Lífið

Vorgleði í klæðaburði Eurovisionfaranna

„Við erum byrjuð að leggja drög að klæðaburði sönghópsins i Düsseldorf og það verður ekkert svart að þessu sinni. Bara litir og gleði,“ segir prjóna- og fatahönnuðurinn Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir en hún hefur yfirumsjón með klæðaburði Eurovision-faranna í Vinum Sjonna. Undirbúningur fyrir för hópsins til Þýskalands er á fullu þessa dagana.

Lífið

Frítt blað frá Radiohead

Enska hljómsveitin Radiohead ætlar að gefa út ókeypis blað, The Universal Sigh, um allan heim síðar í þessum mánuði. Tilefnið er útgáfa plötunnar The King of Limbs á geisladiski og á vínyl 28. mars. Á vefsíðunni Theuniversalsigh.com er listi yfir löndin þar sem blaðið kemur út og er Ísland þar á meðal. 9. maí kemur síðan út sérstök útgáfa af nýju plötunni í blaðaformi. Blaðið sem kemur út 28. mars fylgir ekki með þeirri útgáfu. The King of Limbs, sem er áttunda hljóðversplata Radiohead, kom út stafrænt í febrúar.

Lífið

Brown missir talsmann sinn

Chris Brown er í vondum málum eftir að hafa misst stjórn á sér eftir viðtal við morgunsjónvarpið Good Morning America. Fjölmiðlafulltrúi hans hefur ákveðið að segja skilið við hann eftir nokkurra ára samstarf, samkvæmt slúðurdálki New York Daily Post. Brown hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkomu sína í viðtalinu en þáttastjórnendur spurðu hann út í árás hans á þáverandi unnustu sína, Rihönnu, árið 2009.

Lífið

Beach House á Airwaves

Bandarísku draumpoppararnir í Beach House spila á Airwaves-hátíðinni í haust. Platan þeirra Teen Dream var af mörgum talin ein besta plata síðasta árs. Enska stuðsveitin Totally Enormous Extinct Dinosaurs mætir einnig á hátíðina ásamt norsku pönkrokkurunum í Honningbarna og Matthew Hemerlein frá Washington DC. Popparinn Friðrik Dór, Kira Kira, Retro Stefson og Valdimar hafa einnig bæst í hópinn. Forvitnilegt verður að sjá Friðrik Dór, sem hefur náð miklum vinsældum fyrir íslenska R&B-tónlist sína, spreyta sig á Airwaves-hátíðinni.

Lífið

Arnold fer í sjónvarpið

Fyrsta hlutverk Arnolds Schwarzenegger eftir að hann hætti sem ríkisstjóri Kaliforníu verður í nýjum sjónvarpsþáttum. Mikil leynd hvílir yfir þáttunum og hefur þeim eingöngu verið lýst sem alþjóðlegum. Þeir verða kynntir til sögunnar á blaðamannafundi í Cannes 4. apríl.

Lífið

Drekktu betur í 400. sinn

Spurningakeppnin Drekktu betur verður haldin í 400. sinn á Gallery Bar 46 á Hverfisgötu í kvöld. Mjög vegleg verðlaun verða fyrir fyrstu þrjú sætin. Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson verður spyrill kvöldsins og stendur keppnin yfir milli klukkan 18 og 21. Drekktu betur var áður haldin á skemmtistaðnum Grand Rokki en flutti sig yfir á Bar 46 á síðasta ári þegar Grand Rokk lagði upp laupana. Á meðal þekktra spyrla í keppninni undanfarin misseri eru fréttamaðurinn Sveinn Guðmarsson og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon.

Lífið

Bæ bæ bumba - halló sléttur magi

Við höldum áfram að fylgjast með Sif Sturludóttur, 30 ára, sem eignaðist sitt þriðja barn fyrir 5 mánuðum, losa sig við aukakílóin með hjálp Shape.is sem Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari og Rúnar Gíslason kokkur reka í þeim tilgangi að hjálpa Íslendingum að léttast og líða betur. Sif byrjaði síðasta miðvikudag að borða næringarríkan mat sem er sérútbúinn af Shape-snillingunum í fjórar vikur og leyfa Vísi að fylgjast grannt með sér létta sig um fimm kíló með vellíðan að leiðarljósi sem er að borða rétt og hreyfa sig í a.m.k. 30 mínútur á dag. Sif segir í meðfylgjandi myndskeiði hvernig henni gengur í átakinu, þá sjáum við fæðuna sem hún borðar og að lokum sýnir einkaþjálfarinn Gunnar Már magaæfingar sem svínvirka.

