Lífið

Ólafur Darri einn sá hæfileikaríkasti að mati Ben Stillers

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson fær toppeinkunn hjá stórleikaranum Ben Stiller sem birtir óárennilega mynd af Ólafi á Twitter-síðu sinni. Eins og sést á myndinni skartar Ólafur Darri vígalegu skeggi, eins og vanalega, en í þetta skiptið heldur hann á borvél með heldur ógnandi hætti.

Lífið

Skiptir um föt á mettíma

Leikkonan Maggie Gyllenhaal ætlaði sko aldeilis ekki að láta góma sig tvisvar í sömu fötunum þegar hún fór í viðtal í sjónvarpsþættinum Today Show í New York á mánudaginn.

Lífið

Azealia Banks kíkti á tískuviku

Söngkonan vinsæla Azealia Banks sem sló í gegn með lagi sínu 212 fyrr á árinu lét sjá sig á tískuvikunni í Mílanó á dögunum. Banks leit meðal annars við Cavalli tískusýninguna sem vakti mikla lukku. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá fleiri þekkta sem létu sjá sig á sömu sýningu.

Lífið

Áhrifamestu konurnar í sjónvarpi í dag

Áhrifamestu konur í sjónvarpi í dag eru meðal annars leikkonur, handritshöfundar, þáttastjórnendur og raunveruleikastjörnur en þegar talað er um áhrifamestu er átt við þær konur sem hreyfa við fólki og þær sem eru frumkvöðlar á sínu sviði og að lokum þær sem eiga hvað flesta aðdáendur um heim allan sem fylgjast með þeim jafnvel daglega.

Lífið

Gott eftirpartý á Emmy

Hollywood stjörnurnar kunna svo sannarlega að skemmta sér þegar þær koma saman en það sýndu þær í góðu eftirpartýi að lokinni Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór á sunnudagskvöldið. Emmy hátíðin er stærsta sjónvarpsverðlaunarhátíð ársins en þar koma saman stórar sem smáar stjörnur af skjánum.

Lífið

Kim klædd í hvítan sundbol

Kardashian klanið veit hvernig það heldur áhorfstölunum í lagi á því leikur enginn vafi enda gengur líf fjölskyldunnar út á vinsældir. Þátturinn þeirra Keeping Up with the Kardashians heldur fólki við efnið eins og í gær kældi Kim sig í sjónum á ströndinni í Kaliforníu klædd í hvítan sundbol með gyllt mittisband...

Lífið

Þessi unnu Emmy verðlaun

Það var glæsilegur hópur leikara sem var verðlaunaður á 64. Emmy verðlaunarhátíðinni sem fram fór um helgina. Meðal þeirra sem hlutu verðlaun voru þau Julie Bowen og Eric Stonestreet fyrir hlutverk sín í gamanþáttunum Modern family en leikstjóri þáttanna Steve Levitan var einnig verðlaunaður fyrir framúrskarandi leikstjórn.

Lífið

Urrandi flott í hlébarðakjól

Söngkonan Beyonce Knowles, 31 árs, mætti í glæsilegum Roberto Cavalli hlébarðakjól í teiti sem haldið var á sunnudagskvöldið í New York...

Lífið

Bastörðum tekið vel á Norðurlöndum

Samnorræna leiksýningin Bastards hefur fengið afbragðs gagnrýni hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð og Danmörku. Sýningin hefur verið á flakki um Norðurlöndin síðan hún var forsýnd á Listahátíð í vor, en það er Gísli Örn Garðarsson sem leikstýrir verkinu.

Lífið

Obi-Wan Gnarr

Jón Gnarr skartar óvenju myndarlegu alskeggi þessa dagana, enda hefur hann safnað því síðastliðinn mánuð. Ástæðan er sú að borgarstjórinn hyggst sækja sérstaka búningasýningu á Comic Con, nýjustu mynd leikstjórans Morgans Spurlock sem fjallar um fræga nördaráðstefnu í San Diego, á RIFF-hátíðinni næstkomandi föstudag, í gervi Obi-Wan Kenobi úr Star Wars.

Lífið

Vinna með lagasmið Willow

Hljómsveitin The Charlies sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband í gær við lagið Hello Luv. Lagið er eftir lagahöfundinn Jukebox en sá samdi einnig lagið Whip My Hair með Willow Smith.

Lífið

Veisla fyrir augu og eyru

Hljómsveitin Nýdönsk hefur verið að í aldarfjórðung og af því tilefni var boðið til afmælistónleika. Og stórafmælum dugar ekkert minna en Eldborgarsalur í Hörpunni.

Gagnrýni

Partípinni Pamela Anderson

Pamela Anderson, 45 ára, virðist taka djammið föstum tökum þessa dagana. Myndirnar af henni sem teknar voru í VIP herbergi á skemmtistað...

Lífið

Nýr ilmur frá Lady Gaga

Lady Gaga olli engum vonbrigðum frekar en fyrri daginn þegar hún frumsýndi nýjan ilm í versluninni Sephora í París um helgina. Fatnaður söngkonunnar var mjög sérstakur og minnti helst á einhverskonar geimbúning en hún gat sig varla hreyft í honum. Við dressið bar hún svo risastór sólgleraugu og var með túberað hár. Margt var um manninn í versluninni enda margir beðið spenntir eftir nýja ilminum.

Lífið

Útgáfutónleikar Ásgeirs Trausta

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru á útgáfutónleikum Ásgeirs Trausta á Faktorý en platan hans Dýrð í dauðaþögn sem seldist upp á sex dögum, trónar í fyrsta sæti Tónlistans og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Facebooksíða Ásgeirs Trausta.

Lífið