Lífið

Vísindakirkjan stýrir lífi Tom og Katie

Katie Holmes er undir ströngu eftirliti Vísindakirkjunnar og Tom bannar fóstrum að siða Suri til. Nordicphotos/Getty
Katie Holmes er undir ströngu eftirliti Vísindakirkjunnar og Tom bannar fóstrum að siða Suri til. Nordicphotos/Getty

Amy Scobee, rithöfundur og fyrrum meðlimur Vísindakirkjunnar, sagði nýlega að leikarinn Tom Cruise fylgdist grannt með hverju skrefi eiginkonu sinnar, leikkonunnar Katie Holmes.

„Tom er umkringdur fólki frá Vísindakirkjunni og það fólk stýrir lífi hans og Katie. Þessir aðilar fylgjast með öllu sem Katie gerir og láta svo Tom vita. Þannig kemst hann að því hvort hún er að reykja, borði rétt og daðri við mótleikara sína. Hún er mjög reið yfir þessu því hún hefur misst samband við vini sína og er þess í stað umkringd meðlimum Vísindakirkjunnar," sagði Amy.

Auk þess segir hún dóttur þeirra hjóna fá að leika lausum hala og hlýði engum. „Tom trúir því að Suri sé gömul sál í litlum líkama. Fóstrurnar mega ekki siða hana til því hún á að fá að tjá sig að vild."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.