Lífið

Friðrik á forsíðu Berlingske

"Þetta er auðvitað mjög skemmtilegt enda Berlingske stórt blað,“ segir athafnamaðurinn Friðrik Weisshappel, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann er á forsíðu danska stórblaðsins Berlingske Tidende og prýðir risastóru opnu í aukablaði þess, AOK, en það er einnig stærsta netsvæði Danmerkur. Fyrirsögnin gæti ekki verið jákvæðari í garð Friðriks; "íslenskt kaffihús slær í gegn, Kaupmannahafnabúar elska Laundromat Café þar sem brosmildi og börn eru velkomin.“ Inní blaðinu er síðan flennistór grein þar sem haft er eftir Friðrik að maður megi aldrei slátra sjarmanum.

Lífið

Frumflytja tónverk

Hljómsveitirnar Reykjavík! og Lazyblood frumflytja tónverkið The Tickling Death Machine á tónlistarhátíðinni Reykjavík Music Mess sem verður haldin á Nasa og í Norræna húsinu um miðjan apríl. Tónverkið, sem að hluta til er dansverk og inniheldur mikið af leikrænum tilþrifum, var samið af meðlimum hljómsveitanna sérstaklega fyrir listahátíðina Kunsten festival des arts í Brussel sem verður haldin í maí.

Lífið

Taktu sunnudaginn frá og sjáðu Gillz, Steinda Jr og Siggu Kling

"Nokkrar konur í Mosfellbæ tóku sig til og ákváðu að standa fyrir kvennatöltmóti sem þær kalla LÍFStöltið en allt fé sem safnast með skráningargjöldum, aðgangseyri, veitingasölu og sölu á happdrættismiðum rennur til LÍFS sem er styrktarfélag kvennadeildar LSH," segir Helen Kristinsdóttir ein af skipuleggjendum mótsins sem haldið verður á sunnudaginn 27.mars. "Um 100 konur hafa nú þegar skráð sig og hafa fyrirtæki og einstaklingar keypt vinningssætin svo að þær sem vinna fimm efstu sætin í hverjum flokki fá ekki verðlaun heldur rennur peningurinn beint til LÍFS." "Kvenskörungurinn Sigga Kling opnar mótið klukkan 10:00 með uppbyggilegum orðum og hreinsar af okkur vetrardrungann og leiðir síðan Skrautreið til heiðurs konum. Klukkan 13:00 mæta þeir Gillz, Sveppi, Villi og Steindi Jr en þeir ætla að keppa í svokallaðri brjóstamjólkurreið sem fer þannig fram að þeir þurfa að hanga á baki á hestunum þrjá hringi og halda stórri bjórkönnu fullri af mjólk alla leið, sá sem er með mestu mjólkina vinnur," segir Helena og hvetur alla til að mæta og styrkja gott málefni. Lífstölt á Facebook.

Lífið

Björgvin Franz leystur út með spegli

„Þetta var mjög súrsæt tilfinning og það er alveg rosalega erfitt að hætta enda er þetta skemmtilegasta djobb í heimi, það er ekkert sem toppar þetta,“ segir Björgvin Franz Gíslason.

Lífið

Balti kominn heim frá Contraband

"Það er annað hvort Hofsós eða Hollywood, það er ekkert þar á milli,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur. Hann er kominn heim í norðlensku sveitasæluna frá stórborginni New Orleans því tökum á Hollywood-kvikmyndinni Contraband er formlega lokið en nú hefst klipping kvikmyndarinnar og svo eftirvinnsla í London í vor. Baltasar tryggði sér nýlega þjónustu tónskáldsins Clintons Shorter sem mun semja tónlistina við myndina en hann átti heiðurinn að tónlistinni í sci-fi myndinni District 9.

