Lífið

Corey Haim lagður til hinstu hvílu

Jarðarför leikarans Corey Haim fór fram í heimabæ hans í Toranto í Kanada í gær. Meira en 200 vinir og fjölskyldumeðlimir fylgdu Haim til grafar en fjölmargir aðdáendur hans komu saman fyrir utan.

Lífið

Tangómaraþon í tilefni af Mottu-mars

Tangófélagið efnir til veglegs tangómaraþons til styrktar átaki Krabbameinsfélags Íslands, Karlmenn og krabbamein: Mottu-mars. Þeir sem hafa ekki mikla reynslu af tangódansi, en hafa þeim mun meiri áhuga, geta mætt í kynningartíma í húsi Krabbameinsfélagsins í kvöld

Lífið

DiCaprio huggar Winslet

Eftir að ljóst var að óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet og eiginmaður hennar, leikstjórinn Sam Mendes, hefðu ákveðið að skilja hefur Leonardo DiCaprio verið í nánu sambandið við leikkonuna. Þau eru sögð afar góðir vinir eftir að þau léku saman í kvikmyndinni Titanic fyrir 13 árum.

Lífið

Þórhallur snýr aftur í Kastljósið

„Þetta er bara stutt stopp. Sigmar [Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins] bað mig um að taka föstudagskvöldin fram á vor og ég varð við þeirri bón," segir Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi dagskrárstjóri RÚV og ritstjóri Kastljóssins.

Lífið

Fyrst að fá bringuhár núna

Hljómsveitin Í svörtum fötum er snúin aftur eftir þriggja ára hlé. „Við erum búnir að vera að spila síðan í fyrrasumar en þorum formlega að viðurkenna það núna," segir Jónsi söngvari. „Við erum farnir að semja tónlist eins og trylltir villimenn og gefum út safnplötuna Tímabil á næstu dögum með helstu verkum okkar frá liðnum árum. Þarna verða líka tvö ný lög, Ást í meinum og Leiðin heim.

Lífið

Lífið finnst

Sviðslistahópurinn Kviss búmm bang er skipaður þremur konum sem eru allar með menntun í gjörninga/leiklistarfræðum, myndlist og kynjafræði. Í verkum þeirra mætast því ólík sjónarmið, aðferðir og efnistök. Kvisskonur skapa heima sem eru bein framlenging á vestrænum menningarheimi samtímans og láta þátttakendur takast á við viðfangsefni sem viðkoma neyslumenningu, kynjafræði og lífsháttum í samtíma samfélagi.

Lífið

Íslendingar á SXSW

Tónlistarhátíðin South by south west (SXSW) fer fram um næstu helgi í Austin, Texas. Síðustu árin hafa íslenskar hljómsveitir verið duglegar að sækja þessa miklu hátíð.

Lífið

Fjórar plötur á einu ári

„Þetta er örugglega alltof mikið til að gefa út en ég ætla samt að gera það," segir Dalvíkingurinn Daði Jónsson, eða Dathi, sem ætlar að gefa út fjórar plötur á þessu ári. Sú fyrsta, Self Portrait, er nýkomin út.

Lífið

Dánarbú gerir risasamning

Dánarbú Michaels Jackson hefur undirritað stærsta plötusamning allra tíma við Sony sem tryggir því að minnsta kosti 200 milljónir dollara, eða um 25 milljarða króna.

Lífið

Vill leika á móti Douglas

Catherine Zeta-Jones hefur mikinn áhuga á að leika á móti eiginmanni sínum, Michael Douglas, á hvíta tjaldinu. Nefnir hún endurgerð svörtu kómedíunnar War of the Roses sem hugsanlegt verkefni. Douglas lék þar aðalhlutverkið á móti Kathleen Turner og fjallaði myndin um hjón sem gengu í gegnum hatramman skilnað. Zeta veit að það getur verið erfitt að horfa á hjón leika saman í mynd eins og Tom Cruise og Nicole Kidman gerðu en vill engu að síður prófa.

Lífið

Shutter Island: fjórar stjörnur

Scorsese er klárasti leikstjóri í heimi og sýnir hér eiginlega allar sínar bestu hliðar en sagan er því miður veikasti hlekkur Shutter Island þannig að í lokin er boðið upp á hálf vandræðalega lausn á annars frábærri mynd.

Gagnrýni

Simpson borðar orma

Jessica Simpson er á ferðalagi um heiminn til þess að gera heimildarmynd. Tilgangurinn er að skoða ólíka menningarheima.

