Skoðun

Umræðan um umræðuna

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Upp úr sauð á Alþingi í gær. Eins og stundum vill gerast. Tilefnið var ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Björk Guðmundsdóttur söngkonu og líkast til frægasta núlifandi Íslendinginn.

Fastir pennar

Jólasveinninn kemur í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Hvernig veit jólasveinninn að ég er stelpa?“ spurði fimm ára Elsa María eftir eina af skógjöfum liðinna daga. Systkinin eru ekkert lítið spennt fyrir komu jólasveinanna þrettán. Dagurinn hefst á umræðum um þann sem kom og lýkur á pælingum um þann sem er á leiðinni.

Bakþankar

Náðarhögg erlendra tungumála í íslensku menntakerfi

Geir Sigurðsson skrifar

Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að hugsa sér aðstæður þar sem tíðarandinn dregur úr hvöt nemenda til að efla stærðfræðikunnáttu sína. Hver myndu þykja eðlileg viðbrögð menntayfirvalda við slíkri stöðu? Tæplega þau að draga úr stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, eða hvað?

Skoðun

Virkjun jarðhita í stórum eða litlum áföngum

Ólafur G. Flóvenz skrifar

Í haust ritaði Gunnlaugur H. Jónsson nokkrar greinar í Fréttablaðið um nýtingu jarðhita. Þar hafa komið fram ýmis atriði sem eru byggð á vafasömum forsendum og leiða til rangra ályktana. Í þessari grein er fjallað um hvort taka skuli stóra eða smáa áfanga við virkjun jarðhitasvæða.

Skoðun

Verið að níðast á öldruðum og öryrkjum

Björgvin Guðmundsson skrifar

Svo virðist sem ríkisstjórn og Alþingi ætli að bregðast öldruðum algerlega á þessu ári. Við afgreiðslu fjáraukalaga fyrir 2015 var tillaga um kjarabætur lífeyrisþega felld. Sýnt hefur verið fram á með mörgum dæmum, að ekki er unnt að lifa af lægsta lífeyri aldraðra frá TR.

Skoðun

Trúir þú mér?

Aileen Soffía Svensdóttir skrifar

Í ljósi umfjöllunar sem verið hefur um ofbeldi í garð fatlaðra kvenna hef ég velt því fyrir mér hvort þú, lesandi góður, munir trúa mér, þegar þú áttar þig á því að ég er kona með þroskahömlun. Er þessu virkilega háttað svona í okkar samfélagi?

Skoðun

Um kirkjuferðir barna

Jakob Ágúst Hjálmarsson skrifar

Athugasemd til Halldórs Auðar Svanssonar Fbl. 11.12. Mig langar til að benda þér á aðra nálgun viðfangsefnisins sem mér finnst vera í senn lýðræðislegri og frjálslegri en sú sem Píratar fylgja. Ástæðan er sú að mér sýnist sú leið lenda í ógöngum sem á að forða fólki frá þeim óþægindum að þurfa að velja í jafn viðkvæmum málum sem trúarefnum.

Skoðun

Nokkur orð um fjármögnun íslenskra háskóla

Jón Atli Benediktsson skrifar

Árið 2005 gerðu Evrópsku háskólasamtökin (European University Association) úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að fjármögnun skólans væri verulega ábótavant.

Skoðun

Aldarafmæli Karlakórsins Fóstbræðra 2016

Arinbjörn Vilhjálmsson skrifar

Laugardagskvöldið 18. nóvember árið 1916 komu ungir menn saman í kjallara félagsheimilis KFUM við Amtmannsstíg. Á þessum fundi tóku þeir ákvörðun um að endurreisa karlakór sem þeir höfðu staðið að innan vébanda KFUM með einhverjum hléum frá árinu 1911.

Skoðun

Bensín á aðventunni

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Bíllinn minn fær litla ást. Eða hann fær mikið af fallegum hugsunum og þakklæti í hjarta en það er eitthvað minna um að ástin sé sýnd í verki. Sem ku ekki vera farsæl formúla í nánum samböndum. Að þrífa bíl. Óhæf. Að fara með hann á réttum

Bakþankar

Gleðileg jól allra barna?

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa

Skoðun

Glæpavæðing í boði stjórnvalda

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.

Skoðun

Mikil markmið

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Parísarsamkomulagið var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 á sunnudag.

Fastir pennar

Kæri Sigmundur Davíð forsætisráðherra!

Helen Sjöfn Steinarsdóttir skrifar

Þú ötuli landsfaðir sem í orði og á borði berð hag þjóðar þinnar fyrir brjósti og berst fyrir jafnrétti og jafnræði í þjóðfélaginu. Ég er öryrki og bíð spennt eftir þeirri örsnöggu lífskjarabót sem þú hefur boðað okkur um áramótin. En, nú eru að koma jól og ég verð að viðurkenna að mig dreymir um að geta gert mér smá dagamun

Skoðun

Skilaboð frá toppAra

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Ég hef skrifað um margt sem að mér snýr í blöðin en afar sjaldan um heilbrigðismál. Nú ætla ég að taka til mín nýleg orð Sigmundar Davíðs forsætisráðherra. Ég er nefnilega toppari - sem sagt Ari sem hef gaman af háum toppum og bý við þá gæfu að vera vel heilsuhraustur. En ég þekki til margra sem eru það ekki

Skoðun

Hlutverk Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR

Ólafur G. Flóvenz skrifar

Í nýlegri grein í Fréttablaðinu kvartar Gunnlaugur H. Jónsson yfir því að stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita sé óljós. Það er mér ljúft og skylt að skýra hlutverk ÍSOR og stefnu í nýtingu jarðhita. ÍSOR er rannsóknastofnun á sviði náttúrufars, orku- og auðlindamála í eigu íslenska ríkisins. ÍSOR fær þó engin fjárframlög frá ríkinu

Skoðun

Hvað felst í jólagjöf?

Eva Ólafsdóttir skrifar

Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri.

Skoðun

Sögur blómga menninguna

Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Aðventan er sérstakur tími og kallar okkur til undirbúnings fyrir helga hátíð. Allt er það endurvarp af einni sögu. Sögunni af fæðingu Jesú Krists í Betlehem sem hefur haft svo mikil áhrif á mennningu margra þjóða. Við erum að spegla okkur í þeirri sögu. Það er inngróið í menningu okkar.

Skoðun

Konfekt og kristin trú

Ívar Halldórsson skrifar

"Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“

Skoðun

Ég vil leggja niður fangelsi á Íslandi

Björt Ólafsdóttir skrifar

Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin.

Skoðun

Vandi og vegsemd

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Myndin af litla drengnum með tuskubangsann sinn á leið út í myrkrið og kuldann verður greypt í minni okkar allra um ókomin ár og mun í hvert sinn sem hún kemur í hugann vekja með okkur sára skömm yfir því að vera Íslendingar; að hafa látið Útlendingastofnun fara sínu fram af slíkri rangsleitni, í okkar nafni.

Fastir pennar

Allir út að ýta

Haukur Viðar Alfreðssonar skrifar

Það er eins og svona yfirgengilegt magn af snjó dragi fram það besta í okkur.

Bakþankar

Gleymum ekki gleðinni

Kjartan Yngvi Björnsson og Snæ­björn Brynjarsson skrifar

Aukin próftaka mun ekki skila betri nemendum út í lífið þótt niðurstöður í Pisa-prófum kunni að lagast örlítið.

Skoðun