Lífið

Sængað hjá vinum og ofurpilla

Fjórar myndir verða frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. Sérstaklega verður að minnast á bresku gamanmyndina Four Lions sem fengið hefur afbragðsgóða dóma en hún er frumsýnd í Bíó Paradís. Myndin segir frá hópi lánlausra hryðjuverkamanna sem undirbúa árás í ensku borginni Sheffield. Leikstjórinn Chris Morris vann til Bafta-verðlauna fyrir þessa frumraun sína og myndin var ein af tíu bestu myndum ársins að mati Time Magazine.

Lífið

Sviðsljósið eyðilagði hjónabandið

Breska glamúrgellan Katie Price sér ekki eftir hjónabandi sínu með popparanum Peter Andre. Hún hefði engu að síður viljað að sviðsljósið hefði ekki beinst eins mikið að þeim og raun bar vitni.

Lífið

Tölvuleikur í frítímanum

Leikarinn Robert Pattinson, sem sló í gegn í Twilight-myndunum, segist ekki lifa spennandi lífi í frítíma sínum. „Ég reyni að horfa á kvikmyndir en ég held athyglinni svo stutt að ég horfi bara í tuttugu mínútur og fer þá að spila leik á iPhone-símanum mínum sem heitir Fall Down,“ segir Pattinson. „Það fáránlega er að ég get setið og spilað hann í sextán klukkustundir án þess að reyna nokkru sinni á heilann í mér.“ Þegar Pattinson er ekki að spila tölvuleik er hann að kynna myndina Water for Elephants þar sem hann leikur á móti Reese Witherspoon.

Lífið

Ný Kleópatra í bígerð í Hollywood

David Fincher er sagður vera í bílstjórasætinu til að hreppa eitt eftirsóknarverðasta hnoss Hollywood um þessar mundir; að fá að leikstýra nýrri útgáfu af Kleópötru. Það er framleiðsludeild Sony sem hefur verkefnið á sínum snærum en James Cameron (hver annar?) var fyrsti valkostur. Hann kaus hins vegar að einbeita sér enn frekar að Avatar-mynd númer tvö og þá kom Paul Greengrass til skjalanna. Hann þótti nokkuð líklegur en gaf verkefnið frá sér fyrir kvikmyndina Memphis, mynd um morðið á Martin Luther King.

Lífið

Sighvatur kaupir mótorhjól og ætlar að keyra til Nepal

Sighvatur Bjarnason heldur áfram ferð sinni umhverfis jörðina á 80 dögum til styrktar Umhyggju. Sighvatur finnur sér vélhjól í Delhí og keyrir yfir til Katmandu í Nepal. Hann lendir í vandræðum með að komast út úr Delhí en þar kemur snjallsíminn hans til bjargar. Sighvatur er einnig hæstánægður með nýja hjólið enda sannkallaður kostagripur á spottprís.

Lífið

Robocop og Terminator í Bíó Paradís

„Þetta eru myndir sem rosalega margir hafa séð í sjónvarpi en ekki í kvikmyndahúsi,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, formaður Sci-Fi klúbbsins Zardoz í Bíó Paradís.

Lífið

Setur sig í spor fíkils og fegurðardrottningar

Orgíur, fíkniefni og blákaldur veruleiki íslenska undirheimsins eru helstu viðfangsefni kvikmyndarinnar Svartur á leik sem fer í tökur í næsta mánuði í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. María Birta Bjarnadóttir fer með stærsta kvenhlutverk myndarinnar og býr sig undir krefjandi tökuferli.

Lífið

Apatow gæti bjargað Megan Fox

Grínleikstjórinn Judd Apatow kann þá list að kitla hláturtaugar hins vestræna heims með kvikmyndum á borð við The 40 Year Old Virgin og Knocked Up. Og nú er leikstjórinn byrjaður á nýrri mynd. Ekkert hefur verið gefið út hver söguþráðurinn er en vefmiðlar hafa gert að því skóna að gifta parið úr Knocked Up, þau Paul Rudd og Leslie Mann, verði í aðalhlutverkum að þessu sinni. Apatow hefur haldið mikilli tryggð við sína leikara en samkvæmt Empire Online gæti hann leitað út fyrir þann hóp því sögusagnir eru á kreiki um að Megan Fox kunni að fá hlutverk í myndinni.

