Skoðun

Fréttamynd

Bragð­efni eru ekki vanda­málið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu

Abdullah Shihab Wahid skrifar

Ísland er á góðri leið með að verða reyklaus þjóð. Reykingatíðni hefur aldrei verið lægri og fleiri fullorðnir en nokkru sinni fyrr velja reyklausar nikótínvörur í stað hefðbundins tóbaks. Þessi þróun er ekki tilviljun. Hún endurspeglar meðvitaðar ákvarðanir fólks sem vill skaðaminnkun og betri heilsu. Þessi árangur er nú í hættu.

Skoðun

Fréttamynd

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki

Mouna Nasr skrifar

Milli Swuayda-fjallanna og þeirra eldfjallasteina sem hafa geymt sögur um þrautseigju og reisn í gegnum aldir, blossaði í júlí 2025 upp eitt alvarlegasta mannréttindabrot síðustu ára í suðurhluta Sýrlands. Milli fjöldamorða, vígvalla á almannafæri og brota á grundvallarréttindum mannsins, lifir héraðið þar sem meirihluti íbúanna eru Drúsar, í myrkri sem hylur öll vonarmerki.

Skoðun
Fréttamynd

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hag­ræðingin sem gleymdist

Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra.

Skoðun
Fréttamynd

Áfanga­sigur í bar­áttunni við hernaðinn gegn heim­kynnum villta laxins

Ingólfur Ásgeirsson og Árni Baldursson skrifa

Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er allt hinum að kenna!

Helgi Brynjarsson skrifar

Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðþrifamálin sem stjórnar­and­staðan fórnaði á altari útgerðanna

Heimir Már Pétursson skrifar

Þegar Alþingi komst loks í gegnum 160 klukkustunda málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðum um veiðigjaldafrumvarpið biðu þrjátíu og fimm stjórnarfrumvörp og þrjú nefndarfrumvörp lokaafgreiðslu í annarri og þriðju umræðu. Meira og minna allt þjóðþrifamál og mörg þeirra mála sem stjórnarandstaðan í orði kveðnu hefur sagst styðja.

Skoðun
Fréttamynd

Sleppir ekki takinu svo auð­veld­lega aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til full­orðna fólksins

Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Kæra fullorðna fólk, síðustu fimm vikurnar höfum við í Jafningjafræðslu Hins Hússins frætt um 1300 ungmenni, þar af lang flest í vinnuskólum Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Undir­búum börnin fyrir skólann með hjálp gervi­greindar

Sigvaldi Einarsson skrifar

Haustið nálgast og með því nýtt skólaár. Foreldrar um allt land velta fyrir sér hvernig best sé að undirbúa börnin fyrir námið. Ein ný leið sem ryður sér nú til rúms er að nota gervigreind sem hjálpartæki. Gervigreind, sem áður var framandi hugtak úr vísindaskáldskap, er nú orðin aðgengileg almenningi og getur reynst ómetanleg við undirbúning barna fyrir skólann.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn skilinn eftir á götunni

Dagmar Valsdóttir skrifar

Kæru landsmenn, við sem rekum gistihús í Grindavík vitum betur en flestir hvað náttúruöflin geta haft áhrif á daglegt líf og rekstur.

Skoðun
Fréttamynd

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun há­skólanna

Ármann Leifsson og María Björk Stefánsdóttir skrifa

Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Hví borgar út­gerðin – ekki malarnáman?

Guðmundur Edgarsson skrifar

Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur.

Skoðun
Fréttamynd

Van­traust Flokks fólksins á Við­reisn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf.

Skoðun
Fréttamynd

48 daga blekking: Lof­orð sem leiðir til lögbrota?

Svanur Guðmundsson skrifar

Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta.

Skoðun
Fréttamynd

Frá vinnuþræli til ríkis­borgara: Ég er inn­flytjandi sem þið getið ekki losnað við

Ian McDonald skrifar

Það er ótrúlegt að segja þetta upphátt, því þessi ferð hefur verið bæði eins og heil ævi og eins og eitt augnablik. Tíu ár af baráttu, vinnu, sársauka og gleði. Tíu ár af því að reyna að finna mér stað í landi sem var ekki alltaf tilbúið að taka á móti mér. En núna er ég með vegabréfið, kennitöluna, réttindin. Ég er Íslendingur. Löglega, algjörlega og að eilífu.

