Lífið

Selur 10.000 plötur heima hjá sér

"Ég er að reyna að grisja safnið eins og ég get svo ég geti haldið áfram og safnað af meiri fókus. Það kom tímabil þar sem ég ætlaði að kaupa allar plötur heimsins en það er víst óþarfi,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarmógúll, sem verður með yfir 10.000 titla úr tónlistarsafni sínu á garðsölu um komandi helgi.

Tónlist

Smekklegur Timberlake

Jessica Biel segir unnusta sinn, söngvarann Justin Timberlake, vera þann sem ákveður klæðnað hennar áður en hún fer úr húsi.

Lífið

Bumbubúi?

Kærustuparið myndarlega Blake Lively og Ryan Reynolds héldu upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna síðastliðinn miðvikudag, ásamt öðrum löndum sínum. Myndir af parinu hafa vakið mikla athygli í slúðurheimum og virðast þau vera ástfangnari en nokkru sinni fyrr.

Lífið

Gamla gufan poppuð upp

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson og rithöfundurinn Ragnar Jónasson munu lífga upp á Gufuna í sumar með hressu viðtalsþáttunum Að apa og skapa en þar ætla félagarnir að ræða við efnilega og skapandi listamenn.

Lífið

Frí knús og glæsipíur á Hróarskeldu

Hróarskelduhátíðin fór fram í Danmörku um helgina og eins og venjulega voru allir í stuði. Björk Guðmundsdóttir rak smiðshöggið á hátíðina á sunnudagskvöld og gestir hátíðarinnar skemmtu sér konunglega, ef marka má myndirnar.

Lífið

Mamma hvetur Björn til að hætta við maraþonið

„Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig,“ segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi.

Lífið

Syngur við tölvugerða tónlist

"Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf,“ segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart.

Tónlist

Viðbót í klanið

Kardashian systurnar hafa nú fengið ferskan liðsauka í klanið sitt. Elsta systirin Kourtney Kardashian og kærastinn hennar Scott Disick eignuðust nefnilega stúlkubarn síðastliðinn sunnudag. Stúlkan hlaut nafnið Penelope Scotland Disick og ef marka má bloggfærslu nýbakaðrar frænku hennar, Kim Kardashian, gekk allt eins og í sögu. Fyrir á parið soninn Mason Dash Disick sem fæddist í desember 2009.

Lífið

Þórunn Antonía óvart vinsæl á Spáni

"Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn.

Tónlist

Tólf tíma tónleikamaraþon á KEX

"Þetta er til stuðnings útvarpsstöðinni KEXP í Seattle,“ segir Baldvin Esra Einarsson, viðburðastjóri Kex Hostels, sem skipuleggur tólf tíma útitónleika á gistiheimilinu KEX laugardaginn 14. júlí fyrir fyrrnefnda útvarpsstöð en hún reiðir sig á framlög hlustenda í rekstri sínum.

Tónlist

Sumarsmellur frá Þorvaldi

"Ég er svona skúffuskáld og lít fyrst og fremst á tónlistina sem skemmtilegt áhugamál,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem nýverið gaf út lagið Án minna vængja.

Tónlist

Hringir í Kravitz

Söngkonan Vanessa Paradis hefur leitað huggunar hjá fyrrum kærasta sínum, bandaríska söngvaranum Lenny Kravitz, eftir skilnað hennar og Johnny Depp. Paradis og Kravitz áttu í stuttu sambandi árið 1992, þegar þau unnu saman að gerð fyrstu plötunnar sem hún söng á ensku, og hafa haldið sambandi allar götur síðan. ?Áður en Vanessa hitti Johnny var Lenny stóra ástin í lífi hennar. Þó ástarsambandið hafi ekki varað lengi gerði vináttan það og því leitaði hún til Lennys eftir skilnaðinn. Hún vissi að Lenny væri til staðar fyrir hana á þessum erfiðu tímum,? hafði tímaritið The Enquirer eftir heimildarmanni.

