Lífið

Stofnar samtök um bíllausan lífsstíl

Sigrún Helga Lund er stærðfræðingur og tveggja barna móðir í Vesturbæ Reykjavíkur. Annað kvöld stendur hún fyrir stofnun nýrra samtaka um bíllausan lífsstíl. Sigrún stofnaði samfélag tengdu málefninu á Facebook fyrir skömmu og hafa rúmlega þúsund manns nú þegar skráð sig. Hún segir verulega halla á þá sem kjósa sér annan samgöngumáta en bíla.

Lífið

Jóhanna Vilhjálms veiddi Maríulaxinn kasólétt

„Þetta var bara stórkostleg upplifun en það var einnig mjög góð tilfinning að sleppa honum," svarar Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona þegar Vísir spyr hana út í Maríulaxinn sem hún veiddi í drottningu laxánna, Laxá í Aðaldal, um helgina.

Lífið

Christina Aguilera laus við glamúr - myndir

Christina Aguilera og eiginmaður hennar Jordan Bratman sem eignuðust sitt fyrsta barn í janúar á þessu ári, drenginn Max, voru afslöppuð og laus við allan glamúr sem einkennir söngkonuna þegar hún fer út fyrir hússins dyr þegar ljósmyndarar þyrptust að þeim yfirgefa veitingastað í Beverly Hills.

Lífið

Sveitabúðkaup opnar heimasíðu

Kvikmyndin Sveitabrúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur verður frumsýnd þann 28.08.08 og er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Nú hefur kvikmyndin opnað heimasíðu þar sem hægt er að sjá ýmsan fróðleik um myndina.

Lífið

Jennifer Lopez staðráðin í að komast aftur í gott form

Jennifer Lopez, 38 ára, nýbökuð móðir segir í nýlegu viðtali í sjónvarpsþættinum Good Morning America sem sýndur er á ABC sjónvarpsstöðinni að hún hafi byrjað að stunda líkamsrækt þegar tvíburarnir, Max og Emme, voru aðeins sex mánaða gamlir.

Lífið

Draumalandið komið út á ensku - Björk skrifar formála

Draumalandið, bók Andra Snæs Magnasonar, hefur verið gefin út á ensku af forlaginu Citizen Press. Nefnist hún"Dreamland - A Self-Help Guide For a Frightened Nation." Björk ritar formála. Enska útgáfan kom út hér á landi sama dag og Náttúru tónleikarnir voru haldnir í Laugardal. Hún er nú til sölu í bókabúðum um land allt.

Lífið

Lottómilljónamæringar þökkuðu fyrir sig

Heppni Lottóspilarinn sem vann sjöfalda pottinn í lottóinu á laugardaginn keypti miðann sinn í Leifasjoppu í Iðufelli. „Það er mjög ánægjulegt að hafa selt vinningsmiðann sjálfan en það var mikil sala hérna á laugardaginn á lottómiðum," segir Þorleifur Eggertsson eða Leifi, eigandi sjoppunnar.

Lífið

Skrapp út til Sviss og hlaut verðlaun

Íslenska kvikmyndinni Skrapp út fékk verðlaun á 61. Locarno hátíðinni í Sviss í gær. Þetta er ein elsta og virtasta kvikmyndahátíð Evrópu og er sett á sama stall og Cannes, Berlínar- og Feneyjahátíðin.

Lífið

Suri Cruise þolir ekki myndatökur - myndir

Sem fyrr elta ljósmyndarar fjölskyldu Tom Cruise hvert fótspor en það sem vekur athygli er að Suri Cruise, aðeins tveggja ára, heldur fyrir andlit sitt þegar ljósmyndararnir byrja að taka myndir af þeim eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Lífið

Mike Myers í mynd Tarantinos

Mike Myers mun fara með hlutverk í nýrri mynd Quentins Tarantino, sem ber titilinn Inglorious Bastards og fjallar um seinni heimsstyrjöldina. Myers mun leika breska ofurstann Ed Fenech, sem tekur þátt í áætlun um að útrýma leiðtogum Nasista. Brad Pitt mun einnig leika í myndinni og er þetta í fyrsta skipti sem þessir tveir leikarar leiða saman hesta sína.

Lífið