Lífið

Trommari Seabear varð eftir heima

Hljómsveitin Seabear er nýlögð af stað í stóra tónleikaferð um Evrópu til að kynna plötu sína We Built A Fire. Trommuleikari sveitarinnar, Kjartan Bragi Bjarnason, er þó ekki með í för því hann var að eignast sitt fyrsta barn.

Tónlist

Læknar rokka og poppa

Læknastarfið er sveipað virðuleika og löngu námi en þó hafa ekki allir læknar legið yfir námsbókum alla sína hunds- og kattartíð því þeir eru þónokkrir sem hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu.

Tónlist

Linda Björg hannar heimafatnað

Hönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir hefur gert fatalínu sem hún lýsir frekar sem heimafatnaði heldur en tísku. Linda hefur um tíma hannað undir heitinu Scintilla og samanstendur nýja fatalínan meðal annars af hlýrabolum, kjólum, leggings og háum sokkum úr hundrað prósent silki og fæst hún í tískuversluninni Kron Kron.

Tíska og hönnun

Dagur hættur við að leikstýra Betlehem

„Þetta er rétt, Dagur er ekki lengur hluti af þessu verkefni,“ segir Jóhann Ævar Grímsson handritshöfundur. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að Dagur Kári hygðist leikstýra nýrri sjónvarpsþáttaröð undir vinnuheitinu Betlehem.

Lífið

Bretar hrifnir af Hjaltalín

Hljómsveitin Hjaltalín fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Terminal, í bresku tónlistartímaritunum Mojo og Uncut. Mojo gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en Uncut gefur henni þrjár stjörnur af fimm.

Tónlist

Bret er á batavegi

Systir Brets Michaels, söngvara hljómsveitarinnar Poison, segir að hann sé á batavegi eftir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall á dögunum. „Hlutirnir líta betur út núna. Það var gott í honum hljóðið, alla vega miðað við aðstæður,“ sagði hún. „Hann virtist vera í ágætu ásigkomulagi og vissi hvað hann var að segja. Hann hljómaði eins og Bret. Ég held að hann eigi eftir að lifa lengur en við öll.“ Blaðamannafundur verður haldinn í næstu viku þar sem læknar útskýra betur ástand hins 47 ára söngvara og batahorfur.

Lífið

Austurbæjarbíó lifnar við

Þóroddur Stefánsson, oftast kenndur við Bónusvídeó-keðjuna, hefur keypt Austurbæjarbíó sem stendur við Snorrabraut. Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum að því að koma húsinu í gott stand en þetta fornfræga kvikmyndahús og tónleikastaður hefur verið nánast gleymdur og grafinn í miðborg Reykjavíkur. Þóroddur segir það hálfgerðan skandal hversu mikið húsnæðið hefur fengið að grotna niður.

Lífið

Benni Hemm Hemm frumsýnir í Bandaríkjunum

Nýtt tónlistarmyndband við lag Benna Hemm Hemm, Retaliate, var frumsýnt á bandarísku tónlistarsíðunni Spinner á dögunum. Lagið er á nýútkominni stuttskífu Benna og var myndbandið unnið af Skotunum Michael Kirkham og Vivien McDermid. Skífan kom út í Bandaríkjunum á þriðjudaginn og er myndbandinu ætlað að kynna hana.

Tónlist

Flowers með sólóplötu

Þrátt fyrir eldri yfirlýsingar sínar hefur Brandon Flowers, söngvari The Killers, tilkynnt að hann ætli að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Hún nefnist Flamingo og er væntanleg í búðir bráðum. Trommarinn Ronnie Vanucci er eini liðsmaður The Killers sem hefur prófað sig áfram utan sveitarinnar því hann er meðlimur ofurgrúppunnar Mt. Desolation ásamt liðsmönnum Keane, Mumford & Sons og The Long Winters. The Killers er í pásu um þessar mundir og ætti Flowers því að fá nægt svigrúm til að kynna nýju plötuna.

Tónlist

Þrjú ný tónverk frumflutt

Á miðvikudagskvöld verða stórtónleikar í vegum tónlistarhópsins Caput í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg þar sem frumflutt verða þrjú ný íslensk verk, þeirra á meðal tveir nýir einleikskonsertar, annar saminn fyrir bassa en hinn fyrir píanó.

Tónlist

Ókeypis myndasögudagurinn á morgun

Það verður væntanlega væn biðröð fyrir utan myndasöguverslunina Nexus á morgun. Þá tekur verslunin þátt í hinum alþjóðlega ókeypis myndasögudegi í áttunda skipti.

Lífið

Prinsessukjólar og álfaæla

Listamennirnir Morri og Arnljótur kalla verk sín nöfnum á borð við Álfaæla og Prinsessukjólar í druslum en þeir opna sýningu í kvöld.

Lífið