Skoðun

Hags­munir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálm­öld

Hannes Örn Blandon skrifar

Ég uggi orðið mjög um framtíð barna minna og reyndar allra barna í þessum heimi. Það eru víða kolsvartar blikur á lofti og um næstum allan heim berast menn á banaspjót. Enginn veit fyrir víst hvenær maðurinn birtist fyrst á fold, en eitt er ljóst að hann lærði fljótt að drepa sér til matar og síðar fóru ættbálkar að ráða hver á annan í baráttu um svæði og gæði og stendur sú barátta enn

Skoðun

Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd

Björn B. Björnsson skrifar

Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki.

Skoðun

Söngur Ísraels og RÚV

Ingólfur Gíslason. skrifar

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er einn stærsti staki sjónvarpsviðburður heims. Áhorfendur eru fleiri en hundrað og fimmtíu milljónir.

Skoðun

Ó­full­nægjandi vinnu­brögð ó­fag­lærðra „iðnaðar­manna“: Á­hrif á húskaupendur

Kristinn R Guðlaugsson skrifar

Kaup á nýju heimili er oftast ein stærsta fjárfesting sem einstaklingur gerir á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að í lagi sé með eignina og/ eða kaupendur upplýstir ef um einhverja galla er að ræða áður en kaup eru gerð. Því miður kemur það fyrir að ófaglærðir einstaklingar framkvæma viðgerðir eða endurbætur fyrir seljanda, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir húskaupendur.

Skoðun

Kær­leikurinn pikkaði í mig

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Ég brá mér í Mjódd en það gerist svona einu sinna á ári, ég hafði með prjónaföt til að gefa Rauðakrossbúðinni í leiðinni, er ég hraðaði mér fyrir hornið á Nettó mælti til mín ung brosmild kona „ég er að selja penna til styrktar heimilislausum karlmönnum.“

Skoðun

Gigt er ekki bara sjúk­dómur full­orðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurs­hópa

Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Þegar rætt er um gigtarsjúkdóma hugsa margir ósjálfrátt til eldri borgara með stirða liði og verki. En sú mynd segir aðeins hluta af sannleikanum. Gigt er samheiti yfir rúmlega 100 ólíka sjúkdóma sem allir eiga það sameiginlegt að valda bólgum, verkjum og hreyfiskerðingu í liðum eða öðrum líkamshlutum.

Skoðun

Friðun Grafar­vogs

Stefán Jón Hafstein skrifar

Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring.

Skoðun

Tor­færur, hossur og hristingar!

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið.

Skoðun

NÓG ER NÓG – Heil­brigðis­kerfið er í neyðar­á­standi

Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar

Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur á brauðfótum. Ástandið á bráðamóttökunni í Fossvogi er orðið ómannúðlegt – og það eru engar ýkjur. Sjúklingar með alvarleg veikindi þurfa gjarnan að bíða klukkustundum saman, jafnvel sólarhringum, við óboðlegar aðstæður í þröngu og yfirfullu rými.

Skoðun

Við munum aldrei fela okkur aftur

Kári Garðarsson skrifar

Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar.

Skoðun

Er Kópavogsbær vel rekinn?

Bergljót Kristinsdóttir skrifar

Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því.

Skoðun

Um sjónar­horn og sann­leika

Líf Magneudóttir skrifar

Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar.

Skoðun

Mál­þóf og/eða lýð­ræði?

Elín Íris Fanndal skrifar

Undirrituð er óðum að munstra sig í hlutverk sitt á háttvirtu Alþingi okkar Íslendinga. Ég kem inn í annað sinn sem varaþingmaður fyrir minn góða flokk, Flokk fólksins. Nú þegar líður að sumarfríi þá taka þingmál að dragast á langinn. Þetta er eitthvað sem að jafnaði fylgir þessum tíma árs.

Skoðun

Um­deildasti fríverslunar­samningur sögunnar?

Arnar Þór Ingólfsson skrifar

Á miðvikudag fór fram síðari umræða á Alþingi um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar klukkustundir, frá 16:50 til 20:59.

Skoðun

Ísafjarðarbær í Bestu deild

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Gylfi Ólafsson skrifa

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024, sem samþykktur var í bæjarstjórn 15. maí, er sá besti í áraraðir.

Skoðun

Þjóðar­morð í beinni

Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv.

Skoðun

Allt þetta máttu eiga ef þú til­biður mig

Birgir Dýrfjörð skrifar

Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu.

Skoðun

At­vinnu­frelsi!

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal.

Skoðun

Að mása eða fara í golf

Jón Pétur Zimsen skrifar

„Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi.

Skoðun

Leið­réttum kerfis­bundið mis­rétti

Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Í dag eru rafveitur undanþegnar fasteignamati. Það þýðir að stærstur hluti mannvirkja til orkuframleiðslu – svo sem stíflur, lón og önnur tilheyrandi mannvirki – bera ekki fasteignaskatt. Eingöngu er greiddur fasteignaskattur af stöðvarhúsum, og það eitt.

Skoðun

Leikjanám­skeið fyrir full­orðna við Austur­völl

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Árið 2000 kom út viðtalsbók sem hét „Í hlutverki leiðtogans“. Á meðal þeirra sem voru þar til viðtals var Davíð Oddsson, sem nú hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins í næstum 16 ár en var um tíma formaður Sjálfstæðisflokks og forsætisráðherra.

Skoðun

Sparnaðarráð fyrir ferða­lagið

Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum.

Skoðun

Kaldar kveðjur frá Ís­landi - á meðan Hör­mungarnar halda á­fram

Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi og Magnús Magnússon skrifa

Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum.

Skoðun