Lífið Tom Hanks: Leikur sér ennþá með leikföng Leikarinn Tom Hanks, 54 ára, sem ljáir kúrekanum Vidda rödd sína í Toystory kvikmyndunum um leikföngin, segist elska að leika sér með leikföng. Foreldrar Tom skildu þegar hann var fimm ára. Þá flutti hann til föður síns og í kjölfarið ferðuðust feðgarnir meira og minna og voru síflytandi. „Ég hef mög gaman af að leika mér með leikföng og geri það nánast alltaf þegar ég hef tíma. En ég man ekki eftir að hafa gefið öðrum leikföngin mín. Þau hurfu bara flutningunum," segir Tom. Tom á fjögur börn: Colin, 32, og Elizabeth, 28, frá fyrra hónabandi þegar hann var giftur Samönthu Lewes, og Chester, 19, og Truman, 14 ára, á hann með núverandi eiginkonu sinni Ritu Wilson. Lífið 13.7.2010 10:15 Feðgarnir Herbert og Svanur með nýtt lag Feðgarnir Herbert Guðmundsson og Svanur Herbertsson, sem kalla sig Herbertson, hafa sent frá sér lagið Time. Það er fyrsta lagið af væntanlegri plötu þeirra sem er væntanleg með haustinu. Á meðal fleiri sem koma við sögu á plötunni eru Gunnlaugur Briem, Stefán Magnússon, Tryggvi Hübner og Haraldur Þorsteinsson. Í bakröddum eru reynsluboltarnir Magnús og Jóhann. Lífið 13.7.2010 09:30 Kvikmynd um ævintýraför Thors Vilhjálms frumsýnd Thor Vilhjálmsson gekk um 800 kílómetra til Santiago de Compostela á Spáni árið 2005. Ferðin var kvikmynduð og verður myndin, sem er í fimm hlutum, frumsýnd á næstunni. Thor lenti í ýmsu á ferðalaginu og var ráðlagt að vera með göngustaf til að berja frá sér villihunda. Lífið 13.7.2010 09:15 Angelina Jolie sefur ekki út af börnunum Störnuparið Angelina Jolie, 35 ára, og Brad Pitt, 46 ára, sofa lítið enda eiga þau sex börn, Maddox, 8 ára, Pax, 6 ára, Zahara, 5 ára Shiloh, 4 ára og tveggja ára tvíburana Knox og Vivienne. Angelina segist elska að vera mamma og viðurkennir að hún og Brad hafi áhuga á að stækka fölskylduna enn frekar. „Eldsnemma á morgnana erum við svo þreytt og lítum á hvort annað og hugsum með okkur hvort við eigum ekkert að fá að sofa!" sagði Angelina. Angelina elskar fjölskyldulífið og efast ekki um að hjónabandið verði farsælt. Lífið 13.7.2010 09:15 Valli Sport hættur sem umboðsmaður Haffa Haff „Þetta er mjög persónulegt mál fyrir mig því mér þykir mjög vænt um Valla. Við störfum enn saman en við höfðum bara mismunandi hugmyndir um framtíðina," segir tónlistarmaðurinn Haffi Haff. Lífið 13.7.2010 09:00 Fríir tónleikar úti á götu stöðva umferð Lady Gaga stöðvaði alla umferð í New York síðastliðinn föstudag þegar meira en 20.000 aðdáendur söngkonunnar troðfylltu göturnar til að sjá ókeypis tónleika hennar í rigningunni. Lífið 13.7.2010 08:30 Koma fram í kraftgöllum í Noregi „Við vorum að fá staðfestingu frá Norðmönnum um að við erum bókaðir á Insomnia tónlistarhátíðina næsta haust," segir Hrafnkell Flóki Einarsson sem ásamt Guðlaugi Halldóri Einarssyni skipar raftónlistardúóið Captain Fufanu sem spilar í fyrsta sinn á erlendri grundu í haust. Lífið 13.7.2010 08:15 Beinir sviðsljósinu að London „Þetta býður upp á marga möguleika, bæði að túra með hljómsveitum og að vinna í stórum leikhúsum,“ segir Einar Ingi Jóhannesson sem er á leiðinni til London í haust til að læra ljósahönnun fyrir