Margar hugmyndir á Hugsprettu 18. október 2008 20:45 Tölvukerfi til að greina umræðu á netinu er meðal þess sem kynnt var á Hugsprettu stefnumótunarfundi ungs fólks um framtíðarmöguleika Íslands sem haldinn var í dag. Hugspretta átti sér skamman aðdraganda, eina viku, og er samstarfsverkefni Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, og Klak - nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, með aðkomu stúdentafélaga háskólanna. Meðal gesta og framsögumanna voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona og Magnús Scheving Latabæjarfrömuður. Magnús sagði þörf á nýjum hugmyndum og sagðist sjá erfiða tíma framundan. Tveir frumkvöðlar, þeir Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jón Eðvald Vignisson, kynntu hugmynd sína, tölvukerfi keyrt á Playstation-tölvum sem fer yfir umræðu á netinu fyrir þá sem vilja skoða hvað sagt er um þá. Þeir segja verkefið í þróun í samvinnu við ýmis fyrirtæki. Leikjavísir Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Tölvukerfi til að greina umræðu á netinu er meðal þess sem kynnt var á Hugsprettu stefnumótunarfundi ungs fólks um framtíðarmöguleika Íslands sem haldinn var í dag. Hugspretta átti sér skamman aðdraganda, eina viku, og er samstarfsverkefni Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, og Klak - nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, með aðkomu stúdentafélaga háskólanna. Meðal gesta og framsögumanna voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona og Magnús Scheving Latabæjarfrömuður. Magnús sagði þörf á nýjum hugmyndum og sagðist sjá erfiða tíma framundan. Tveir frumkvöðlar, þeir Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jón Eðvald Vignisson, kynntu hugmynd sína, tölvukerfi keyrt á Playstation-tölvum sem fer yfir umræðu á netinu fyrir þá sem vilja skoða hvað sagt er um þá. Þeir segja verkefið í þróun í samvinnu við ýmis fyrirtæki.
Leikjavísir Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira