Lífið

Á von á frumburði í maí

Lífið heimsótti Elmu Lísu Gunnarsdóttur leikkonu á fallega heimilið hennar og Reynis eiginmanns hennar. Elma ræðir um listina, ástina og síðast en ekki síst mikilvægasta hlutverk hennar til þessa, móðurhlutverkið, en hún á von á frumburðinum í byrjun maí á næsta ári.

Lífið

Skemmtigarðurinn styrkir Fjölskylduhjálp Íslands

Fjölskylduhjálp Íslands fékk í gær gjafakort frá Skemmtigarðinum Smáralind að verðmæti samtals 1,6 milljóna króna. ,,Við erum auðvitað í skýjunum með þessa veglegu og skemmtilegu gjöf til okkar skjólstæðinga. Að fá gjafabréf fyrir 1,6 milljónir í þá undraveröld sem Skemmtigarðurinn er mun veita mörgum fjölskyldum mikla gleði og ánægju um jólin,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, starfandi formaður Fjölskylduhjálparinnar. ,,Það kreppir víða að og mikið af fjölskyldum geta ekki gert sér dagamun með börnum sínum. Það er okkur því ánægjulegt að geta boðið skjólstæðingum fjölskylduhjálparinnar að koma og gera sér dagamun í Skemmtigarðinum yfir jólin,“ segir Eyþór Guðjónsson, sem lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins Smáralind. ,,Það er mér einstök ánægja að láta þetta verða mitt síðasta verk sem framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins í Smáralind“ segir Eyþór en hann hverfur nú á vit nýs starfs. Skemmtigarðurinn Smáralind var nýverið valinn ,,Besti innanhúss skemmtigarður heims 2012“ af IAAPA sem eru alþjóðleg samtök Skemmtigarða. “Við hvetjum önnur fyrirtæki og einstaklinga til þess að láta gott af sér leiða nú um jólin”

Lífið

Yndisleg stemning í útgáfuhófi

Útkomu tónverksins Flétta eftir Hauk Tómasson var fagnað á heimili hans í vikunni, en verkið er komið út á diski og mynddiski. Verkið var frumflutt í Hallgrímskirkju á Listahátíð 2011 og hlaut afar lofsamlega dóma. Flytjendur eru Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju og Kammersveit Reykjavíkur en stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Lífið

Bíókóngur fagnar

Fjöldi ættingja, vina, samstarfs- og viðskiptafélaga bíókóngsins Árna Samúelssonar kom saman í Eymundsson á dögunum þegar útgáfu endurminninga Árna var fagnað. Í bókinni "Árni Sam - á fullu í 40 ár" er sagt frá ýmsum ævintýrum hans og uppátækjum eins og útvarpsrekstri, misheppnuðum tilraunum í sjónvarpsrekstri og baráttunni við Bakkus. Vöxtur og viðgangur Sam-bíóveldisins er stærsti hluti bókarinnar en Árni þurfti að berjast við ýmsar hindranir á veginum sem hann yfirsteig.

Lífið

Eva Sólan á von á tvíburum

Eva Sólan, héraðsdómslögmaður og nú verðandi móðir, deildi miklum gleðifréttum með vinum og vandamönnum á dögunum, en hún er þeirrar lukku aðnjótandi að ganga með tvíbura.

Lífið

Hélt hann gæti aldrei rappað aftur

„Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag.

Tónlist

Einhleyp og ánægð

Leikkonan Hayden Panettiere felur lítið í janúarhefti tímaritsins Esquire þar sem hún situr fyrir á bikiníi einu fata. Þessi 23ja ára krúttsprengja er nýhætt með fótboltamanninum Scotty McKnight en virðist ekki vera í mikilli ástarsorg.

Lífið

Í koksleik við elskhugann

Það er margt hægt að segja um poppdrottninguna Madonnu en feimin er hún ekki. Hún hélt tónleika í Porto Alegre í Brasilíu og gerði sér lítið fyrir og fór í sleik við kærasta sinn, Brahim Zaibat, á sviðinu – fyrir framan þúsundir áhorfenda.

Lífið

Einmana prins

Vilhjálmur Bretaprins var frekar einmana á rauða dreglinum þegar kvikmyndin The Hobbit var frumsýnd í London. Vilhjálmur var heiðursgestur og saknaði spúsu sinnar, Kate Middleton.