leikhús. Lífið 13.7.2010 08:00 Pamela hræðist bótox Fyrirsætan, leikkonan og athafnakonan Pamela Anderson segist aldrei hafa notað yngingarmeðalið bótox og að henni sé í raun illa við það. Pamela, sem hefur ávallt verið ófeimin við að viðra sínar jákvæðu skoðanir á fegrunaraðgerðum, segist ekki vilja sprauta neinu í andlitið á sér. Þykir þessi ákvörðun Anderson koma ansi spánskt fyrir sjónir þar sem hún hefur látið stækka brjóst sín nokkrum sinnum og hefur meðal annars látið hafa það eftir sér í viðtölum að brjóst hennar hafi átt farsælan starfsferil á meðan hún hafi bara fylgt með. Lífið 13.7.2010 07:45 Jessica Simpson fallin fyrir giftum manni Söngkonan Jessica Simpson hefur undanfarnar vikur sést í félagsskap fyrrum fótboltastjörnunnar Erics Johnson. Parið sást nýverið leiðast á túristaeyjunni Capri á Ítalíu og gera fjölmiðlar mikið veður út af þessu þar sem Johnson er tæknilega séð giftur maður. Lífið 13.7.2010 07:45 Teiknimynd í efsta sætið Teiknimyndin Despicable Me fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Lífið 13.7.2010 07:30 Beverly Hills stjarna aftur á skjáinn Lífið 13.7.2010 06:00 Fergie er reynslunni ríkari Söngkonan Fergie er ekki í peningavandræðum um þessar mundir enda er hljómsveitin hennar The Black Eyed Peas eitt heitasta bandið í heiminum. Líf Fergie hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Í dag er hún þakklát fyrir velgengnina. Fergie, sem ánetjaðist fíkniefnum eftir að hún yfirgaf kvennahljómsveitina Wild Orchid árið 2001 lét hafa eftir sér: „Í þá daga þurfti ég að flytja aftur heim til mömmu og fara á atvinnuleysisbætur af því að ég hafði eytt öllum laununum mínum í eiturlyf. Ég er reynslunni ríkari í dag og kann að meta allt sem tilveran færir mér." Lífið 12.7.2010 15:30 Haffi Haff og Páll Óskar saman - myndband Það telst til tíðinda þegar tveir heitustu poppsöngvarar landsins sameinast. „Vitið þið hvað! Um daginn þá skellti ég mér á þá geðsjúkustu útgáfutónleika sem ég hef séð á Íslandi...." segir Páll Óskar Hjálmtýsson í þessu myndbandi. „Ég er með æðislegar fréttir. Sjóvið verður endurtekið hér á Nasa..." Lífið 12.7.2010 13:04 Vilja bjarga hjónabandinu Leikkonan Kate Winslet og leikstjórinn Sam Mendes ætla að reyna að bjarga hjónabandi sínu með því að fara saman í rómantískt sumarfrí. Þau komust í fréttirnar í mars þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónaband þeirra væri á Lífið 12.7.2010 12:30 Kennir upprennandi DJ-um Plötusnúðurinn Guðni Einarsson, eða DJ Impulze, stendur fyrir sérstökum plötusnúðanámskeiðum þar sem hann kennir upprennandi plötusnúðum á öll helstu tónlistarforritin sem notuð eru í dag. Námskeiðin vinnur hann í samstarfi við Hljóðfærahúsið og Tónabúðina. Lífið 12.7.2010 12:00 Málverk í íslenskum hellum Írski listamaðurinn Philip Gray var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann málaði myndir á hinum ýmsu stöðum. Landmannalaugar, Hekla og Silfra á Þingvöllum voru á meðal viðkomustaða. Lífið 12.7.2010 11:30 Sumir eldast fáránlega vel - myndband „Ja hver hefði trúað því ..." sagði útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson, þegar lag Herberts Guðmundssonar Time var frumflutt á Bylgjunni í morgun. