Lífið

Kjóllinn entist ekki kvöldið

Söngkonan og X Factor dómarinn Nicole Scherzinger stal senunni svo um munaði á rauða dreglinum fyrir eitt af mörgum úrslitakvöldum X Factor í London um helgina í mjög svo stuttum, gylltum kjól. Stundum borgar sig þó líklega að velja þægindi fram yfir útlitið því kjóll þokkagyðjunnar entist ekki út kvöldið en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá þurfti Scherzinger að halda kjólnum uppi þar sem rennilásinn hafði gefið sig.

Tíska og hönnun

Kærastinn stendur sig vel

Ofurfyrirsætan Heidi Klum naut helgarinnar í Kaliforníu meðal annars með því að horfa á son sinn keppa í fótbolta. Með henni í för voru foreldrar hennar, Gunter og Erna Klum, dætur hennar tvær og nýji kærastinn Martin Kristen.

Lífið

Örmagna ofurfyrirsæta

Ofurfyrirsætan og Victoria Secret engillinn Adriana Lima var mynduð um helgina eftir að hafa lokið við æfingu. Fyrirsætan virtist örmagna þar sem hún sat á bekk eftir langt útihlaup með þjálfara sínum. Fyrirsætan hefur talað opinskátt um þær aðferðir sem hún notast við þegar styttist í aðal sýningu ársins, þar að segja Victoria Secret tískusýninguna en fyrir hana drekkur Lima aðeins ferska safa í nokkra daga. Sex vikum fyrir sýningu neytir hún svo hvorki kolvetna ne fitu og æfir tvisvar sinnum á dag. Fyrirsætan viðurkenndi í viðtali að um mikla öfga væri að ræða.

Lífið

Stuðfólk á afmælistónleikum

Það ríkti mikil gleði í Hörpu á föstudagskvöldið þegar Stuðmenn fögnuðu þrjátíu ára afmæli myndarinnar Með allt á hreinu. Gestir áttu vart orð til að lýsa hrifningu sinni og gleðin lýsti af hverju andliti eins og meðfylgjandi myndir, sem Daníel Rúnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók, bera með sér.

Lífið

Húrra fyrir Retro Stefson

Útgáfutónleikar Retro Stefson voru frábærir. Einlægni, gleði, góðar lagasmíðar og þrusuþétt band fékk stirðustu gamalmenni til að hrista lúna rassa.

Gagnrýni

Ánægð með lífið í New York

"Ég hef verið að vinna við hitt og þetta; tónlist, tónleikahald, almannatengsl og á öðrum sviðum skemmtanaiðnaðarins," segir Rósa Guðmundsdóttir tónlistar- og athafnakona. Hún hefur verið búsett í New York síðustu átta ár og tekið sér ýmislegt fyrir hendur á þeim tíma.

Lífið

Áhugaljósmyndarinn væri betra heiti

"Ég held að það sé sterkari leikur að kalla þáttinn Áhugaljósmyndarinn eða Þáttur áhugaljósmyndara," segir Gunnar Leifur Jónasson, atvinnuljósmyndari og varaformaður Ljósmyndarafélags Íslands.

Lífið

Ekki lengur með sixpakk

Kólumbíska söngkonan Shakira, 35 ára, kynnti heimsbyggðinni nýverið að hún á von á sínu fyrsta barni með Gerard Pique. Shakira, sem er gengin sex mánuði setti mynd af sér á Facebooksíðuna sína á laugardaginn var þar sem hún er klædd í fallegan fjólubláan kjól þar sem greinilega má sjá að hún er komin með fallega kúlu...

Lífið

Bæði djörf og saklaus

Söngkonan Taylor Swift, 22 ára, mætti á tónlistarverðlaunahátíðina Teen Awards á Wembley leikvanginn klædd í hvítan kjól með hárið tekið í tagl í Lundúnum í gær. Þá mætti söngkonan nokkrum klukkustundum síðar á svið klædd í stuttar buxur, gegnsæjan topp, með eldrauðan varalit og hárið slegið. Það verður ekki annað sagt en að hún hafi verið sakleysið uppmálað þegar hún sinnti aðdáendum fyrir utan tónleikahöllina en þegar inn var komið og hún mætti á sviðið var hún heldur djarfari.

Tónlist

Söng í gegnsæjum blúndugalla

Ekki nóg með að Jennifer Lopez, 43 ára, sé heimsþekkt fyrir leik sinn og söng heldur er hún hörkudugleg líka. Hún mætti í svörtum gegnsæjum blúndugalla í sjónvarpsviðtal á ZDF sjónvarpsstöðinni þar sem hún kynnti tónleikaferð sína í Þýskalandi en næstu tónleikar hennar eru á miðvikudaginn þar í landi. Þá söng hún lagið Dance again fyrir þýska áhorfendur. - Smelltu á meðfylgjandi link til að sjá söngatriðið.

Lífið

Margrét Gnarr ekki á verðlaunapall

"Þá er minni þátttöku lokið á Heimsmeistaramótinu:) Ég komst ekki í úrslit sem var soldið leiðinlegt og ég hef ekki ennþá fengið að vita af hverju en mig grunar að það sé vegna þess ég var ekki nógu skorin. Mitt markmið á þessu móti var að fá reynsluna og standa mig vel á sviðinu sem ég tel mig hafa gert og ég er sátt með það:) Næsta mót er Arnold Classic Europe í Madríd næstu helgi!!:)" skrifaði Margrét Edda Gnarr, dóttir borgarstjórans í Reykjavík, sem er stödd í Póllandi á heimsmeistaramóti í módelfitness. Margrét gengur sátt frá keppni þrátt fyrir að hafa ekki komist í úrslitin á mótinu. Nú horfir hún bjartsýn fram á við en næsti viðkomustaður hennar er Spánn þar sem hún keppir á Arnold Classic Europe mótinu eins en þar ætlar hún sér stóra hluti.

