Lífið

Leyfir höndunum að hugsa sjálfstætt

Fyrsta myndlistarsýning hér á landi þar sem einungis eru til sýnis svört olíumálverk var opnuð síðasta laugardag í Gallerí Sævar Karl. Myndlistarkonan Laufey Johansen sýndi þar röð verka sem hún málar að hluta eða öllu leiti með berum höndunum.

Lífið

Kom sá og sigraði

,,Jújú, ég hef það bara sérstaklega gott" Ragnar Bragason leikstjóri þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann var að vonum ánægður , enda nýbúinn að vinna önnur hver verðlaun, eða þar um bil, á Eddunni í gær.

Lífið

Sean Connery kynþokkafyllri en George Clooney

Gamalmennin réðu ríkjum í nýrri kynþokkakönnun líkamsræktarfyrirtækisins Premier Training International. Sean Connery burstaði sér áratugum yngri menn í nýrri kynþokkakönnun, en hann þykir betur vaxinn en George Clooney og Jude law. Þá þótti Sophia Lauren, 73ja ára, bera höfuð og herðar yfir Angelinu Jolie og J-Lo hvað kynþokkafullan vöxt varðar.

Lífið

Seldist upp á tónleika Frostrósa í forsölu

Svo mikil var ásókn í miða á tónleika Frostrósa í Laugardalshöll þann fimmtánda desember að þeir komust aldrei í almenna sölu. Sérstök forsala fyrir aðdáendur Frostrósa var haldin og seldust allir miðarnir upp þar.

Lífið

Veðramót rassskellt á Eddunni

,,Ég fékk bara góða rassskellingu, það er það eina sem hægt er að segja um þetta," sagði Guðný Halldórsdóttir leikstjóri þegar Vísir leitaði viðbragða hennar við Edduverðlaununum í gær. Mynd Guðnýjar, Veðramót, hlaut flestar tilnefningar, eða ellefu talsins. Hún hlaut einungis ein verðlaun, fyrir leik Jörundar Ragnarssonar í aukahlutverki.

Lífið

Bjóst við að fara af stað á Eddunni

Það fór ekki framhjá þeim sem fylgdust með Edduverðlaununum í gærkvöldi að leikkona ársins, Nanna Kristín Magnúsdóttir, er með barni. Nanna er komin 38 vikur og segist hafa búist við að fara af stað á meðan verðlaununum stæði, en svo hafi þó ekki orðið. „Ég var svo innilega glöð í hjarta mínu að fá verðlaunin, þetta var yndisleg tilfinning,“ segir Nanna.

Lífið

Chelsy sagði Harry Bretaprinsi upp í gegnum síma

Chelsy Davy sagði Harry Bretaprinsi upp í vikunni eftir nærri þriggja ára samband. Að sögn Chelsy var það áhugaleysi prinsins og ærslafullur lífstíll hans sem varð sambandinu að aldurtila. Kornið sem fyllti mælinn var þegar prinsinn ákvað frekar að fara á ruðningsleik í Frakklandi með vinum sínum heldur en að mæta í afmæli Chelsy.

Lífið

Michael Jackson vill halda Neverland

Poppsöngvarinn Michael Jackson mun að öllum líkindum halda búgarði sínum, Neverland, í Kaliforníu þrátt fyrir miklar skuldir. Veð í búgarðinum upp á tæpan 1,5 milljarð króna féll í vikunni en Jackson hefur ekki staðið við greiðslur hingað til.

Lífið

Yoko Ono með listasýningu í Brasilíu

Yoko Ono, sem best er þekkt fyrir að vera ekkja Bítilsins John Lennon, opnar sýningu á áttatíu verkum sínum í Brasilíu næstkomandi laugardag. AP fréttastofan hefur eftir Brasilíumönnum að Ono muni einnig taka þátt í leiksýningu sem ber titilinn "A Night with Yoko". Ono hefur þegar sýnt verk sín í Noregi og Sviss.

Lífið

Bubbi leigir í Langagerði

„Ég leigi einbýlishús í Langagerði á meðan ég bíð þess að geta flutt inn,“ segir Bubbi Morthens sem er að byggja sér hús upp við Meðalfellsvatn.

Lífið

Mickey Rourke tekinn fullur á Vespu

Harðnaglinn Mickey Rourke var handtekinn í Flórída snemma í morgun grunaður um ölvun við akstur. Til að bíta höfuðið af skömminni var Rourke, - stjarna myndarinnar Harley Davidson and the Marlboro man og fyrrverandi meðlimur í mótorhjólagengi - á Vespu.

Lífið

Eiginmaður Amy Winehouse handtekinn

Lögregla handtók í gær Blake Fielder-Civil, eiginmann Amy Winehouse. Hann er grunaður um að hann hafi ætlað að múta manni sem kærði hann fyrir líkamsárás til að breyta framburði sínum fyrir dómi.

Lífið

Jack Diamond sækir Ísland heim

Útvarpsmaðurinn Jack Diamond og starfsfólk morgunþáttar hans ,,The Jack Diamond Show" heimsóttu Ísland á dögunum ásamt tuttugu heppnum hlustendum sínum sem höfðu unnið ferð til landsins í boði útvarpsstöðvarinnar MIX 107.3 og Icelandair.

Lífið

Hrasaði um stein

Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin, segist hafa dottið um stein í garðinum sínum þegar hann braut litla fingur vinstri handar á dögunum. Fyrir vikið þurfti að fresta endurkomutónleikum sveitarinnar um tvær vikur, eða til 10. desember.

Lífið

Fjórar nýjar þulur á skjáinn

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, hefur ráðið fjórar nýjar þulur til starfa á stöðinni úr hópi þeirra 103 sem sóttu um starfið.

Lífið

46 ára nærfatafyrirsæta

Agent Provocateur nærfatafyrirtækið er nú ekki þekkt fyrir að fara hefðbundar leiðir í auglýsingum sínum. Þeir gerðu meðal annars sjónvarpsauglýsingu með Kylie Minogue sem var svo svæsin að hún var bönnuð í sjónvarpi, og notuðu Maggie Gyllenhal sem andlit sitt þegar hún var nýbúin að eiga barn.

Lífið

,,I'll be back" er lífseigasta línan

,,I'll be back" er mest notaða tilvitnunin í bíómynd, sé eitthvað að marka könnun vefsvæðisins myfilms.com. Línuna ódauðlegu sagði Arnold Schwarzenegger, núverandi ríkisstjóri Kaliforníu, í titilhlutverki sínu í Terminator, rétt áður en hann keyrði bíl sínum gegnum vegg lögreglustöðvar.

Lífið

Barði og Eberg semja tónlist fyrir jólahrollvekju

Barði Jóhannson er fjölhæfur maður. Það hefur tæpast farið framhjá neinum þegar hann rúllaði upp samkeppninni í Laugardagslögunum með slagaranum Ho ho ho we say hey hey hey, sem gæti mögulega orðið eina sigurstranglega lagið sem Íslendingar hafa nokkru sinni sent í Eurovision.

Lífið