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá Herbert og Ívar. LIVE á Bylgjunni hér (óbirt efni). Lífið 12.7.2010 11:30 Kaflar teknir úr nýrri bók Breski leikarinn Jude Law hefur unnið mál sem hann höfðaði gegn Sadie Frost, fyrrverandi eiginkonu sinni. Law var afar ósáttur við væntanlega bók Frost, Crazy Days. Krafðist hann þess að hún fjarlægði ljósmyndir af börnunum þeirra og tæki út texta sem fjallaði á opinskáan hátt um stormasamt hjónaband þeirra. Samkvæmt kunningja leikarans verða me Lífið 12.7.2010 11:00 Keyrði inn um glugga Söngvarinn George Michael var handtekinn í London um helgina fyrir að keyra bíl sinn inn í ljósmyndabúð. Kappinn var á leið heim frá hátíðarhöldum í tengslum við Gay Parade í London og mun hafa ekið Range Rover-bifreið sinni beint inn um glugga búðarinnar sem er í sömu götu og hann býr. Mun söngvarinn hafa litið taugaveiklaður út þegar hann steig út úr bílnum að sögn vitna á svæðinu. Lífið 12.7.2010 10:30 Svona slakaðu á og njóttu - myndband „Ef þú ert fyrir þetta kröftuga þá tvímælalaust..." sagði Hafsteinn Tómas Sverrisson kaffibarþjónn spurður út í kaffidrykkju snemma morguns. „Expresso er rosalega fínt ef þú kannt að drekka hann." Lífið 12.7.2010 10:15 Hvílir sig á kvikmyndunum Leikkonan Drew Barrymore ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndabransanum og íhuga sinn gang í lífinu. Hún hefur unnið látlaust undanfarin þrjú ár, leikstýrt sinni fyrstu mynd Whip It! og leikið í myndum á borð við Grey Gardens og He"s Just Not that into You. Núna er hún orðin dauðþreytt og vill taka sér hlé til að ná áttum í lífinu og íhuga næstu skref. Lífið 12.7.2010 10:00 Hljóðupptökunám í Orlando „Þetta er mjög nútímalegur skóli og það er frábært að vera þarna,“ segir Benedikt Steinar Benediktsson. Hann stundar nám í hljóðupptökutækni við hinn virta háskóla Full Sail í Orlando í Bandaríkjunum. Benedikt er í BA-námi um þessar mundir og hyggur á meistaranám að því loknu. Lífið 12.7.2010 09:00 Vill ekki breytast Tónlistarmanninum Sting er alveg sama þótt sumum finnist hann falskur og pirrandi vegna þess að fáir vita hver hans raunverulegi persónuleiki er. Sting hefur verið duglegur að koma skoðunum sínum á framfæri í gegnum árin. Hann hefur barist fyrir mannréttindum, gegn eyðingu regnskóganna og reynt að fá maríjúana-eiturlyfið lögleitt. Hann veit að sumt fólk g Lífið 12.7.2010 09:00 Uppgötvuð með ömmu sinni í Húsdýragarðinum „Ég var með rosalega flott hár og fannst þetta mjög gaman. Ég lærði að gera svona sjálf og ætla að sýna Karólínu systur minni þegar ég kem heim. Við fengum að skipta tvisvar sinnum um föt og við frænkurnar áttum skemmtilegan dag,“ segir hin átta ára gamla Elena Dís Ásgeirsdóttir. Lífið 12.7.2010 08:30 Þarf að sigrast á nikótínfíkninni Leikkonan Lindsay Lohan þarf að sigrast á sígarettufíkninni þegar hún verður lokuð inni í kvennafangelsi síðar í mánuðinum. Vinir hennar óttast mjög um hana. Lífið 12.7.2010 06:00 Rennandi blaut - myndband „Ég hef einu sinni farið..." viðurkenndi Heiða Kristín Másdóttir starfsmaður Ylstrandarinnar spurð út í sjósundið sem er vinsælt um þessar mundir þegar við spjölluðum við hana og kollega hennar, Torfa Bryngeirsson fyrr í dag. