Lífið

Langaði að sjá eitthvað geggjað

"Þetta er svolítið eins og að eignast barn,“ segir Arnljótur Sigurðsson, söngvari og bassaleikari Ojba Rasta, um útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar á þriðjudaginn.

Tónlist

Næstum því nakin Christina

Söngkonan og The Voice-dómarinn Christina Aguilera er búin að afhjúpa myndina sem prýðir hulstur nýjustu smáskífu hennar, Your Body.

Lífið

Leður, leður og meira leður

Heitustu konurnar í Hollywood eru gjörsamlega ástfangnar af leðri og klæðast því á hvaða vegu sem er. Kíkið á myndirnar og fáið innblástur um hvernig hægt er að lúkka vel í leðri.

Tíska og hönnun

Jón Jónsson sækir bændur heim

Fyrsti þáttur Stöðvar 2 af þættinum Beint frá býli fór mjög vel í landann, enda fór tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson á kostum. Næsti þáttur er ólíkur hinum fyrri að því leyti að það er Jón Jónsson sem kemur fram. Líkt og Björgvin er Jón Jónsson eldhress og fer á kostum, en tónlist þeirra er þó gerólík eins og þeir sem munu horfa á morgun taka eftir. Ábúendur að Meðalfelli í Kjós lifðu sig mjög vel inn í tónleika Jóns og voru hæstánægðir með heimsóknina og börnin á bænum sungu hástöfum með.

Tónlist

Algjörlega ódrepandi formúlu fylgt út í ystu æsar

Bourne-myndirnar eru með betri spennumyndum síðari ára, loftþéttir og fullorðins njósnatryllar sem einkennst hafa af styrkri leikstjórn, góðum leikurum og útpældum handritum. The Bourne Legacy stendur fyrri myndunum að baki en er engu að síður frambærilegur njósnatryllir sem byggir á óvenju traustri formúlu.

Gagnrýni

Stjörnurnar strippa hjá Ellen

Poppprinsessan Pink kom áhorfendum hressilega á óvart þegar hún sýndi nærbuxurnar sínar í þætti grínistans Ellen DeGeneres í vikunni. En hún er alls ekki sú eina sem er haldin strípihneigð í settinu hjá Ellen eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Lífið

Eiginkonan í aðalhlutverki

"Vinnuheiti myndarinnar er Harmsaga og ég skrifa handritið og kem til með að leikstýra henni,“ segir Mikael Torfason, kvikmyndasmiður og ritstjóri.

Lífið

Blygðunarlaust popp

Þórunn Antonía blaktir á flunkufínni poppplötu. Formúlan virkar vel og smurt. Kostir og gallar ástarinnar eru alltumlykjandi í textum og úr verður svöl poppplata sem minnir um margt á horfna tíma en gæti átt gott líf í vændum í framtíðinni.

Gagnrýni

Heitustu trendin beint af pöllunum

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá heitustu trendin fyrir næsta vor sem sýnd voru á tískuvikunni í New York sem nú er að ljúka. Gullið var afar áberandi sem og skæru litirnir rétt eins og þetta sumarið, magabolir, blómamunstur og margt fleira fallegt. Án efa eitthvað fyrir alla.

Tíska og hönnun

Elti ungar stjörnur um heiminn

Önnur sería sjónvarpsþátta Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, Ísþjóðarinnar, hefur göngu sína á sunnudaginn. Að þessu sinni flakkaði Ragnhildur Steinunn heimshorna á milli til að eltast við unga Íslendinga sem eru að gera það gott.

Lífið

Gnarr aðdáandi

Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, og Clarke Peters, leikari úr sjónvarpsseríunni The Wire, voru meðal þeirra sem kynntu dagskrá ráðstefnunnar Spirit of Humanity Forum í Höfða í gær. Jón Gnarr er mikill aðdáandi þáttana og í tímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í mars 2012 lét hann hafa það eftir sér að hann myndi aldrei fara í stjórnarsamstarf með neinum sem hefði ekki horft á þá. Aðspurður sagði hann Peters þó ekki vera uppáhaldsleikara sinn úr þáttunum, en kvað hann þó vera mjög góðan. - trs

Menning

Toppfyrirsæta afmynduð af dópneyslu

Fyrirsætan Jael Strauss vakti mikla athygli í áttundu þáttaröðinni af bandaríska raunveruleikaþættinum America's Next Top Model sem ofurfyrirsætan Tyra Banks stýrir.

Lífið

Þreyttur í Toronto

Leikarinn Chris Evans er einn þeirra sem er viðstaddur kvikmyndahátíðina í Toronto. Hann er þar til að kynna myndina Iceman þar sem hann fer með hlutverk leigumorðingja. Evans var orðinn þreyttur og lúinn þegar viðtalið átti sér stað, enda veitti hann fjölda viðtala dag hvern, og var því ekki skrafhreyfinn þegar blaðamaðurinn settist niður með honum. Þegar leikarinn var spurður út í daginn sinn kvaðst hann vera þreyttur og bætti við: "Ég hugsa með mér "Hverjum er ekki sama?“ Þetta er bévítans kvikmynd. Hún skiptir engu máli. Það er ekki eins og ég sé að bjarga mannslífum.“

Lífið

Bassaskepnan leitar að hljómsveit

Einn harðasti bassaleikari landsins er laus og liðugur og leitar að réttu hljómsveitinni til að hamra á bassann með. Bassaleikarinn er nýjasta viðbót Steinda Jr. í litríkt persónugallerí sitt og er í aðalhlutverki í glænýju atriði sem fór í loftið á Vísi í dag.

Tónlist

Viðtökurnar verið framar vonum

"Toronto var frábær í ár og viðtökur áhorfenda við myndinni voru mjög góðar,“ segir framleiðandinn Eva María Daníels sem er nýkomin frá kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún var viðstödd frumsýningu myndarinnar What Maisie Knew.

Lífið

White ekki til Íslands

Bandaríski tónlistarmaðurinn Jack White er ekki á leiðinni til Íslands í nóvember eins og vangaveltur höfðu verið uppi um. Tveir tónleikahaldarar höfðu reynt að lokka White til landsins í nokkurn tíma en hvorugum varð ágengt.

Tónlist

Allir keyptu fjólubláa tölu

Allir starfsmenn WOW air keyptu í dag fjólubláa tölu til styrktar Kvennaathvarfinu og fyrirtækið sjálft tvöfaldaði svo upphæðina sem rann til samtakanna. Sala á tölunum hefur staðið yfir undanfarna daga um allt land og stendur allt fram til 23. september. Kvennaathvarfið hefur í þrjátíu ár aðstoðað konur og börn af öllu landinu sem flýja ofbeldi.

Lífið