Lífið

Dagur hættur við að leikstýra Betlehem

Dagur Kári er ekki lengur með í sjónvarpsþáttaröðinni Betlehem. Jóhann Ævar Grímsson segir ekki vitað hvenær þáttaröðin fari af stað.
Dagur Kári er ekki lengur með í sjónvarpsþáttaröðinni Betlehem. Jóhann Ævar Grímsson segir ekki vitað hvenær þáttaröðin fari af stað.

„Þetta er rétt, Dagur er ekki lengur hluti af þessu verkefni,“ segir Jóhann Ævar Grímsson handritshöfundur. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að Dagur Kári hygðist leikstýra nýrri sjónvarpsþáttaröð undir vinnuheitinu Betlehem.

Jóhann Ævar skrifaði handritið og þetta vakti eðlilega nokkra athygli þar sem Dagur er einn fremsti leikstjóri landsins. En af því verður ekki og segir Jóhann að ekki sé vitað hvort og hvenær farið verði af stað í tökur. „Við sjáum bara til, handritið er allavega tilbúið og þetta getur gerst og getur ekki gerst. Þetta fer allt eftir fjármögnun og tíma,“ segir Jóhann.

Næst á dagskrá hjá Degi Kára er að semja tónlistina við kvikmyndina Brim eftir Árna Ólaf Ásgeirsson en þar fer leikhópurinn Vesturport með aðalhlutverkin. Kvikmyndin er byggð á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar en reiknað er með að myndin verði frumsýnd í haust. Eins og Fréttablaðið greindi frá er Dagur fastur í New York og gerði sér vonir um að komast heim í gær. Hins vegar var öllu flugi frestað og því kemst leikstjórinn ekki heim frá stórborginni.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.