Lífið

Mills skuldar milljónir

Allt stefnir í að lögfræðingar Heather Mills muni draga hana fyrir dómstóla vegna vangreiddra reikninga. Lögfræðistofan Mishcon de Reya hefur annast mál Mills allar götur síðan tilkynnt var um skilnað hennar við bítilinn Paul McCartney fyrir um 18 mánuðum síðan án þess fá krónu í greiðslur. Nú hefur stofan fengið nóg og heimtar að fá borgað.

Lífið

Jólin koma í kvöld - X-mas í níunda sinn

Rjómi íslensks rokkheims kemur fram á árlegum jólatónleikum X-ins - X-mas - sem verða haldnir á Gauki á Stöng í kvöld. Gaukurinn opnar klukkan 19. og stígur fyrsta hljómsveitin á svið klukkan 20.

Lífið

Gæti farið í fangelsi fyrir að barna systur Britney

Kærasti hinnar óléttu Jamie Lynn Spears, gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir samræði við ólögráða einstakling fyrir að barna stúlkuna. Jamie Lynn er sextán ára gömul, en kærastinn, Casey Aldridge, nítján. Refsing fyrir brotið getur numið allt að tíu ára fangelsisvist.

Lífið

Nelly Furtado giftir sig í laumi

Ísland er einni tilvonandi tengdadóttur færri. Orðrómur er uppi um Nelly Furtado, hafi giftst kærasta sínum til eins árs, hljóðmanninum Demacio "Demo" Castellon.

Lífið

Systir Britney í uppnámi vegna óléttunnar

Jamie Lynn Spears litla systir Britneyjar á von á barni. Hún er aðeins sextán ára gömul en barnsfaðir hennar er kærasti hennar til nokkurra ára. Hún var í viðtali við Ok! Magazine þar sem hún sagði frá því að óléttan hefði verið mikið sjokk fyrir parið unga.

Lífið

Dýru verði keypt athygli í Skaupinu

"Ef auglýsandinn þarf ekki að koma einhverjum bráðnauðsynlegum skilaboðum á framfæri við alla þjóðina, og þar að auki á örskömmum tíma, hefði ég haldið að þetta væri ekki góður bisness." sagði Gunnar Steinn Pálsson ráðgjafi í almannatengslum, þegar Vísir leitaði álits hans á einum umdeildasta auglýsingatíma síðari tíma.

Lífið

Blindur keyrir risajeppa

Atvinnubílstjórinn Einar Lee var að aka bíl sínum þann 17. júní árið 2000 þegar hann hnerraði, og missti sjónina. Við hnerrann fór blóð yfir bæði augu og Einar vissi að þetta yrði síðasta ökuferðin hans. Hann var þá 29 ára gamall, og hefur verið blindur síðan.

Lífið

Forstjóri Universal Pictures verslar jólagjafirnar hjá 66° Norður

Það eru ekki eingöngu íslendingar sem gera sér grein fyrir ágæti 66°Norður og hefur hróður fyrirtækisins borist víða. Nýverið bættust hjónin Ron og Kelly Meyer í hóp ánægðra viðskiptavina 66°Norður en Ron er forstjóri Universal Pictures. Hjónin keyptu jólagjafir handa fjölskyldu sinni og vinum á netverslun 66°Norður en fyrir valinu urðu Glymur þriggja laga öndunarjakkar, Esja Parka úlpa og Þórsmörk Parka dúnúlpa.

Lífið

Posh fær fokdýra bók í jólagjöf

Victoria Beckham sagði árið 2005 að hún hefði aldrei á ævinni lesið bók, en nú gæti orðið breyting þar á. Eiginmaðurinn keypti bók í jólapakkann hjá Posh, og eins ólíklega og það hljómar eru það ekki heildarverk Shakespeare.

Lífið

Lilly Allen ólétt?

Poppstirnið Lily Allen er ófrísk að sínu fyrsta barni, samkvæmt heimildum Sun dagblaðsins. Að sögn vina söngkonunnar eru hún í skýjunum, og getur ekki beðið eftir því að verða móðir. Allen, sem er 22ja ára, hefur aldrei farið leynt með löngun sína til að stofna fjölskyldu. Hún og fimmtán árum eldri kærasti hennar, Chemical bróðirinn Ed Simons ku nú vera yfir sig ástfangin, og ætla að nú stofna heimili saman.