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið. Nautholsvik.is Lífið 10.7.2010 17:02 Laug að foreldrum að kærastan væri blökkumaður - myndband Við hittum Kristjönu Björk Traustadóttur sem selur skartgripi sem hún bjó til í Kolaportinu í dag og á morgun, sunnudag. „Ég er ekki lærð. Ég er bara sjálflærð. Þetta er úr íslenskri þæfðri ull. Það er undirstaðan," sagði Kristjana spurð út í skartgripina hennar. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið við Kristjönu. PELE skart á Facebook. Lífið 10.7.2010 16:30 Steindi jr í stuði - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Steinda jr og sýslumanninn á Selfossi, Ólaf Helga Kjartansson, skemmta sér í Mosfellsbæ á tónleikum þar sem gömul lög Rolling Stones voru flutt við mikinn fögnuð viðstaddra. Hljómsveitarmeðlimir sem skemmtu gestum voru Bjössi, Bjarni og Krummi og Birgir Ísleifur úr Motion Boys. Af því að sagan segir að sýslumaðurinn hafi neyðist til að fresta komu sinni á ættarmót vegna tónleikanna birtum við umrædda myndasyrpu. Lífið 10.7.2010 10:00 Charlies í partí í Playboy-setrinu „Við vorum að fá staðfestingu á að okkur er boðið í partí á mánudagskvöldið. Það er sko mikið ferli að komast inn í þessi playboypartí og allir verða að senda mynd og umsókn sem síðan er yfirfarin af starfsmönnum Playboy. Það má því kalla þetta ákveðinn heiður fyrir okkur að komast inn,“ segir Alma, söngkona í hljómsveitinni The Charlies, hlæjandi og viðurkennir að þær séu allar spenntar að berja Playboyhöllina augum en að þetta sé um leið mjög skrýtið og frekar fyndið. Lífið 10.7.2010 09:15 « ‹ ›
Tom Hanks: Leikur sér ennþá með leikföng Leikarinn Tom Hanks, 54 ára, sem ljáir kúrekanum Vidda rödd sína í Toystory kvikmyndunum um leikföngin, segist elska að leika sér með leikföng. Foreldrar Tom skildu þegar hann var fimm ára. Þá flutti hann til föður síns og í kjölfarið ferðuðust feðgarnir meira og minna og voru síflytandi. „Ég hef mög gaman af að leika mér með leikföng og geri það nánast alltaf þegar ég hef tíma. En ég man ekki eftir að hafa gefið öðrum leikföngin mín. Þau hurfu bara flutningunum," segir Tom. Tom á fjögur börn: Colin, 32, og Elizabeth, 28, frá fyrra hónabandi þegar hann var giftur Samönthu Lewes, og Chester, 19, og Truman, 14 ára, á hann með núverandi eiginkonu sinni Ritu Wilson. Lífið 13.7.2010 10:15
Feðgarnir Herbert og Svanur með nýtt lag Feðgarnir Herbert Guðmundsson og Svanur Herbertsson, sem kalla sig Herbertson, hafa sent frá sér lagið Time. Það er fyrsta lagið af væntanlegri plötu þeirra sem er væntanleg með haustinu. Á meðal fleiri sem koma við sögu á plötunni eru Gunnlaugur Briem, Stefán Magnússon, Tryggvi Hübner og Haraldur Þorsteinsson. Í bakröddum eru reynsluboltarnir Magnús og Jóhann. Lífið 13.7.2010 09:30
Kvikmynd um ævintýraför Thors Vilhjálms frumsýnd Thor Vilhjálmsson gekk um 800 kílómetra til Santiago de Compostela á Spáni árið 2005. Ferðin var kvikmynduð og verður myndin, sem er í fimm hlutum, frumsýnd á næstunni. Thor lenti í ýmsu á ferðalaginu og var ráðlagt að vera með göngustaf til að berja frá sér villihunda. Lífið 13.7.2010 09:15