Lífið

Frú Obama undirbýr páskana í Hvíta húsinu

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur boðið aðalleikurum úr sjónvarpsþáttunum Glee í Hvíta húsið yfir páskana. Glee er í miklu uppáhaldi hjá frú Obama og dætrum hennar Malia og Sasha.

Lífið

Andre lítur ekki við konum

Peter Andre þorir ekki að líta á konur þessa dagana. Söngvarinn seinheppni, sem er kannski frægastur fyrir samband sitt við Katie Price, átti í stuttu en ævintýralegu sambandi með glamúrfyrirsætunni Maddy Ford.

Lífið

Páll Óskar fertugur - myndir frá ferlinum

Páll Óskar Hjálmtýsson er fertugur í dag.Þessi dáði söngfugl hefur glatt hjörtu Íslendinga undanfarin ár. Ljósmyndarar 365 hafa fylgt honum hvert fótmál á þeim tíma og má sjá afraksturinn af því í myndasafninu hér fyrir neðan.

Lífið

Páll Óskar fertugur - ferillinn frá A-Ö

Páll Óskar Hjálmtýsson er fertugur í dag. Við förum yfir ferilinn, sjáum aragrúa af stórskemmtilegum myndböndum og ljósmyndum af honum frá upphafi til dagsins í dag og heyrum sögur af honum frá vinum, ættingjum og samstarfsmönnum í gegnum tíðina. Ísland í dag hefst 18:55 í kvöld, strax að loknum fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Lífið

Abba í Frægðarhöllina

Sænska hljómsveitin Abba hlaut inngöngu í Frægðarhöll rokksins, eða Rock and Roll Hall of Fame, í gær. Breska hljómsveitin Genesis og The Hollies voru einnig tekin inn í höllina að þessu sinni.

Lífið

Madonna hannar sólgleraugu fyrir D&G

Madonna ætlar að hanna sólgleraugnalínu fyrir Dolce & Gabbana. Söngkonan hefur setið fyrir í auglýsingum fatahönnuðanna sem leiddi til þeirrar ákvörðunar að hún tæki að sér að hanna fyrir þá. „Við erum svo spennt. Þetta mun styrkja samband okkar við Madonnu og verða uppbyggileg reynsla fyrir okkur,“ sagði Stefano Gabbana.

Lífið

Slash fer í eigin gervi á grímuball

Gítarleikarinn Slash er frægur fyrir rokkaraútlit sitt, sitt krullað, dökkt hár, hatt og sólgleraugu. Hann kann illa við það að klæða sig upp þegar að hann fer í teiti og þolir ekki að umgangast fólk sem hann þekkir ekki. Hann kann því vel að klæðast sínum hefðbundnu fötum.

Lífið

Gervifótur Heather tekinn í sprengjuleit

Heather Mills, fyrrverandi eiginkona Sir Pauls McCartney, þurfti að sætta sig við að gervifótur hennar var settur í sprengjuleitartækið á Heathrow-flugvelli um helgina. Málmleitartæki gaf frá sér hljóð þegar Heather fór í gegnum leitarhliðið og var það rakið til gervifótarins. Þurfti hún því að bretta upp buxnaskálmina á meðan fóturinn var skoðaður og gegnumlýstur. Engin sprengja fannst.

Lífið

Láta Haffa Haff hljóma vel

Upptökugengið Stop Wait Go; bræðurnir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Ásgeir Orri Ásgeirsson, og vinur þeirra Sæþór Kristjánsson hafa mörg járn í eldinum um þessar mundir, koma meðal annars mikið við sögu á væntanlegri plötu Haffa Haff.

Lífið

Þingað um listfræði

Listfræðafélagið er félag þeirra sem vinna að fræðistörfum, til dæmis í listasögu og listheimspeki, eða stjórnun og skipulagi er varðar myndlist, hönnun, arkitektúr og skyldar greinar. Nú á vordögum mun félagið standa fyrir röð stuttra málþinga í samvinnu við ýmis önnur félög og stofnanir.

Lífið

Fulltrúar Top Shop á leið til Íslands

Fulltrúar frá útibúi Top Shop í London eru væntanlegir til Íslands í tengslum við Reykjavik Fashion Festival. Þeir ætla að mæta á sýningu íslenska tískuvörumerkisins E-label í Kaaber-húsinu á föstudagskvöldið. Ásta Kristjánsdóttir, einn af eigendum E-label, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.

Lífið