Lífið

Tekur upp í þrívídd á Mars

Cameron er kominn í samstarf við Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA.
Cameron er kominn í samstarf við Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA.

Leikstjórinn James Cameron lætur sér ekki nægja að vera konungur heimsins því núna vill hann verða konungur alheimsins.

Þrívíddarmynd hans, Avatar, hefur slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru en núna vill hann stíga skrefinu lengra. Næsta verkefni hans verður að taka upp þrívíddarmyndir á plánetunni Mars í samstarfi við Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Cameron mun aðstoða við gerð þrívíddar-myndavélar sem á að setja um borð í fjarstýrðan jeppa sem verður sendur til mars á næsta ári.

NASA ætlaði að senda þrívíddarvél til mars áður en Cameron kom til sögunnar en hætti við það vegna mikils kostnaðar. Leikstjórinn steig þá fram og sannfærði NASA-menn um að senda myndavélina út.

„Fundur okkar gekk mjög vel. Þetta er mjög spennandi leiðangur. Vísindamennirnir ætla að svara því hvort líf hafi einhvern tímann verið á Mars og hvort líf geti þrifist þar í framtíðinni," sagði Cameron.

Myndavélin mun taka upp tíu ramma á hverri sekúndu, þ.e. ef hún verður tilbúin í tæka tíð fyrir ferðalagið. „Ég er sannfærður um að myndefnið sem næst verður stórkostlegt," sagði leikstjórinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.