Lífið

Beauties of Ice setja stefnuna á Skagann

Glamúrgellurnar Hildur Líf og Linda Ýr sem hristu aldeilis upp í þjóðinni með VIP partýinu fræga sem þær héldu á Replay Grensásvegi á dögunum sem að þeirra sögn var í rauninni í gríni gert og til skemmtunar. Stúlkurnar sem kalla sig "Beauties of Ice" eru á leiðinni ásamt fleira fólki upp á Skaga næstu helgi.

Lífið

Opnar kaffihús á besta stað í Kaupmannahöfn

„Staðurinn er svona góð blanda af kósí kaffihúsi og menningarlegum vínbar,“ segir Dóra Dúna Sighvatsdóttir en hún opnaði á dögunum kaffihúsið The Log Lady á besta stað í miðbæ Kaupmannahafnar, nánar tiltekið við á Studiestræde, hliðargötu af verslunargötunni frægu, Strikinu.

Lífið

Kvikmyndastjarna kveður

Merkilegum kafla í stjörnusögu Hollywood lauk í gær þegar tilkynnt var að Elizabeth Taylor væri látin. Taylor er ein helsta og umdeildasta kvikmyndastjarna draumaborgarinnar, fyrr og síðar.

Lífið

Boxhanskar boðnir upp

Boxhanskar sem Sylvester Stallone notaði í Rocky-myndunum og sloppurinn sem Jeff Bridges klæddist í hlutverki sínu sem The Dude í gamanmyndinni The Big Lebowski eru á meðal safngripa sem verða seldir á uppboði í Los Angeles í maí.

Lífið

ASA fagnar útgáfu

Hljómsveitin ASA Tríó heldur útgáfutónleika í Slippsalnum í kvöld vegna plötunnar ASA Trio Plays the Music of Thelonious Monk sem er nýkominn út. Þar er að finna tónlist eftir bandaríska píanistann og tónskáldið Thelonious Monk sem lést árið 1982. Þetta er fyrsta plata tríósins, sem samanstendur af þeim Andrési Þór Gunnlaugssyni á gítar, Scott McLemore á trommur og Agnari Má Magnússyni á hammond orgel.

Lífið

Týndri plötu lekið á netið

Plötu Davids Bowie, Toy, sem útgáfufyrirtæki hans hætti við að gefa út árið 2002, hefur verið lekið á netið. Á plötunni eru nýjar útgáfur af mörgum af hans eldri lögum, þar á meðal In the Heat of the Morning og Liza Jane, fyrsta smáskífulaginu hans. Platan kom aldrei út á vegum Virgin, meðal annars vegna höfundarréttarmála. Eftir að Bowie stofnaði eigið útgáfufyrirtæki, ISO, hafa fimm lög af plötunni verið gefin út. Bowie hefur ekki gefið út nýja plötu í átta ár. Lítið hefur spurst af honum síðan hann gekkst undir hjartaaðgerð árið 2004.

Lífið

Haugadrukkin í ástarsorg

Twilight stjarnan, leikkonan Ashley Greene, 24 ára, var mynduð haugadrukkin þegar hún staulaðist ásamt vinum í bíl sem beið hennar fyrir utan næturklúbbinn Trousdale í Hollwood í gærkvöldi. Ástæðan fyrir ástandinu á leikkonunni er að söngvarinn Joe Jonas, 21 árs, hætti nýverið með henni. Parið byrjaði að hittast í fyrra sumar en um var að ræða sameiginlega ákvörðun þeirra að slíta sambandinu ef marka má yfirlýsinguna sem þau sendu frá sér.

Lífið

Apparat tvisvar á Sódómu

„Við spiluðum oft á stöðum eins gamla Grand rokki þar sem var troðið af fólki og hávaði og stemning,“ segir Úlfur Eldjárn úr hljómsveitinni Apparat Organ Quartet.

Lífið