Lífið

Gerði myndband við dónalag Bam Margera

"Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum.

Tónlist

Fékk frelsi við hönnun E-label

Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hannar nýja línu fyrir tískumerkið E-label. Línan er væntanleg í haust og samkvæmt hönnuðinum sjálfum er hún ætluð konum sem vilja áberandi og öðruvísi föt. ?Forstöðumenn fyrirtækisins voru mjög hrifin af línunni sem ég sýndi á Reykjavík Fashion Festival í vetur og því var ég fengin til að hanna fyrir merkið. Línan sem ég gerði fyrir E-label er í raun

Tíska og hönnun

Erfiðleikar í sambandi

Justin Bieber og Selena Gomez eru að ganga í gegnum sambandsörðugleika ef marka má frétt Gossipcop.com. Parið hefur verið saman í á annað ár.

Lífið

Safnadagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Íslenski safnadagurinn er í dag en þá vekja söfn um allt land athygli á starfsemi sinni. Dagskrá safnanna í dag er fjölbreytt og beri vitni um fjölbreytileika íslenskrar safnaflóru.

Menning

Kvikmyndadómur um Starbuck: Faðir vor

David Wozniak er sannkallaður samfélagsdragbítur. Hann stendur sig illa í vinnunni, ólétt kærastan er að gefast upp á honum og handrukkarar sitja um hann. Sem ungur maður vandi hann komur sínar í sæðisbanka og nú, um það bil 20 árum síðar, fær hann þær fregnir að hann sé faðir 533 barna. Ástæða þess að honum berast fregnirnar er sú að 142 barnanna hafa stefnt sæðisbankanum og krefjast þess að nafnleynd blóðföðurins verði aflétt.

Lífið

Fyllir í skarð Ingó Veðurguðs

"Uppáhaldslagið er Bahama,“ segir Vestfirðingurinn Benedikt Sigurðsson en hann fékk Veðurguðina til að spila með sér á lokaballi Markaðsdaga í Bolungarvík, sem fer fram í kvöld. Hann mun því syngja prógramm sveitarinnar í stað Ingólfs Þórarinssonar, eða Ingó Veðurguðs.

Tónlist

Vel heppnuð tískuvika

Tískusýning hönnuðarins Sruli Recht var í fyrsta sinn liður af opinberri dagskrá herratískuvikunnar í París á dögunum. Sruli sýndi á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens.

Tíska og hönnun

Þriggja ára með stórafmæli

"Við spurðum hann bara hvað hann vildi gera í tilefni dagsins og þetta var það sem hann óskaði eftir. Við erum ekki með góðan garð heima hjá okkur og datt því í hug að hægt væri að nýta þetta fallega og skjólsæla svæði undir afmælisveisluna. Hann valdi svo sjálfur tónlistaratriðin,“ útskýrir Tanya Pollock, móðir hins þriggja ára gamla Francis Mosa sem heldur upp á afmæli sitt í Hjartagarðinum í dag. Foreldrar drengsins skipulögðu í samráði við hann svokallað "block party“ og munu sjö tónlistarmenn stíga á stokk í tilefni dagsins.

Menning

Miley heillar mág sinn

Luke Hemsworth, bróðir leikaranna Chris og Liams Hemsworth, segir fjölskylduna afar ánægða með kærustu þess síðarnefnda, Miley Cyrus. „Hún er yndisleg og börnin okkar dá hana. Hún heillaði okkur öll og mér finnst hún bæði áhugaverð og málefnaleg. Hún og Liam eru mjög lík og ég held að margir átti sig ekki á því að þau eru afskaplega ástfangin og þau eru góð saman," sagði Luke Hemsworth sem er leikari líkt og bræður hans og lék lengi í Nágrönnum.

Lífið

Hvað veldur vinsældum erótískrar ástarsögu?

Önnur hver húsfrú í Bandaríkjunum er með erótísku ástarsöguna 50 shades of grey á náttborðinu hjá sér um þessar mundir. Sif Jóhannsdóttir hjá Forlaginu efast ekki um að bókin muni slá í gegn meðal íslenskra kvenna þegar hún kemur út í september á þessu ári.

