Lífið

Fyrsta sólóplata Gímaldíns í átta ár

Tónlistarmaðurinn Gímaldin og hljómsveit hans halda tónleika á Rosenberg þriðjudaginn 6. apríl. Tilefnið er útgáfa þriðju sólóplötu hans og þeirrar fyrstu í átta ár, Sungið undir radar.

Lífið

Tangó og kirkjusmellir

Fjölbreytileg tónlist eins og argentínskur tangó og barrokktónlist mun hljóma á tónlistardögunum Músík í Mývatnssveit sem haldnir verða í tólfta sinn nú um páskana.

Lífið

Vilja ólmir taka upp plötu

Breska hljómsveitin Arctic Monkeys ætlar að byrja á nýrri plötu um leið og tónleikaferð hennar um Norður-Ameríku lýkur í næsta mánuði. Í stað þess að taka sér frí eftir ferðina vilja meðlimir ólmir byrja að semja lög og taka upp.

Lífið

Hannar flíkur ásamt dóttur sinni

Söngkonan Madonna hefur hannað fatalínu ásamt þrettán ára gamalli dóttur sinni, Lourdes. Línan hefur fengið nafnið Material Girl og í henni er meðal annars að finna gallabuxur, skó og fylgihluti.

Lífið

Hrósa Martin fyrir hreinskilni

Bandarísku samtökin GLAAD sem berjast gegn fordómum gegn samkynhneigðum hafa hrósað popparanum Ricky Martin fyrir að hafa komið út úr skápnum.

Lífið

Illmenni í næstu Bond

Orðrómur er uppi um að Rachel Weisz leiki aðal-illmennið í næstu James Bond-mynd, sem verður sú 23. í röðinni. Weisz yrði ekki fyrsta konan til að taka að sér þetta hlutverk því Sophie Marceau reið á vaðið í myndinni The World Is Not Enough.

Lífið

Lafhræddur við Liam Neeson

Ástralski leikarinn Sam Worthington fer með hlutverk í ævintýramyndinni Clash of the Titans ásamt stórleikurunum Liam Neeson og Ralph Fiennes. Worthington sló rækilega í gegn í kvikmynd James Cameron, Avatar, en þrátt fyrir það segist hann hafa kviðið því mjög að leika á móti Neeson.

Lífið

Katy Perry og Russel með brúðkaup á heilanum

Turtildúfurnar Katy Perry og Russel Brand eru komin með æði fyrir öllu sem tengist brúðkaupum en þau ætla að ganga í það heilaga á næstunni. Russel bað hennar á Indlandi í janúar og síðan þá hafa þau ekki getað hugsað um annað en brúðkaupið.

Lífið

Aniston tekur enga áhættu í fatavali

Jennifer Aniston var gagnrýnd harðlega fyrir fatavalið sitt þegar að hún mætti ljósklædd á frumsýningu The Bounty Hunter í París fyrr í vikunni. Hún ákvað því að taka engar áhættur þegar að myndin var frumsýnd í Berlín í Þýskalandi. Þá klæddist hún fötum í íhaldssamari litum, grárri skyrtu og rjómalitu pilsi.

Lífið

J Lo elskar að horfa á gamanmyndir í bólinu

„Ég elska að horfa á rómantískar gamanmyndir í rúminu,“ segir Jennifer Lopez, í viðtali við AP fréttastofuna, í tilefni af nýjustu mynd hennar. Hún segist gjarnan vilja horfa á myndir í rúminu með sínum heittelskaða. Hann sé hins vegar ekki jafn hrifinn af því en láti það yfir sig ganga.

Lífið

MARS-ROKK: Engin þörf fyrir sæti

Mars-rokk Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja var haldið í Andrew's-leikhúsi á Ásbrú sl. föstudag fyrir 450 gesti. Tvær vinsælustu hljómsveitir landsins, Dikta og Hjálmar, stigu á svið og trylltu lýðinn í orðsins fyllstu merkingu.

Lífið

Borgarholtsskóli

Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson flytja lagið Komdu til baka fyrir hönd Borgarholtsskóla.

Tónlist

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hörður Már Bjarnarson, Jóhanna Linda Jóhannesdóttir & Kolfinna Kjartansdóttir syngja fyrir hönd Menntaskólans að Laugarvatni lagið Ljáðu mér eyra.

Tónlist