Lífið

Kynþokkafullar í kögri

Anne Hathaway er ein heitasta leikkonan í Hollywood í dag og beðið er eftir nýjustu mynd hennar, Les Misérables, með eftirvæntingu. Salma Hayek er ekki síður vinsæl en þessar stúlkur eiga eitt sameiginlegt.

Tíska og hönnun

Eiginkona Heiðars Helgusonar um heimkomuna

Díana Bjarnadóttir stílisti og blaðamaður nýs vefsvæðis Tíska.is sem opnaði formlega í gær ræðir við Eik Gísladóttur eiginkonu atvinnufótboltamannsins Heiðars Helgusonar sem spilar með Cardiff City í Bretlandi. Þar segir Eik af hverju hún og Heiðar ákváðu að flytja til Íslands ásamt þremur sonum þeirra.

Lífið

Byrjuð að deita á ný

Elin Nordegren, fyrrverandi eiginkona golfarans Tiger Woods, fór á deit með sænska hokkíleikmanninum Douglas Murray á veitingastaðnum Mr. Chow í Miami fyrir stuttu.

Lífið

Tilnefningar birtar

Kvikmyndaverðlaunin Critics' Choice fara fram í átjánda sinn þann 10. janúar. Tilnefningarnar voru kynntar á þriðjudaginn.

Lífið

Unglingar til varnar

Kvikmyndin Red Dawn segir frá hópi unglinga sem snýst til varnar og berst gegn her Norður-Kóreumanna sem hefur gert innrás í heimabæ þeirra.

Lífið

Æfa stíft með Bo

Jólagestir Björgvins 2012 fara fram laugardaginn 15. desember klukkan 21:00 í Höllinni. Björgvin Halldórsson og gestir æfa nú stíft fyrir tónleikana eins og sjá má á myndunum.

Lífið

Elma Lísa prýðir forsíðu Lífsins

Lífið heimsótti Elmu Lísu Gunnarsdóttur leikkonu á fallega heimilið hennar og Reynis eiginmanns hennar. Elma ræðir listina, ástina og síðast en ekki síst mikilvægasta hlutverk hennar til þessa, móðurhlutverkið, en hún á von á frumburðinum í byrjun maí á næsta ári.

Lífið

Nýgift og voða skotin

Þau voru sæt saman þau Anne Hathaway og Adam Shulman á flugvellinum í Los Angeles í vikunni en eins og þekkt er orðið gengu þau nýlega í það heilaga.

Lífið

Beckham krútt

Meðfylgjandi má sjá ungu Harper Beckham með móður sinni á ferðinni í Lundúnum í gær. Eins og sjá má eru mæðgurnar alls ekkert ólíkar.

Lífið

Héldu vöku fyrir Bieber

Æstir aðdáendur hjartaknúsarans Justins Bieber héldu nýlega fyrir honum vöku er hann gisti á Hard Day‘s Night-hótelinu í Liverpool. Hundruð aðdáenda höfðu safnast saman fyrir utan hótelið. Lögreglan ráðlagði honum að fara ekki út á svalir hótelherbergisins vegna ótta við það að óeirðir gætu brotist út. Justin bað aðdáendur sína í gegnum samskiptavefinn Twitter um að hafa lægra og leyfa sér að hvílast fyrir tónleikana sama kvöld. - hh

Lífið

Dikta á mikilli siglingu

Dikta er nýskriðin heim til Íslands eftir vel heppnaða tónleikaferð til Þýskalands og Sviss og stefnir á frekari útrás á komandi ári. Í kvöld heldur sveitin órafmagnaða tónleika í Vídalínskirkju en tónleikarnir eru orðnir árlegur viðburður hjá drengjunum og eins og undanfarin ár fá þeir með sér aðra tónlistarmenn úr Garðabænum.

Tónlist

Mamma Drew Barrymore

Leikkonan Drew Barrymore, 37 ára, heldur á dóttur sinni Olive á forsíðu People tímaritsins eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. "Ég gat hvorki borðað né sofið í tvær vikur ég var svo stressuð," segir Drew um móðurhlutverkið sem er alveg nýtt fyrir henni í umræddu blaði. Drew segir eiginmann sinn koma frá þéttri og samhentri fjölskyldu og þannig vill hún einmitt hafa það.

Lífið