöðu sem viðskiptavinir muni njóta. Mitt verkefni verður að ná fram markmiðum um vöxt og aukna arðsemi í rekstri 365 og vinna með öflugu samstarfsfólki sem ég hlakka til að kynnast og starfa með. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og hagkvæma þjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur,” segir SævarHlutafé aukið um nálega einn milljarð Fjárfestar hafa samþykkt að auka hlutafé 365 miðla um nálega einn milljarð króna, segir í fréttatilkynningu frá félaginu, með kaupum á nýjum flokki hlutafjár. „Aukningunni verður lokið í júní mánuði og er á vegum núverandi eigenda og nýrra fjárfesta. Aukningunni verður að hálfu varið til niðurgreiðslu á vaxtaberandi skuldum félagsins, en að öðru leiti til að styrkja veltufé félagsins og styðja við vöxt þess. Eftir aukninguna verður eiginfjárhlutfall ríflega 40% og vaxtaberandi skuldir nettó um 2,3 milljarðar króna, sem er innan við tvöfaldur árlegur rekstrarhagnaður félagsins (ebitda). Samhliða hafa náðst samningar við viðskiptabanka félagsins um endurfjármögnun á lánum, sem felur í sér lengri niðurgreiðsluferil en verið hefur.“ Ari Edwald segir að þessi hlutarfjáraukning styrki félagið mjög mikið. „Á undanförnum árum hefur verið fjárfest í því að efla félagið og rekstur þess batnað, en á sama tíma hefur félagið greitt um 4 milljarða króna í vexti og afborganir til lánveitenda félagsins, frá árinu 2010. Með þessari aukningu má segja að rekstur og fjárhagur félagsins sé kominn á mjög traustan grundvöll sem styrkir félagið til frekari uppbyggingar,” segir Ari.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun