Lífið

Inferno 5 með gjörning á myndlistarsýningu dr. Bjarna

Dr. Bjarni fer nokkuð ótroðnar slóðir í sýningu sinni að þessu sinni þar sem áherslan er lögð á ljósmyndir og landslag.
Dr. Bjarni fer nokkuð ótroðnar slóðir í sýningu sinni að þessu sinni þar sem áherslan er lögð á ljósmyndir og landslag.

Hluti af Inferno 5 hópnum, með Ómar Stefánsson myndlistarmann í broddi fylkingar, efnir til gjörnings á opnun myndlistarsýningar dr. Bjarna Þórarinssonar sjónháttarfræðings á Galleríbar 46 á Hverfisgötu á laugardag.

Dr. Bjarni fer nokkuð ótroðnar slóðir í sýningu sinni að þessu sinni þar sem áherslan er lögð á ljósmyndir og landslag. Raunar er hundurinn Kolli í forgrunni á mörgum myndanna en honum kynntist dr. Bjarni í dvöl sinni austur í sveitum í fyrrasumar.

Sjálfur segir dr. Bjarni að myndir sínar á sýningunni nú séu meir í stíl við njóttuvernd sem hann vill að komi í stað náttúruverndar.

Fjörið hefst um klukkan fjögur á laugardag á Hverfisgötu 46.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.