Skoðun
Fréttamynd

Mál­þóf á kostnað ungs fólks

Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi.

Skoðun
Fréttamynd

Við krefjumst sann­girni og að­gerð strax

Dagmar Valsdóttir skrifar

Hvernig getur það staðist að Bláa Lónið og Northern Light Inn séu opin en gestum er ekki leyft að koma til Grindavíkur? Það er leyfilegt að fara inn í bæinn ef þú ert íbúi eða vinnur þar, en gestir, ferðamenn og viðskiptavinir okkar fá ekki að koma. Þetta kemur sér gríðarlega illa fyrir okkur sem reiðum okkur á gestakomur og ferðamennsku, sérstaklega þegar svæðið er ekki lokað almenningi með formlegum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Verið öll hjartan­lega vel­komin á Unglingalandsmót á Egils­stöðum

Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þetta árlega íþrótta- og fjölskylduhátíðarmót sem er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 11–18 ára, sameinar íþróttir, sköpun, útivist og menningu í einstöku umhverfi hér á Austurlandi. Mótið er ekki aðeins keppni heldur einnig vettvangur til að mynda vináttu, efla sjálfstraust og skapa ógleymanlegar minningar fyrir utan forvarnagildi þess.

Skoðun
Fréttamynd

Úrsúla og öryggis­málin - Stöndum gegn vígvæðingu

Guttormur Þorsteinsson skrifar

Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu banda­manna okk­ar á viðvar­andi ör­ygg­is­áskor­an­ir á norður­slóðum og í Norður-Atlants­hafi”.

Skoðun
Fréttamynd

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?

Haukur V. Alfreðsson skrifar

Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin?

Skoðun
Fréttamynd

Ertu nú al­veg viss um að hafa læst hurðinni?

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við.

Skoðun
Fréttamynd

Sann­girni að brenna 230 milljarða króna?

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Í nýlegri grein skrifar bæjarstjórin í sveitarfélaginu Ölfus að „ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur [hafi] valdið verðmætarýrnun upp á 230 milljarða“. Máli sínu til stuðnings skoðar bæjarstjórinn breytingar á verðmæti hlutabréfa þriggja félaga á markaði frá 24. mars síðastliðinn til 15. júlí.

Skoðun
Fréttamynd

Strand­veiðar eru ekki sóun

Örn Pálsson skrifar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni.

Skoðun
Fréttamynd

SFS skuldar

Sigurjón Þórðarson skrifar

Framkvæmdastjóri SFS setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn í grein þar sem hún mælir gegn því að rýmka til fyrir takmörkuðum strandveiðum.

Skoðun

Ólafur Stephensen

Betri vegur til Þor­láks­hafnar er sam­keppnis­mál

Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum.


Meira

Arna Lára Jónsdóttir

Auðlindarentan heim í hérað

Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Lík brennd í Grafar­vogi

Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi.


Meira

Sigmar Guðmundsson

Stærð er ekki mæld í senti­metrum

Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni.


Meira

Ragnar Þór Ingólfsson


Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Skref aftur á bak fyrir konur með endómetríósu

Fyrir margar konur sem lifa með endómetríósu hefur lífið snúist um langvarandi verki, bið og baráttu fyrir því að fá hlustun og viðeigandi meðferð. Í gegnum árin hefur Endófélagið unnið ómetanlegt starf við að vekja athygli á þessum ósýnilega sjúkdómi og skapa umræðu sem snýst um skilning, stuðning og virðingu. 


Meira

Svandís Svavarsdóttir


Meira

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Ertu nú al­veg viss um að hafa læst hurðinni?

Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við.


Meira

Kolbrún Halldórsdóttir


Meira

Halla Gunnarsdóttir


Meira

Sonja Ýr Þorbergsdóttir

Forréttinda­blinda strákanna í Við­skiptaráði

Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs.


Meira

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Aukið við sóun með ein­hverjum ráðum

Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því.


Meira