Lífið

Einar Bárðar leggst í Víking í Reykjanesbæ

Einar Bárðarson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri hjá Víkingaheimum vegna uppsetningar Smithsonian sýningar og Íslendings sem opnar næsta sumar í Reykjanesbæ. Á sama tíma mun Einar einnig sinna verkefnum við uppbyggingu Hljómahallarinnar sem nú rís við hið fræga samkomuhús Stapan í Reykjanesbæ.

Lífið

Nýtt lag í stað plötu

Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is

Tónlist

Snúður og strengir

Plötusnúðurinn Dj Margeir spilar á Nasa á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld ásamt níu manna strengjasveit. Stjórnandi sveitarinnar verður básúnuleikarinn Samúel Jón Samúelsson, auk þess sem hann útsetur strengja­hlutann.

Tónlist

Þrjár milljónir seldust

Platan In Rainbows með Radiohead hefur selst í rúmum þremur milljónum eintaka síðan hún kom út fyrir ári síðan. Er þá bæði átt við netsölu og sölu í plötubúðum. Þetta kom fram í ávarpi Jane Dyball á ráðstefnunni You Are In Control sem lauk nýverið á Hótel Sögu.

Tónlist

Margar hugmyndir á Hugsprettu

Tölvukerfi til að greina umræðu á netinu er meðal þess sem kynnt var á Hugsprettu stefnumótunarfundi ungs fólks um framtíðarmöguleika Íslands sem haldinn var í dag.

Leikjavísir

Ferrell með einleik um Bush á Broadway

Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell vinnur nú að fyrstu uppsetningu sinni á Broadway en þar er á ferðinni einleikur sem nefnast mun Verði ykkur að góðu, Bandaríkjamenn - Síðasta nóttin með George Bush.

Lífið

Fjórum dönsum betur

Sýning Íslenska dansflokksins á fimmtudagskvöld á fjórum nýjum dúettum – tvídönsum – er um flest markverður vitnisburður um stöðu dansins hér. Innan dansflokksins eru flinkir dansarar, konurnar sterkari en karlarnir, efni flokksins til að gera sýningar sæmilega úr garði felast fyrst og fremst í tíma til æfinga og vinnu.

Menning

Dóttirin syngur aftur með Bubba í Köben

Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda.

Tónlist

Berbrjósta stúlka á umslagi

Berbrjósta skosk stúlka prýðir umslag fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Viking Giant Show, The Lost Garden of the Hooligans, sem er nýkomin út.

Tónlist

Stjörnurnar fylgdu Depardieu til grafar

Allt fræga fólkið í Frakklandi kom saman í dag til þess að fylgja syni kvikmyndastjörnunnar Gerard Depardieu til grafar. Guillaume Depardieu var 37 ára þegar hann lést úr lungnabólgu fyrr í vikunni. Hann var leikari eins og faðir hans en þótti nokkuð uppreisnargjarn. Við útför Guillaumes var meðal annars forsetafrúin, Carla Bruni-Sarkozy.

Lífið

Íslenskt ofurkvöld

Iceland Airwaves-hátíðin rann af stað með stæl á miðvikudagskvöldið. Allir staðir fullir. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að láta nokkrar af heitustu íslensku sveitunum spila tvisvar á hátíðinni.

Tónlist

Góður túr

Hljómsveitin GusGus er nýkomin heim úr stuttri tónleikaferð um Japan og var sveitinni gríðarlega vel tekið. Þetta var í fyrsta sinn sem sveitin spilaði þar í landi og flutti hún að mestu nýtt efni á aðaltónleikunum sem haldnir voru í risastórri tónleikahöll, Makuhari Messe. Tilefni tónleikanna var þrjátíu ára afmæli tískusamsteypunnar Diesel.

Tónlist

Listahátíð leggur net fyrir vorið

Listahátíð í Reykjavík verður haldin í 39. sinn á vori komanda og er nú hafinn undirbúningur fyrir hátíðina undir stjórn nýs listræns stjórnanda, Hrefnu Haraldsdóttur. Hefur hátíðin nú auglýst eftir umsóknum um tónleikahald í heimahúsum í Reykjavík í maí 2009.

Menning

Sling veldur flogaveiki

Hljómsveitin Singapore Sling býður í dag til hlustunarteitis á nýju plötu sinni „Perversion, Desperation and Death“ í Gallery Lost Horse, Skólastræti, á milli kl. 18-20. Einnig verður sýnt myndband Þjóðverjans Uli Schueppel við lagið „Godman“, en það var bannað á MTV-Europe.

Tónlist

Ókeypis sinfóníur í kvöld

Í kvöld og á morgun býður Sinfóníuhljómsveit Íslands öllum sem áhuga hafa á tónleika í Háskólabíó. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 19.30 en á morgun verða þeir kl. 17.

Menning

Forsala hafin á James Bond

Forsala á nýjustu James Bond-myndina, Quantum of Solace, er hafin hér á landi á heimasíðunni midi.is. Myndin verður frumsýnd 7. nóvember og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Alls sáu 55 þúsund Íslendingar síðustu Bond-mynd, Casino Royale.

Bíó og sjónvarp

Fjarstæða að Einar Már hafi verið rekinn fyrir að gagnrýna útrásarvíkinga

Einar Már Guðmundsson rithöfundur var í viðtali hjá Færeyska sjónvarpinu þar sem hann ræddi um efnahagskrísuna á Íslandi. Þar fullyrti hann að hann hafi verið rekinn sem pistlahöfundur í þættinum Mannamáli á Stöð 2 fyrir að segja sína meiningu um auðmenn landsins. Sigmundur Ernir Rúnarsson, umsjónarmaður Mannamáls segir út í hött að Einar hafi verið látinn fara vegna einhverra ummæla sinna um menn og málefni.

Lífið

Minnir meira á tölur frá Baghdad

„Þetta minnir meira á tölur frá Baghdad en Reykjavík,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og miðborgarbúi, og rifjar upp að eftir næstsíðustu helgi hafi 13 manns legið í valnum eftir líkamsárásir í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Lífið