Viðskipti innlent

Enn lækka hlutabréf í Bakkavör

Hlutabréf í Bakkavör lækkuðu um 5,1% í dag í viðskiptum upp á tæpar 2 milljónir króna. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem gengi félagsins lækkar mikið en hlutabréf í félaginu kosta nú í 1,12 krónur.

Viðskipti innlent

Spáð óbreyttum 12% stýrivöxtum - Hækkun hugsanleg

Hagfræðideildin segir að í yfirlýsingu nefndarinnar við síðustu vaxtaákvörðun hafi mikil áhersla verið lögð á að veiking krónunnar frá því í mars hafi farið langt fram úr því sem nefndin teldi viðunandi. Auk þess kom fram kom í máli nefndarinnar að haldi krónan áfram að veikjast og kostnaðarhækkanir að velta út í verðlagið sé ekki útilokað að vextir verði hækkaðir.

Viðskipti innlent

Ársæll og Sigurjón vinna fyrir skilanefnd Landsbankans

Ársæll Hafsteinsson og Sigurjón Geirsson hafa verið ráðnir ráðgjafar skilanefndar Landsbankans en Fjármálaeftirlitið hafði áður óskað eftir að þeir vikju úr nefndinni. Páll Bendediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir í viðtali við Vísi að ráðningin sé gerð að ósk kröfuhafa.

Viðskipti innlent

Straumur yfirtekur 96 milljarða króna fasteignir í Danmörku

Gert er ráð fyrir að Straumur fjárfestingabanki yfirtaki, í þessari viku, þær fasteignir sem dönsku verslanirnar Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum og Avedøre eru starfræktar í. Þetta kemur fram á vef danska blaðsins Borsen. SaVirði fasteignanna er áætlað 4 milljarðar danskra króna.

Viðskipti innlent

Krónan stöðug þessa dagana

Krónan hélst nokkuð stöðug í síðustu viku eftir að hafa tekið út talsverða sveiflu í vikunni fyrir verslunarmannahelgi. Evran kostar nú tæplega 180 krónur og dollarinn 127 krónur. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að veltan hafi verið lítil sem engin og séu líkur á að það muni ekki breytast mikið fyrr en líða taki á haustið.

Viðskipti innlent

Hvernig á að hemja verðbólgu?

Út er komin rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands nr. 42 sem fjallar um tilraunir til að hafa hemil á verðbólgu í ýmsum löndum heims og þá einkum um hvers vegna sumum löndum tekst betur upp í þeim efnum en öðrum. Höfundur ritgerðarinnar er Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Viðskipti innlent

Bakkavör lækkaði um 12,4%

Gengi bréfa Bakkavarar lækkaði um 12,4% í dag og stendur hluturinn nú í 1,27 krónu á hlut. Össur hækkaði um 0,44% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,27% í dag og stendur nú í 741,1 stigi.

Viðskipti innlent

Magnús nýr framkvæmdastjóri hjá Skyggni

Magnús Böðvar Eyþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sölu- og ráðgjafasviðs Skyggnis ehf. Fyrirtækkið sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu og rekstri tölvu- og samskiptalausna. Hjá félaginu starfa um 180 manns. Skyggnir er hluti af Nýherja samstæðunni.

Viðskipti innlent

Seðlabankastjórar á fundi fjárlaganefndar

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, og Arnór Sighvatsson, varaseðlabankastjóri, komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis á fundi hennar í morgun. Þeir neituðu alfarið að tjá sig um hvað hafi verið rætt á fundinum og vísuðu á nefndarmenn. Fundurinn stendur enn.

Viðskipti innlent

Sigurður Helgason kjörinn stjórnarformaður

Ný fimm manna stjórn Icelandair Group hefur skipt með sér verkum og líkt og búist var við var Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair, kjörinn nýr stjórnarformaður félagsins. Skilanefndir gömlu bankanna og ríkisbankarnir fara með um 80% af eignarhaldi í félaginu.

Viðskipti innlent

Nordic eMarketing og DaCoda til samstarfs við breskt fyrirtæki

Breska fyrirtækið framleiðslufyrirtækið Teknomek hefur valið Íslensku fyrirtækin Nordic eMarketing og DaCoda til þess að stýra að endurvefvæðingu fyrirtækisins. Teknomek sérhæfir sig í framleiðslu búnaðar úr ryðfríu stáli fyrir spítala og matvælafyrirtæki og er eitt það elsta sinnar tegundar í Bretlandi, stofnað árið 1987.

Viðskipti innlent

Áratuga starfslokasamningur í búi Straums

Óttarr Möller, sem gerir tæplega 280 milljóna launakröfu í bú Straums, hefur aldrei starfað fyrir bankann. Óttar hefur verið á launum hjá bankanum, og forverum hans, Burðarási og Eimskipafélaginu í þrjá áratugi, en hann lét af störfum sem forstjóri Eimskips árið 1979.

Viðskipti innlent

Marel hækkar um 4%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,52% í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 743,1 stigi. Mest velta var með hlutabréf í Marel og hækkaði gengi félagsins um 3,99% í viðskiptum dagsins. Gengi á bréfum Marels er nú 52,1 króna á hlut.

Viðskipti innlent