Lífið

Peta dæmdur í skilorðsbundið fangelsi

Pete Doherty var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Honum var einnig gert að hitta skilorðsfulltrúa næstu átján mánuðina og halda sig frá eiturlyfjum næstu tólf mánuði. Þá var hann dæmdur til að greiða sekt fyrir að keyra án tryggingar.

Lífið

Enn ein Lost stjarnan handtekin

Lost stjarnan Daniel Dae Kim var handtekinn snemma á þriðjudagsmorgun í grunaður um ölvun við akstur. Lögregla á Hawaii, þar sem þættirnir eru teknir, handtók Kim um þrjúleitið aðfaranótt þriðjudags. Honum var sleppt aftur gegn tryggingu um tveimur tímum síðar.

Lífið

Dagbækur Britney til sölu

Eins og greyið Britney Spears eigi ekki nógu bágt. Stuttu eftir skelfilega frammistöðu hennar á MTV verðlaunahátíðinni í September, hafði einn af nánustu vinum hennar, Sam Lutfi, samband við breskt dagblað. Þrátt fyrir að Sam neiti því, segist blaðið Life &Style hafa fyrir því heimildir að hann hafi sagst hafa dagbækur Britney undir höndum, og hafi sagt blaðinu að hann hefði þegar fengið tilboð upp á milljón dollara fyrir bækurnar.

Lífið

Paris Hilton varðveitt til eilífðar

Núna þurfa komandi kynslóðir ekki að óttast líf án Parisar Hilton. Stúlkan hefur nefnilega fjárfest í geymsluplássi hjá Cryonics Institute, stofnun sem frystir lík fólks til varðveislu uns framfarir í læknavísindum gera það kleift að vekja það aftur til lífsins. Og það er ekki bara Hilton sjálf sem öðlast möguleikann á framhaldslífi. Hundarnir hennar Tinkerbell og Cinderella munu fylgja henni inn í frosna eilífðina.

Lífið

Leonardo missti sveindóminn seint

Leonardo DiCaprio var hreinn sveinn sautján ára gamall, og gat ekki hætt að tala um það. Þetta segir leikarinn Russel Crowe í nýjasta tölublaði Entertainment Weekly, en hann lék með DiCaprio í vestranum The Quick and the Dead.

Lífið

Naomi Campbell brjálast á Heathrow

Hin geðgóða ofurfyrirsæta Naomi Campbell tók brjálæðiskast á Heathrow flugvelli í gær þegar hún missti af flugi til New York. Campbell mætti ellefu mínútum fyrir áætlaða brottför og krafðist þess að fá að fara um borð.

Lífið

Britney sleppur vel

Hin endalaust óheppna Britney Spears slapp fyrir horn í gær þegar dómari í Kaliforníu ákvað að hún skyldi ekki sótt til saka fyrir að stinga af vettvangi slyss. Ástæðan var sú að poppstjarnan hafði bætt eiganda hins bílsins tjónið.

Lífið

Dorrit féll fyrir forsetanum í Bláa lóninu

Þegar Dorrit Moussaieff forsetafrú kom fyrst hingað til lands bauð Ólafur Ragnar henni í Bláa lónið. Það varð meðal þess sem vakti hrifningu hennar á landinu og leiddi síðar til sambands forsetahjónanna.

Lífið

Framhald Da Vinci Code í bíó á næsta ári

Framhald hinnar geysivinsælu bíómyndar The Da Vinci Code kemur út á næsta ári. Myndin verður byggð á bókinni Angels & Demons, en hana skrifaði Dan Brown áður en hann byrjaði á The Da Vinci Code.

Lífið

Mannasiðaþjálfari kærir Borat

Mannasiðaþjálfari í Alabama hefur kært Sacha Baron Cohen, betur þekktan sem Borat, og 20th Century Fox vegna atriðis með henni í myndinni um ferð Borats til Bandaríkjanna.

Lífið

Ekki meira kók fyrir Keith

Keith Richards, krumpaðasti rokkari sögunnar má ekki lengur fá sér kókaín. „Ég er að taka inn lyf sem heitir Dilantin sem þýðir að ég má ekki taka inn kókaín, sem er svosem í lagi mín vegna,“ sagði Keith Richards í viðtali eftir að hann tók við verðlaunum fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinn Pirates of the Caribbean á dögunum.

Lífið

Forsetaframbjóðandi hittir geimverur hjá Shirley MacLaine

Shirley MacLaine heldur því fram í nýjustu bók sinni að stjórnmálamaðurinn Dennis Kucinich hefði orðið fyrir meiriháttar andlegri upplifun á heimili sínu þegar hann sá fljúgandi furðuhlut. Dennis er einn þeirra sem sækist eftir útnefningu sem forsetaefni demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar.

Lífið

Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal eru par

Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal hafa loksins viðurkennt að þau séu par. Miklar vangaveltur hafa verið í slúðurpressunni um samband leikaranna eftir að þau kynntust við tökur á myndinni Rendition.

Lífið

Hertogaynjan vill hjálpa Britney Spears

Hertogaynjan af York, Sarah Fergusson, sagði í sjónvarpsviðtali á dögunum að hún myndi vilja geta hjálpað Britney Spears. Hertogaynjan, sem hefur sjálf orðið fyrir miklu áreiti fjölmiðla, sagði að hún fengi sting í hjartað þegar hún fylgist með poppdívunni sökkva dýpra og dýpra. Þá sagði Fergusson að það að fylgjast með vandræðaganginum drægi fram móðureðlið í sér.