Lífið

Sextán ára systir Britney er ófrísk

Spears fjölskyldunni fjölgar um einn eftir hálft ár eða svo, og Britney tengist málinu ekkert. Jamie Lynn Spears, sextán ára systir Britney, er ófrísk eftir kærasta sinn til nokkurra ára, Casey Aldridge.

Lífið

Álfaprinsessan segir klámsögur á jólahlaðborðum

Norska prinsessan Marta Lovísa er enn á milli tannana á fólki í heimalandi sínu. Í þetta sinn hefur hún hneykslað samlanda sína með því að koma fram á jólahlaðborðum fyrirtækja gegn greiðslu þar sem hún les erótísk ævintýri fyrir hlaðborðsgestina.

Lífið

Randver og Cleese í áramótaauglýsingu Kaupþings

Breski stórleikarinn John Cleese kemur fram í áramótaauglýsingu Kaupþings annað árið í röð. Að þessu sinni verður Cleese þó ekki í aðalhlutverkinu. John Cleese verður aukaleikari við hlið Randvers Þorlákssonar.

Lífið

Winehouse handtekin

Söngkonan Amy Winehouse var handtekin í London síðdegis í dag. Það var gert svo hægt væri að yfirheyra hana í tengslum við mál kærasta hennar, Blake Fielder-Civil, sem situr nú í fangelsi fyir tilraun til að hindra framgang réttvísinnar og múta lögreglumanni.

Lífið

Remax auglýsir í Skaupinu

Fasteignasalan Remax býður landsmönnum um áramótin upp á auglýsingu í umtalaðasta auglýsingapláss Íslandssögunnar - í miðju Áramótaskaupinu. Þrátt fyrir bölsýnisspár um fasteignamarkaðinn virðast Remax menn eiga fyrir salti í grautinn og ríflega það, en þeir munu hafa reitt fram þrjár milljónir fyrir plássið.

Lífið

Föt af Britney til sölu á eBay

Britney Spears þénar meira en 700 þúsund dollara á mánuði og ætti það að duga ágætlega fyrir salti í grautinn. Einhverra hluta vegna þarf poppprinsessan þó að selja fötin sín á eBay.

Lífið

Gaman að vera ólétt, ekki feit

J-Lo er alveg ánægð með barnið/börnin sem eru á leiðinni, en henni lýst öllu verr á stóraukið ummál, skvap og bjúg sem fylgja óléttunni. ,,Hún er risavaxin og alveg að tapa sér yfir því. Andlitið á henni er mjög bólgið af bjúg." hefur slúðurblað eftir vini söngkonunnar.

Lífið

Michael Jackson heldur andlitinu - með Post It miðum

Poppstirnið Michael Jackson hefur áralanga reynslu af lýtalækningum. Eitthvað virðist þó hafa farið úrskeiðis með andlitið á honum, sé að marka þessa mynd sem náðist af söngvaranum á rölti í bókaverslun í Las Vegas á dögunum.

Lífið

Miðar á styrktartónleika rjúka út

Miðasala á árlega tónleika til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna hefur farið með látum af stað og aldrei nokkurn tíma hafa miðarnir selst svona hratt. Aðeins eru örfáir miðar eftir inni á miði.is "Ég tala fyrir hönd allra sem að þessu skipulagi og að þessari framkvæmd koma. Við erðum hrærð og þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur. Þetta er auðvitað fyrst og síðast þessum frábæru listamönnum að þakka. Örlæti þeirra og velvild við SKB er ótrúleg og við erum þeim óendanlega þakklát" sagði Einar Bárðarson skipuleggjandi tónleikanna.

Lífið

REI, REI, ekki um jólin

Starfsfólk nokkurra deilda Orkuveitunnar gerði sér glaðan dag á Jólahlaðborði á föstudaginn var. Hefð hefur myndast fyrir keppni um besta skemmtiatriðið á hlaðborðinu og í ár var það sölu- og markaðsdeildin sem sló allt út.

Lífið

Bylgjan borgar, ekki Rás 2

Bubbi Morthens er ósáttur við vinnubrögð á Ríkisútvarpinu. Hann segir það óhæft að listamenn þurfi að gefa vinnu sína fyrir kynningu á efni sínu á útvarpsstöðvum þess.

Lífið