Lífið

Hádegismatur með mömmu

Það hefur mikið mætt á Mariu Shriver og hennar fjölskyldu eftir að eiginmaður hennar Arnold Schwarzenegger gaf út ævisögu sína þar sem ýmislegt skrautlegt er að finna.

Lífið

Auglýsingabransinn eins og hann leggur sig

Gríðarlegur áhuginn var á ráðstefnu um Krossmiðlun, sem fyrirtækin í Kaaberhusinu, Fíton, Kansas, Skapalón, Miðstræti og Auglýsingamiðlun, stóðu að í gærdag. Hátt í 500 atvinnumenn í markaðsmálum fylltu norðurljósa-sal Hörpunnar. Meðal fyrirlesara voru fulltrúar frá Google, Huge Inc., Timgu og Dominos. Þeir kynntu mikilvægi þess að hugsa markaðsmál sem heild og á hvernig vefur, samfélagsmiðlar og snjallasímar skipa ríkan sess í markaðssetningu, vöru og þjónustu ásamt hefðbundnum miðlum. Skoða myndir frá ráðstefnunni HÉR.

Lífið

Heimildarmynd sem allir ættu að sjá

Frábær heimildarmynd sem er í senn átakanleg og full af bjartsýni. Palestínski bóndinn Emad Burnat kaupir myndbandsupptökuvél þegar fjórði sonur hans og eiginkonu hans fæðist árið 2005. Hann myndar þó ekki aðeins soninn Gibreel heldur einnig átök íbúa þorpsins Bil'in við ísraelska herinn þegar ræktarland þeirra hverfur undir ólöglega landnemabyggð. Í átökunum eyðileggst hver myndavélin á fætur annarri en Emad lætur það ekki stöðva sig.

Gagnrýni

Katrín opnar stærstu bókabúð landsins

Í gær opnaði Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formlega stærstu bókabúð landsins að viðstöddum helstu bókaútgefendum Íslands. Á eBækur.is fást allar helstu rafbækur sem gefnar hafa verið út á íslensku auk hundruða þúsunda erlendra bókatitla. Bæði er um rafbækur og hljóðbækur að ræða. Samhliða vefnum bjóða eBækur upp á fyrsta íslenska rafbóka-appið til að fullkomna séríslenska lestrarupplifun í spjaldtölvum og snjallsímum. Hægt er að nálgast eBóka appið á App Store og Play Store.eBækur eru samstarfsaðili Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO og í tilefni af Lestrarhátíð í október gefa eBækur rafbókina Vögguvísu eftir Elías Mar.Í tilefni opnunar eBóka býðst notendum 30% afsláttur af fyrstu kaupum auk fimm sérvaldra bóka án endurgjalds við skráningu. Með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma hefur útgáfa og notkun hljóð- og rafbóka tekið stökk á stuttum tíma. Fyrirsjáanleg er útgáfa stöðugt fleiri titla og rafbókin mun jafnvel taka við af þeirri prentuðu í einhverjum tilvikum.

Lífið

Stoltir hundaeigendur ganga Laugaveginn

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hljómskálagarðinum eftir árlega göngu niður Laugaveginn sem Hundaræktarfélag Íslands stóð fyrir. Gengið var frá Hlemmi niður að tjörn. Skólahljómsveit Kópavogs sló taktinn með stoltum hundaeigendum. Vísir fangaði stemninguna með því að mynda nokkra hunda og eigendur þeirra eins og sjá má HÉR. Hundaræktarfélag Íslands - heimasíða.

Lífið

Heimsókn hjá Hönnu Birnu á Stöð 2

Hún er fyrrverandi bingó- og borgarstjóri og gerir heimsins besta kakó að mati yngri dótturinnar. Í heimsókn kvöldsins bankar Sindri Sindrason upp á hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem býr í fallegu raðhúsi í Fossvoginu. Heimsókn hefst strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 og er í opinni dagskrá.

Lífið

Hætt saman

90210-stjarnan AnnaLynne McCord og kærasti hennar, leikarinn Dominic Purcell, eru hætt saman. Þau voru saman í rúmlega ár.

Lífið

Ómáluð og með hárið í handklæði

Leikkonan Kate Hudson var í góðu skapi á setti nýjustu sjónvarpsmyndar sinnar í Boston í gær. Kate var klædd í gallabuxur og hvítan bol, nýbúin að þvo á sér hárið og var ekkert að hafa fyrir því að mála sig fyrir paparassana – enda mesti óþarfi.

Lífið

Fjölmennt í Fíton fögnuði

Í gærkvöldi hélt auglýsingastofan Fíton árlegt partí í Kaaberhúsinu þar sem Auglýsingamiðlun, Skapalón, Miðstræti og Kansas, fögnuðu útgáfu Fítonblaðsins með viðskiptavinum og fjölda gesta sem skemmtu sér greinilega mjög vel eins og meðfylgjandi myndir sem Sigurjón Ragnar tók sýna. Skoða myndir HÉR.

Lífið