Lífið

Simply Red að hætta

Ellismellasveitin Simply Red hefur ákveðið að leggja upp laupana. Sveitin, sem hefur starfað í 25 ár, og á að baki smelli eins og Stars og Money's Too Tight, munu hætta eftir að næstu tónleikaferð þeirra lýkur árið 2009. Þetta tilkynnti söngvari sveitarinnar, Mick Hucknall, í viðtali á breskri útvarpsstöð í gær.

Lífið

Deigluklíkan herðir tökin á borginni

Kristín Hrefna Halldórsdóttir stjórnmálafræðinemi hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Kristín Hrefna er sambýliskona Borgars Þórs Einarssonar stjúpsonar Geirs H. Haarde forsætisráðherra.

Lífið

Ofbökuð kartafla veldur skelfingu

Þrír slökkviliðsbílar voru kallaðir að höfuðstöðvum BBC í London í gær eftir að eldvarnarkerfi hússins fór í gang. Betur fór þó en á horfðist því ástæðan reyndist ofbökuð kartafla.

Lífið

Paradísin Ísland í Grey's Anatomy

Handritshöfundum sjúkrahúsdramans Grey's Anatomy finnst greinilega mikið til Íslands koma, en í fjórða þætti nýjustu þáttaraðarinnar bregður landinu fyrir á óvenjulegan hátt. Kona sem fær þær fréttir að hún sé dauðvona ákveður að eyða síðustu dögunum á Íslandi - landinu þar sem sólin sest aldrei.

Lífið

Foxy Brown í einangrun fyrir slagsmál

Rapparinn Foxy Brown situr nú í einangrun í Rikers island fangelsinu í Bandaríkjunum eftir að hafa slegist við annan fanga. Brown situr inni fangelsi fyrir það meðal annars að ráðast á naglasnyrti og að grýta farsíma í nágranna sinn.

Lífið

Gagnrýnandi rústar Latabæ

Gagnrýnandi leikhússíðunnar whatsonstage.com birti í gær dóm um uppsetningu á leikritinu um Latabæ sem nú er sýnt í London. Gagnrýnandinn, Heather Neill, fer ekki fögrum orðum um sýningunna. Hún segir hana sálarlausa markaðsvöru og að gestirnir hefðu allt eins getað setið heima hjá sér og horft á sjónvarpið.

Lífið

Pink ætlar að losa sig við eiginmanninn

Söngkonan Pink ætlar að skilja við eiginmann sinn, motorcross stjörnuna Carey Hart, vegna þess að hún er orðin leið á því að hann sofi hjá öðrum konum. Hjónakornin ákváðu þegar þau giftu sig fyrir tæpum tveimur árum að Hart mætti vera með öðrum konum þegar að Pink væri á tónleikaferðalagi.

Lífið

Birgitta og Bensi kaupa Bimma

„Þetta er þriðji BMW-inn sem ég eignast, það má því segja að ég sé áskrifandi,“ segir Birgitta Haukdal sem slegið hefur í gegn á götum borgarinnar á Ásnum svokallaða frá BMW. Birgitta og kærasti hennar Benedikt Einarsson, sem alltaf er kallaður Bensi, eiga einn stóran bíl að sögn Birgittu. „Svo finnst mér fínt að eiga einn svona lítinn borgarbíl. Ég hef tekið ástfóstri við þessa bíla og hef yfirleitt fengið mér þá nýjustu, það er fínt að fá smá tilbreytingu,“ segir Birgitta greinilega ánægð með nýja bílinn.

Lífið

Pavarotti hugsanlega blekktur til að skrifa undir nýja erfðaskrá

Vangaveltur eru uppi um að Luciano Pavarotti hafi verið plataður til að skrifa undir nýja erfðaskrá stuttu áður en hann lést. Í erfðaskránni ánafnar Pavarotti seinni eiginkonu sinni, Nicolettu Mantovani, eignir að virði eins og hálfs milljarðs króna sem söngvarinn átti í Bandaríkjunum. Þá gerði hann þrjár dætur sínar frá fyrra hjónabandi arflausar.

Lífið

Kryddpíurnar læra súludans

Kryddpíurnar sækja nú stífa tíma í súludansi til að krydda dansatriðin í komandi tónleikaferðalagi sínu. Stúlkurnar læra listina á klúbbnum Soho Revue Bar í London þar sem stripparar og dragdrottningar leika listir sínar við lifandi tónlist öll kvöld.

Lífið

Slökkviliðsmenn á stjörnufæði í Malibu

Slökkviliðsmenn sem leggja líf og limi í hættu við að bjarga húsum stjarnanna í Hollywood þurfa ekki að svelta, því lúxusveitingastaðurinn Nobu í Malibu hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum með því að gefa þeim að borða.

Lífið

Uppákoma í Leið 13

Farþegar sem tóku Leið 13 í morgun urðu vitni að sérkennilegri uppákomu við Hlemm. Vagninn var nokkuð á eftir áætlun og bílstjórinn, eldri maður, hafði ekið Hverfisgötuna nokkuð greitt. Við bílstjóraskiptin á Hlemmi gáfu þeir tveir sér þó smástund til að slúðra, hvaða slóðar voru ekki mættir í vinnu og svo framvegis.

Lífið

Rútubílstjóri vill verða ráðuneytisstjóri

Ég tel mig alveg eiga jafnmikið erindi í þetta starf og hinir umsækjendurnir," segir Guðmundur Eyjólfur Jóelsson rútubílstjóri frá Keflavík. Guðmundur er einn tólf umsækjenda um starf ráðuneytisstjóra í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.

Lífið