Lífið

Opnun í Ásmundarsafni

Frábært veður og stemning var í Ásmundarsafni við Sigtún þegar þar var opnuð sýningin Inn í kviku sem sýnir mörg af dramtískustu og erótískustu verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar...

Menning

Ættleiddur sonur Theron

Leikkonan Charlize Theron, 36 ára, heldur á syni sínum Jackson á LAX flugvellinum í Los Angeles á mánudaginn. Hún ættleiddi drenginn sem er algjört krútt eins og sjá má í myndasafni...

Lífið

Eurovision hópurinn heldur til Aserbaídsjan

"Við förum út næsta laugardag og fyrsta æfing er strax á sunnudaginn,“ segir Eurovision farinn Greta Salóme Stefánsdóttir sem undirbýr sig nú undir ferðina stóru til Baku með restinni af Eurovision hópnum.

Lífið

Sigur Rós fetar í fótspor Bjarkar

Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001.

Tónlist

Eva Longoria spilar golf

Leikkonan Eva Longoria, 37 ára, sveiflaði golfkylfinnu í gær í Lakeside Golf klúbbnum í Toluca Lake eins og sjá má í myndasafni....

Lífið

Skarsgård ekki á föstu

Alexander Skarsgåard var nýverið orðaður við leikkonuna Charlize Theron en sjálfur segist hann vera laus og liðugur.

Lífið

Glæsileg Chelsea Clinton

Dóttir Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna, Chelsea Clinton, 32 ára, var klædd í eldrauðan síðkjól með hárið uppsett þegar hún mætti á rauða dregilinn ásamt eiginmanni sínum Marc Mezvinsky. Eins og sjá má var Chelsea stórglæsileg. Þá má einnig sjá fleiri myndir af henni í myndasafni.

Lífið

Fersk og óvænt plata

Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu. Hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum.

Gagnrýni

Hljómskálanum troðið í Hörpu

„Þetta leggst mjög vel í mig. Eina vandamálið er hvernig við eigum að troða Hljómskálanum inn í Hörpuna. Það er verkfræðilegt úrlausnarmál en við hugsum í lausnum,“ segir Bragi Valdimar Skúlason.

Lífið

Stjörnustílistinn Rachel Zoe í SoHo

Stjörnustílistinn Rachel Zoe og eiginmaður hennar Rodger Berman voru á ferðinni í New York um helgina með rúmlega eins árs gamlan son sinn, Skyler Berman. Hjónin sáust meðan annars í verslunarleiðangri í SoHo hverfinu. Eins og við er að búast af stílistamömmunni var sonurinn fallega klæddur frá toppi til táar.

Tíska og hönnun

Engir stjörnustælar

Leikkonan Nicole Kidman heldur á dóttur sinni, Faith, á stórglæsilegri forsíðu ástralska tímaritsins Harper’s Bazaar klædd í svartan Gucci kjól. Eldri dóttir leikkonunnar, Sunday Rose, var einnig á staðnum þegar myndatakan fór fram...

Lífið

Pokabuxur koma sterkar inn í sumar

Leikkonan Jessica Alba var mynduð á LAX flugvellinum í Los Angeles í Kaliforníu á laugardaginn ein síns liðs. Eins og sjá má var Jessica klædd í svartar víðar buxur, sem sumir kalla pokabuxur og rauðan jakka merktan stjörnum...

Lífið

Jennifer Garner og stúlkurnar

Leikkonan Jennifer Garner, 40 ára, var mynduð ásamt dætrum sínum Violet, 6 ára, og Seraphinu, 3 ára, þar sem hún fylgdi þeim í danstíma í Santa Monica í Kaliforníu á laugardaginn var...

Lífið

Leitar að goðsagnakenndu spendýri með hljóðvísindum

"Fólk hefur þóst sjá þessi dýr í gegnum tíðina, og það er eiginlega orðið goðsagnakennt,“ segir franski listamaðurinn Etienne de France, sem er búsettur hér á landi en hann gerði heimildarmynd um heldur sérlundaða vísindamenn, sem leita að hinni dularfullu Steller-sækú.

Menning

Hrafnhildur og Bubbi eignast stúlku

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og eiginkona hans Hrafnhildur Hafsteinsdóttir verkefnastjóri MBA í Háskólanum í Reykjavík eignuðust stúlku í nótt. "Óendanlega þakklátur falleg heilbrigð stelpa komin í fangið á okkur hjónum fæddist 12.59 07.05.2012,"skrifar Bubbi Morthens á Facebooksíðuna sína í dag. Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, sagði frá því að Hrafnhildur væri barnshafandi í byrjun árs. Saman eiga þau dótturin Dögun París. Lífið óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingu með prinsessuna.

Lífið