Angelina Jolie sefur ekki út af börnunum Störnuparið Angelina Jolie, 35 ára, og Brad Pitt, 46 ára, sofa lítið enda eiga þau sex börn, Maddox, 8 ára, Pax, 6 ára, Zahara, 5 ára Shiloh, 4 ára og tveggja ára tvíburana Knox og Vivienne. Angelina segist elska að vera mamma og viðurkennir að hún og Brad hafi áhuga á að stækka fölskylduna enn frekar. „Eldsnemma á morgnana erum við svo þreytt og lítum á hvort annað og hugsum með okkur hvort við eigum ekkert að fá að sofa!" sagði Angelina. Angelina elskar fjölskyldulífið og efast ekki um að hjónabandið verði farsælt. Lífið 13.7.2010 09:15
Valli Sport hættur sem umboðsmaður Haffa Haff „Þetta er mjög persónulegt mál fyrir mig því mér þykir mjög vænt um Valla. Við störfum enn saman en við höfðum bara mismunandi hugmyndir um framtíðina," segir tónlistarmaðurinn Haffi Haff. Lífið 13.7.2010 09:00
Fríir tónleikar úti á götu stöðva umferð Lady Gaga stöðvaði alla umferð í New York síðastliðinn föstudag þegar meira en 20.000 aðdáendur söngkonunnar troðfylltu göturnar til að sjá ókeypis tónleika hennar í rigningunni. Lífið 13.7.2010 08:30
Koma fram í kraftgöllum í Noregi „Við vorum að fá staðfestingu frá Norðmönnum um að við erum bókaðir á Insomnia tónlistarhátíðina næsta haust," segir Hrafnkell Flóki Einarsson sem ásamt Guðlaugi Halldóri Einarssyni skipar raftónlistardúóið Captain Fufanu sem spilar í fyrsta sinn á erlendri grundu í haust. Lífið 13.7.2010 08:15
Beinir sviðsljósinu að London „Þetta býður upp á marga möguleika, bæði að túra með hljómsveitum og að vinna í stórum leikhúsum,“ segir Einar Ingi Jóhannesson sem er á leiðinni til London í haust til að læra ljósahönnun fyrir leikhús. Lífið 13.7.2010 08:00
Pamela hræðist bótox Fyrirsætan, leikkonan og athafnakonan Pamela Anderson segist aldrei hafa notað yngingarmeðalið bótox og að henni sé í raun illa við það. Pamela, sem hefur ávallt verið ófeimin við að viðra sínar jákvæðu skoðanir á fegrunaraðgerðum, segist ekki vilja sprauta neinu í andlitið á sér. Þykir þessi ákvörðun Anderson koma ansi spánskt fyrir sjónir þar sem hún hefur látið stækka brjóst sín nokkrum sinnum og hefur meðal annars látið hafa það eftir sér í viðtölum að brjóst hennar hafi átt farsælan starfsferil á meðan hún hafi bara fylgt með. Lífið 13.7.2010 07:45
Jessica Simpson fallin fyrir giftum manni Söngkonan Jessica Simpson hefur undanfarnar vikur sést í félagsskap fyrrum fótboltastjörnunnar Erics Johnson. Parið sást nýverið leiðast á túristaeyjunni Capri á Ítalíu og gera fjölmiðlar mikið veður út af þessu þar sem Johnson er tæknilega séð giftur maður. Lífið 13.7.2010 07:45
Teiknimynd í efsta sætið Teiknimyndin Despicable Me fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Lífið 13.7.2010 07:30
Fergie er reynslunni ríkari Söngkonan Fergie er ekki í peningavandræðum um þessar mundir enda er hljómsveitin hennar The Black Eyed Peas eitt heitasta bandið í heiminum. Líf Fergie hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Í dag er hún þakklát fyrir velgengnina. Fergie, sem ánetjaðist fíkniefnum eftir að hún yfirgaf kvennahljómsveitina Wild Orchid árið 2001 lét hafa eftir sér: „Í þá daga þurfti ég að flytja aftur heim til mömmu og fara á atvinnuleysisbætur af því að ég hafði eytt öllum laununum mínum í eiturlyf. Ég er reynslunni ríkari í dag og kann að meta allt sem tilveran færir mér." Lífið 12.7.2010 15:30
