Lífið

Tryggvi og sósíalistarnir

Á Facebook-síðu sinni greinir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, frá því að hann hafi í vikunni hitt fyrrum forsætisráðherra Grikklands og formann Sósíalistaflokksins, George Papandreou, í Harvard Law School og átt við hann "athyglisvert samtal". Með færslunni birtir hann mynd af sér og Papandreou að takast í hendur.

Lífið

Stjörnufans hjá Wow

Fleiri hundruð gestir mættu í stórglæsilegt innflutningspartý á vegum WOW-flugfélagsins á föstudaginn var...

Lífið

Snoturt poppsamstarf

Hljómsveitin My Bubba & Mi var stofnuð í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum, en þar var Guðbjörg Tómasdóttir í námi

Gagnrýni

Vandaður virðingarvottur

Flestir Íslendingar þekkja söguna af Helliseyjarslysinu, þar sem hinn rúmlega tvítugi Guðlaugur Friðþórsson synti sex kílómetra leið í nístingskulda frá sökkvandi skipi alla leið til Heimaeyjar.

Gagnrýni

Einhleyp, fimmtug og flott

Leikkonan Andie MacDowell prýðir forsíðu tímaritsins Town and Country með dætrum sínum tveimur, Rainey sem er 22ja ára og Margaret sem er sautján ára.

Lífið

Ölduslóð frá Svavari

Svavar Knútur hefur sent frá sér sína þriðju sólóplötu, Ölduslóð. Á henni eru tíu frumsamin lög sem fjalla á einn eða annan hátt um dásemdir hversdagsleikans og margbreytileika tilverunnar.

Tónlist

Amber sýnir óléttubumbuna

Fyrirsætan Amber Rose staðfesti það að hún ætti von á barni með unnusta sínum Wiz Khalifa á nýafstaðinni MTV Video Music-verðlaunahátíð.

Lífið

Himinháir hnútar í hári

Sjörnurnar koma reglulega af stað nýjum tískubylgjum og er óhætt að segja að ein sú nýjasta sé að setja himinháa hnúta í hárið. Í meðfylgjandi mynd má sjá þær Kelly Osbourne og Kim Kardashian bjóða upp á þessa nýju greiðslu, hvor þeirra ber hana betur er þó ykkar að dæma.

Tíska og hönnun

Meira frá Mumford & Sons

Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Tónlist

Stone káfar á Sölmu

Barmurinn á mexíkönsku leikkonunni Sölmu Hayek er einn sá frægasti í heimi en leikstjórinn Oliver Stone virðist hafa aðeins of mikinn áhuga á honum.

Lífið

Aðeins búinn að fá sér

Leikarinn Jude Law var heldur skrautlegur að sjá þegar ljósmyndari náði myndum af honum fyrir utan næturklúbb aðfaranótt sunnudags. Þrátt fyrir að klukkan væri að ganga þrjú og Law væri í heldur annarlegu ástandi hélt hann ótrauður áfram á næstu klúbba.

Lífið

Hættur við apana

Leikstjórinn Rupert Wyatt er hættur við að leikstýra framhaldsmynd Rise of the Planet of the Apes vegna þrýstings frá framleiðendum myndarinnar.

Lífið

Kardashian klanið komið á kreik

Sjónvarpsþátturinn Keeping Up With The Kardashians er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur heims. Það er ekki að spyrja að því þegar Kardashian klanið fer á kreik að myndatökuvélarnar eru nálægt...

Lífið

Er óskaplega friðsamur maður

„Ég vona bara að engum þyki þetta mjög ósmekklegt,“ segir Egill Helgason um nýja auglýsingu fyrir bókmenntaþátt hans Kiljuna í Sjónvarpinu. Hún hefur vakið mikla athygli og þykir Egill sýna skemmtileg tilþrif í hlutverk King Kong sem ryður frá sér bókaháhýsum af miklum þrótti.

Lífið

Mömmukoss á milli atriða

Alicia Silverstone baðaði son sinn Bear Blue í kossum og knúsi á milli þess sem hún lék í kvikmyndinni Gods Behaving Badly í New York í vikunni. Lítið hefur sést til Silverstone en hún hefur aðalega verið að sinna móðurhlutverkinu síðan Blu kom í heiminn í maí á síðasta ári.

Lífið

Eignaðist litla stúlku

Tónlistarmaðurinn og fyrrum glaumgosinn Robbie Williams varð faðir í vikunni. Williams deildi gleðifregnunum á bloggi sínu en hann og eiginkona hans, Ayda Fields, urðu stoltir foreldrar lítillar stúlku á þriðjudaginn. „Gjöriði svo vel, þetta er Theodora Rose Williams, betur þekkt sem Teddy. Fæddist 15.33 þann 18.9.12. Barni, móður og föður heilsast vel. Takk fyrir hamingjuóskirnar.“

Lífið

Shakira á von á barni

Kynþokkafulla söngkonan Shakira staðfesti þær gleðifréttir í gær á blogginu sínu að hún ætti von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum og fótboltastjörnunni Gerard Pique.

Lífið

Enginn smá munur

Bandarísi grínistinn Kathy Griffin sem er 51 árs fór út að skokka í gærdag og viti menn þar voru ljósmyndarar á vappi og mynduðu Kathy. Hún var ómáluð með hárið tekið upp eins og konur eru oftar en ekki þegar þær skokka...

Lífið

Blóðug saga um bruggara

Lawless verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og skartar Tom Hardy og Shia LaBeouf í aðalhlutverkum.

Menning

Stiller leigir reisulegt hús í Stykkishólmi

Ben Stiller er enn staddur hér á landi við tökur á myndinni The Secret Life of Walter Mitty. Tökurnar hafa vakið mikla athygli enda hafa lítil bæjarfélög nánast farið á hliðina við komu fjöldans sem gerir myndina.

Lífið

Heimsfrægar vinkonur

Gwyneth Paltrow, 39 ára, og vinkona hennar, Cameron Diaz, 40 ára, voru vægast sagt glæsilegar þegar þær mættu til að styðja Barack Obama í kosningabaráttunni klæddar í hvítt og bleikt í London í gærkvöldi. Ekki nóg með að leikkonurnar geri það gott í Hollywood heldur eru þær góðar vinkonur. Skoða má skvísurnar í meðfylgjandi myndaalbúmi.

Lífið

Sífelldar skiptingar

Bardagakappinn Gunnar Nelson keppir sinn fyrsta bardaga í The Ultimate Fighting Championships í lok mánaðarins.

Lífið