Viðskipti innlent

Verjandi Baldurs: Það ber að vísa málinu frá

Karl Axelsson hrl., verjandi Baldurs Guðlaugssonar, sagði í málflutningi í Hæstarétti í dag að það bæri að vísa máli ákæruvaldsins á hendur Baldri frá dómi. Karl sagði engin ný rannsóknargögn hefðu komið fram þegar ákveðið var að hefja rannsókn að nýju eftir að Fjármálaeftirlitið felldi málið niður.

Viðskipti innlent

Marinó segir Hagfræðistofnun draga rangar ályktanir

Marinó G. Njálsson, ráðgjafi og fyrrum stjórnarmaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir Hagfræðistofnun Háskóla Íslands draga rangar ályktanir og fara með rangt mál, þegar húni segir að svigrúm í lánasöfnum bankana til afskrifta húsnæðislána sé lítið sem ekkert.

Viðskipti innlent

Verðmæti húsa 5.000 milljarðar

Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir húseigendur að auka gæði húsbygginga á Íslandi og draga þar með úr göllum og viðhaldskostnaði, enda má áætla að heildarverðmæti bygginga á Íslandi nemi um 5.000 milljörðum króna, segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.

Viðskipti innlent

Segir slitastjórn krydda stefnu

Björgólfur Thor Björgólfsson segir slitastjórn Landsbankans krydda stefnu sína gegn stjórnendum og bankaráðsmönnum bankans. "Þar er því haldið fram að Samson hafi í raun ráðið 73% í bankanum. Enginn fótur er fyrir þessum málflutningi slitastjórnarinnar, sem hefur ákveðið að krydda stefnu á hendur nokkrum einstaklingum með þessum fullyrðingum.

Viðskipti innlent

Arion tekur yfir íbúðalán þrotabús Kaupþings

Arion banki og skilanefnd og slitastjórn Kaupþings gerðu nýverið með sér samkomulag um kaup Arion banka á íbúðalánasafni sem verið hefur í sérstökum sjóði í eigu þrotabús Kaupþings. Í tilkynningu frá bankanum segir að samkomulagið taki einnig til fjármögnunar lánanna með yfirtöku sértryggðra skuldabréfa.

Viðskipti innlent

Spáir mestu verðbólgu í tæp tvö ár

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,05% milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga hækka úr 5,3% í 6,3%. Verðbólgan mun þá ná hæsta gildi sínu í tæp tvö ár eða síðan í maí árið 2010.

Viðskipti innlent

Ísland í samstarf með Alþjóðabankanum

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, upplýsti um það á fundi um klasastjórnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins Gekon, í morgun, að íslensk stjórnvöld hefðu náð samkomulagi við Alþjóðabankann um að vera bankanum til ráðgjafar á sviði jarðhitaverkefna í Afríku.

Viðskipti innlent

Reikna með óbreyttum stýrivöxtum

Reikna má með að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi sínum þann 8. febrúar næstkomandi þrátt fyrir að útlit sé fyrir áframhaldandi mikla verðbólgu en spáð er að verðbólgan fari í 6,3% í þessum mánuði.

Viðskipti innlent