Haffi Haff og Páll Óskar saman - myndband Það telst til tíðinda þegar tveir heitustu poppsöngvarar landsins sameinast. „Vitið þið hvað! Um daginn þá skellti ég mér á þá geðsjúkustu útgáfutónleika sem ég hef séð á Íslandi...." segir Páll Óskar Hjálmtýsson í þessu myndbandi. „Ég er með æðislegar fréttir. Sjóvið verður endurtekið hér á Nasa..." Lífið 12.7.2010 13:04
Vilja bjarga hjónabandinu Leikkonan Kate Winslet og leikstjórinn Sam Mendes ætla að reyna að bjarga hjónabandi sínu með því að fara saman í rómantískt sumarfrí. Þau komust í fréttirnar í mars þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónaband þeirra væri á Lífið 12.7.2010 12:30
Kennir upprennandi DJ-um Plötusnúðurinn Guðni Einarsson, eða DJ Impulze, stendur fyrir sérstökum plötusnúðanámskeiðum þar sem hann kennir upprennandi plötusnúðum á öll helstu tónlistarforritin sem notuð eru í dag. Námskeiðin vinnur hann í samstarfi við Hljóðfærahúsið og Tónabúðina. Lífið 12.7.2010 12:00
Málverk í íslenskum hellum Írski listamaðurinn Philip Gray var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann málaði myndir á hinum ýmsu stöðum. Landmannalaugar, Hekla og Silfra á Þingvöllum voru á meðal viðkomustaða. Lífið 12.7.2010 11:30
Sumir eldast fáránlega vel - myndband „Ja hver hefði trúað því ..." sagði útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson, þegar lag Herberts Guðmundssonar Time var frumflutt á Bylgjunni í morgun. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá Herbert og Ívar. LIVE á Bylgjunni hér (óbirt efni). Lífið 12.7.2010 11:30
Kaflar teknir úr nýrri bók Breski leikarinn Jude Law hefur unnið mál sem hann höfðaði gegn Sadie Frost, fyrrverandi eiginkonu sinni. Law var afar ósáttur við væntanlega bók Frost, Crazy Days. Krafðist hann þess að hún fjarlægði ljósmyndir af börnunum þeirra og tæki út texta sem fjallaði á opinskáan hátt um stormasamt hjónaband þeirra. Samkvæmt kunningja leikarans verða me Lífið 12.7.2010 11:00
Keyrði inn um glugga Söngvarinn George Michael var handtekinn í London um helgina fyrir að keyra bíl sinn inn í ljósmyndabúð. Kappinn var á leið heim frá hátíðarhöldum í tengslum við Gay Parade í London og mun hafa ekið Range Rover-bifreið sinni beint inn um glugga búðarinnar sem er í sömu götu og hann býr. Mun söngvarinn hafa litið taugaveiklaður út þegar hann steig út úr bílnum að sögn vitna á svæðinu. Lífið 12.7.2010 10:30
Svona slakaðu á og njóttu - myndband „Ef þú ert fyrir þetta kröftuga þá tvímælalaust..." sagði Hafsteinn Tómas Sverrisson kaffibarþjónn spurður út í kaffidrykkju snemma morguns. „Expresso er rosalega fínt ef þú kannt að drekka hann." Lífið 12.7.2010 10:15
Hvílir sig á kvikmyndunum Leikkonan Drew Barrymore ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndabransanum og íhuga sinn gang í lífinu. Hún hefur unnið látlaust undanfarin þrjú ár, leikstýrt sinni fyrstu mynd Whip It! og leikið í myndum á borð við Grey Gardens og He"s Just Not that into You. Núna er hún orðin dauðþreytt og vill taka sér hlé til að ná áttum í lífinu og íhuga næstu skref. Lífið 12.7.2010 10:00
