Lífið

Nýjum fána Nýrra tíma verður breytt

„Þetta er ansi afdráttarlaust myndmál. Nýnasistar hafa notað tákn og liti af þessu tagi. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara hugsanalaus bjánagangur,“ segir Dóra Ísleifsdóttir, fagstjóri grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands.

Lífið

Einkadans fyrir þrjá dansara

Sviðslistahópurinn Panic Productions frumsýnir nýjasta verk sitt, Private Dancer, á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Verkið má flokka undir dansleikhús en meðlimir hópsins búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði. Höfundar semja verkið frá grunni og liggur að baki því mikil vinna og langur fæðingartími.

Lífið

Árni Beinteinn á útopnu

Einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins er nýkominn heim frá Amsterdam þar sem hann sýndi stuttmynd sína Auga fyrir auga – en hún er væntanleg á DVD – og hélt erindi á kvikmyndahátíð.

Lífið

Glimrandi gangur á skemmtistaðnum Glitni

„Jú, við vissum alveg af því að við ættum nafna á Íslandi. Og þykir það sorglegt hvernig komið er fyrir honum. Hins vegar er alveg glimrandi gangur hjá okkur og ekkert gjaldþrot í spilunum,“ segir Hans Andreasen, vert á veitinga- og skemmtistaðnum Glitni í Þórshöfn. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá hefur færeyska ríkisstjórnin ákveðið að koma Íslandi til hjálpar á þessum síðustu og verstu og hyggjast veita þjóðinni lán upp á 300 milljónir danskra. Án nokkurra skilyrða ef marka má fyrstu fréttir.

Lífið

Kvikmynd um Sálina hans Jóns míns

Heimildamyndin „Hér er draumurinn" eftir Jón Egil Bergþórsson verður frumsýnd í Háskólabíói föstudaginn 31. október og verður sýnd þar alla helgina.

Lífið

Hljómsveitin Steini gefur út plötu

Í dag kemur út ný plata með hljómsveitinni Steina sem vann Þorskastríð Cod Music fyrr á árinu og fékk í verðlaun útgáfusamning. Samkvæmt fréttatilkynningu er að finna 12 lög á plötunni sem heitir Human Comfort.

Lífið

Stuð á Airwaves - myndir

„Öðlingurinn Krummi Björgvinsson söng í nokkrum lögum á nýrri breiðskífu okkar, THE BLOOD, sem kemur út snemma í næsta mánuði," segir Haukur S. Magnússon gítarleikari hljómsveitarinnar „Reykjavík!".

Lífið

Forsetaframbjóðandi boðar til mótmæla

Listamaðurinn og forsetaframbjóðandinn Snorri Ásmundsson hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn. Gengið verður frá Hlemmi og niður á Austurvöll. Snorri krefst ábyrgðar og vill kosningar strax.

Lífið

Snýr Michael Jackson aftur?

Michael Jackson sem margir kalla konung poppsins hyggur á endurkomu að hið breska Sun fullyrðir. Jackson er sagður ætla að fara í tónleikaferð á næsta ári og koma fram á 30 tónleikum víðsvegar um heiminn.

Lífið

Borguðu með perlum í stað punda

Gengi íslensku krónunnar setti breitt og langt strik í reikninginn við tökur á nýju myndbandi við lag Emiliönu Torrini, „I've heard it all before“. Gjörningahópurinn Weird Girls, undir forystu Kitty Von Sometime gerði myndbandið, en leikstjórinn, tökumaðurinn og klipparinn eru breskir.

Lífið

Prince Polo skortur í landinu?

Hugsanlegt er að Prince Polo verði ekki fáanlegt í landinu í einhvern tíma vegna þeirra efnahagserfiðleika sem yfir landið ganga. Myndi það vera í annað sinn í 50 ára sögu sælgætisins hér á landi sem það gerðist.

Lífið

Snúrufargan úr sögunni

Útrás íslenskra athafnamanna er rétt að byrja hafi einhver haldið að henni væri lokið. Íslenska hönnunarfyrirtækið Preggioni hefur sett á markað vöru sem notendur ýmiss konar tónlistarspilara taka vafalítið opnum örmum.

Lífið

Yfirmaður greiningadeildarinnar ekur á BMW

Síðasti þáttur sakamálaseríunnar Svartir Englar verður sýndur í kvöld. Í síðasta þætti gerðust hlutirnir ansi hratt, en þá fannst lík konu, sem hafði verið saknað, í vatnsþró í Hvalfjarðargöngunum.

Lífið

Móðir og bróðir Jennifer Hudson létust í skotárás

Móðir og bróðir bandarísku söngkonunnar og óskarsverðlaunahafans Jennifer Hudson fundust látin á heimili sínu eftir skotárás í gær. Lögreglan leitar að sjö ára frænda Hudson sem enn hefur ekki fundist. Þegar hefur einn verið handtekinn í tengslum við skotárásina. Lögreglan telur að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða.

Lífið

Gísli Marteinn hlýtur BA gráðu á morgun

Það verður stór dagur hjá Gísla Marteini Baldurssyn borgarfulltrúa á morgun, þegar að hann lýkur B.A. prófi frá Háskóla Íslands. „Ég er bara að ljúka loksins mínu ágæta námi frá Háskóla Íslands,"

Lífið

Gillz ætlar að skeina Verzlingum fyrir gott málefni

„Þessir Verzlingar halda að þeir séu að fara að koma og skeina feitum selebbum og láta allan skólann hlæja Það er ekki að fara að gerast á minni vakt," segir Egill „Gillz" Einarsson. Hann verður fyrirliði fótbotaliðs frægra, sem mætir liði Verzlunarskólans á morgun.

Lífið