Menning

Þungarokk í þorpum

"Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á,“ segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi.

Tónlist

Ferðamönnum boðið að gista á jökli í fyrsta skipti

"Þetta er í fyrsta sinn sem ferðamönnum gefst kostur á að eyða nótt uppi á íslenskum jökli," segir Pétur Haukur Loftsson, starfsmaður hjá Pure Adventures, en fyrirtækið skipuleggur ferðir upp á Langjökul í samstarfi við Add Ice. Fyrsta ferðin var farin á mánudag og var þá ekið á átta dekkja trukki upp á Langjökul frá skálanum Jaka, komið við í tjaldbúðum í um 1.200 metra hæð og því næst farið alla leið upp á topp jökulsins. Þaðan gátu ferðamennirnir notið útsýnis til allra átta áður en farið var aftur í búðirnar þar sem fólk fékk mat, drykk og gistingu í sérútbúnum jökultjöldum. Að sögn Péturs Hauks tekur ferðafólkið fullan þátt í þeim verkum sem þarf að inna af hendi í tjaldbúðunum og aðstoða þannig við eldamennsku og vatnssöfnun.

Lífið

Harvey Weinstein gestgjafi hjá Evu Maríu

"Það var yndislegt af Harvey að vera gestgjafi opnunarinnar en hann hefur stutt okkur mikið í þessu verkefni,“ segir Eva María Daníels, kvikmyndaframleiðandi og stofnandi netgallerísins Gallery for the People, sem var með opnun á dögunum í Los Angeles. Eva María og félagi hennar, Ally Canosa, stofnuðu galleríið fyrr á þessu ári og er það einungis á netinu. Fjórum sinnum á ári er galleríið hins vegar með sýningar þar sem væntanlegum kaupendum gefst tækifæri til að skoða verkin með eigin augum. Síðasta sýning var haldin í Los Angeles í síðustu viku en þær voru svo heppnar að einn stærsti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, Harvey Weinstein, var gestgjafi opnunarinnar. Hann hefur reynst Evu Maríu og Canosa vel eftir að þær opnuðu galleríið og fest kaup á nokkrum verkum.

Lífið

Lay Low í einkaflugvél milli landshluta

"Eftir mikla leit á öllum vígstöðvum stökk Guðmundur Már Þorvarðarson, vinur Smára Tarfs, til og reddaði flugvél,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Rauðasandur Festival sem fer fram um helgina á Vestfjörðum.

Tónlist

Lói fyrir lengra komna

Sorrí Tobey Maguire, en nú sést það enn betur hvað þú varst lélegur Spædermann. Það bendir ýmislegt til þess að Kóngulóarmaðurinn eigi bjarta framtíð fyrir sér á þessum trausta grunni sem hér er byggður. Brellurnar eru fyrsta flokks og brandararnir til staðar. Það sem skiptir þó lykilmáli er að Lói er loksins orðinn bíóhetja sem haldandi er með.

Gagnrýni

BIN-hópurinn safnar undirskriftum fyrir Nasa

BIN-hópurinn hrindir af stað undirskriftasöfnun á netinu eftir helgi í þeirri von að stöðva framkvæmdir sem standa til í miðbænum. Framkvæmdirnar varða fyrirhugaðar breytingar þar sem breyta á gamla Landsímahúsinu og skemmtistaðnum Nasa í hótel. Nafnið BIN stendur fyrir Björgum Ingólfstorgi og Nasa og hefur hópurinn hist reglulega vegna málsins frá árinu 2009. Meðal þeirra 12 sem skipa kjarna hópsins eru söngvarinn Páll Óskar og Halla Bogadóttir, kennd við verslunina Kraum. Nú þegar hefur nokkrum undirskriftalistum verið komið af stað vegna málsins en engum á vegum BIN-hópsins.

Lífið