Hljóðupptökunám í Orlando „Þetta er mjög nútímalegur skóli og það er frábært að vera þarna,“ segir Benedikt Steinar Benediktsson. Hann stundar nám í hljóðupptökutækni við hinn virta háskóla Full Sail í Orlando í Bandaríkjunum. Benedikt er í BA-námi um þessar mundir og hyggur á meistaranám að því loknu. Lífið 12.7.2010 09:00
Vill ekki breytast Tónlistarmanninum Sting er alveg sama þótt sumum finnist hann falskur og pirrandi vegna þess að fáir vita hver hans raunverulegi persónuleiki er. Sting hefur verið duglegur að koma skoðunum sínum á framfæri í gegnum árin. Hann hefur barist fyrir mannréttindum, gegn eyðingu regnskóganna og reynt að fá maríjúana-eiturlyfið lögleitt. Hann veit að sumt fólk g Lífið 12.7.2010 09:00
Uppgötvuð með ömmu sinni í Húsdýragarðinum „Ég var með rosalega flott hár og fannst þetta mjög gaman. Ég lærði að gera svona sjálf og ætla að sýna Karólínu systur minni þegar ég kem heim. Við fengum að skipta tvisvar sinnum um föt og við frænkurnar áttum skemmtilegan dag,“ segir hin átta ára gamla Elena Dís Ásgeirsdóttir. Lífið 12.7.2010 08:30
Þarf að sigrast á nikótínfíkninni Leikkonan Lindsay Lohan þarf að sigrast á sígarettufíkninni þegar hún verður lokuð inni í kvennafangelsi síðar í mánuðinum. Vinir hennar óttast mjög um hana. Lífið 12.7.2010 06:00
Rennandi blaut - myndband „Ég hef einu sinni farið..." viðurkenndi Heiða Kristín Másdóttir starfsmaður Ylstrandarinnar spurð út í sjósundið sem er vinsælt um þessar mundir þegar við spjölluðum við hana og kollega hennar, Torfa Bryngeirsson fyrr í dag. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið. Nautholsvik.is Lífið 10.7.2010 17:02
Laug að foreldrum að kærastan væri blökkumaður - myndband Við hittum Kristjönu Björk Traustadóttur sem selur skartgripi sem hún bjó til í Kolaportinu í dag og á morgun, sunnudag. „Ég er ekki lærð. Ég er bara sjálflærð. Þetta er úr íslenskri þæfðri ull. Það er undirstaðan," sagði Kristjana spurð út í skartgripina hennar. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið við Kristjönu. PELE skart á Facebook. Lífið 10.7.2010 16:30
Steindi jr í stuði - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Steinda jr og sýslumanninn á Selfossi, Ólaf Helga Kjartansson, skemmta sér í Mosfellsbæ á tónleikum þar sem gömul lög Rolling Stones voru flutt við mikinn fögnuð viðstaddra. Hljómsveitarmeðlimir sem skemmtu gestum voru Bjössi, Bjarni og Krummi og Birgir Ísleifur úr Motion Boys. Af því að sagan segir að sýslumaðurinn hafi neyðist til að fresta komu sinni á ættarmót vegna tónleikanna birtum við umrædda myndasyrpu. Lífið 10.7.2010 10:00
Charlies í partí í Playboy-setrinu „Við vorum að fá staðfestingu á að okkur er boðið í partí á mánudagskvöldið. Það er sko mikið ferli að komast inn í þessi playboypartí og allir verða að senda mynd og umsókn sem síðan er yfirfarin af starfsmönnum Playboy. Það má því kalla þetta ákveðinn heiður fyrir okkur að komast inn,“ segir Alma, söngkona í hljómsveitinni The Charlies, hlæjandi og viðurkennir að þær séu allar spenntar að berja Playboyhöllina augum en að þetta sé um leið mjög skrýtið og frekar fyndið. Lífið 10.7.2010 09:15