Lífið

Óskar Lohan hins besta

Hótelerfinginn Paris Hilton hefur tekið lífinu með ró undanfarna mánuði og eytt tíma í faðmi kærasta síns frekar en að stunda næturlífið. Í nýlegu viðtali var hún spurð út í gömlu vinkonu sína, leikkonuna Lindsay Lohan, og sagðist Hilton aðeins óska henni alls hins besta. „Lindsay er góð manneskja og ég vona að hún geti snúið lífi sínu við. Við höfum ekki verið í sambandi undanfarið vegna þess að við höfum haldið hvor í sína áttina, en ég óska henni alls hins besta.“

Lífið

Netþrjótur þykist vera Ingibjörg Egils á Facebook

„Vonandi verður aðganginum eytt sem fyrst,“ segir fyrirsætan og framkvæmdastýran Ingibjörg Egilsdóttir. Netþrjótur hefur tekið nafn Ingibjargar ásamt mynd af henni og stofnað aðgang á Facebook. Þrjóturinn hefur þegar bætt nokkrum stúlkum á vinalistann,

Lífið

Hugmyndir að nýrri sögu sóttar úr fjölmiðlaheiminum

Ragnar Jónasson rithöfundur er byrjaður að leggja drög að sjálfstæðu framhaldi glæpasögunnar Snjóblindu. Snjóblinda vakti athygli þegar hún kom út fyrir jólin og kom út í kiljuútgáfu fyrir skemmstu. Að þessu sinni ætlar höfundurinn meðal annars að nýta sér reynslu sína úr fjölmiðlaheiminum við skrifin, en Ragnar vann við fjölmiðla með námi á sínum tíma, fyrst á Aðalstöðinni og hjá dægurmálaútvarpi Rásar 2 og síðan sem fréttamaður í innlendum fréttum á fréttastofu Sjónvarpsins.

Lífið

FM957 gegn einelti

Umræðan um einelti er mikil í þjóðfélaginu og ekki að óþörfu. Útvarpsstöðin FM957 vill leggja sitt af mörkum til málefnisins og um leið skapa umræðunni grundvöll á stöðinni. Í eina viku frá föstudeginum 11 mars til föstudagsins 18.mars þá mun FM957 vekja sína hlustendur og vonandi sem flesta til umhugsunar um einelti og hversu alverlegt vandamál það er í skólum, á vinnustöðum og þar sem að fólk kemur saman almennt. FM957 leggst gegn einelti og stöðin er búin að fá með sér í lið marga af þekktustu einstaklingum þjóðarinnar til þess að vekja athygli á málstaðnum. Átaksvikan gegn einelti byrjar á því að FM957, Gokart.is og Hamborgarafabrikkan ætla að færa Þorvaldi Breiðfjörð Berglindarsyni fórnarlambi eineltis í Hveragerði Go-Kart námskeið að gjöf og fjölskylduveislu á Hamborgarafabrikkunni. Þorvaldur er mikill áhugamaður um Go-Kart og er þetta gert í samráði við fjölskylduna. FM957 er fyrst og fremst að leggja í átak gegn einelti til að vekja athygli á málstaðnum vegna þess að stöðin nær einna best til þess hóps sem tekur þátt í einelti, bæði gerenda og þolenda.

Lífið

Drekkur ótæpilega

Söngkonan Christina Aguilera er að sögn vina mjög þung í sinni eftir skilnaðinn við eiginmann sinn, Jordan Bratman, og drekkur ótæpilega til að komast hjá því að takast á við vandann.

Lífið

Spider-Man frestað á ný

Spider-Man söngleiknum sem átti að frumsýna á Brodway 15. mars hefur enn og aftur verið frestað. Núna er fyrirhugað að hann verði settur á fjalirnar í sumar. Leikstjórinn Julie Taymore hefur einnig yfirgefið verkefnið, sem hefur þegar kostað 65 milljónir dala í framleiðslu, eða um sjö og hálfan milljarð króna. Frestunin gerði það að verkum að Taymore hefur ekki tíma til að starfa lengur við söngleikinn og breyta því sem þarf að breyta. Bono og The Edge, sem semja tónlistina, hafa einnig tilkynnt að þeir ætli að semja tvö ný lög fyrir söngleikinn.

Lífið

Morrissey snýr aftur á svið

Tónlistarmaðurinn Morrissey heldur í tónleikaferðalag um Bretland í júní sem endar á því að hann verður aðalatriðið á Hop Farm tónlistarhátíðinni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Morrissey kemur fram á frá árinu 2009, en hann virðist vera að vakna úr dvala.

Lífið

Algert uppnám í brúðkaupinu

The Romantics segir frá sjö vinum sem tengdust sterkum böndum í háskóla en hafa síðan haldið hver í sína áttina. Sex árum síðar eru tveir vinanna að fara að gifta sig og ákveða að kalla vinahópinn saman að nýju. Þau mæta öll á svæðið stuttu fyrir brúðkaupið, sem fer í algert uppnám og einhverjir ganga særðir frá borði.

Lífið

Gwyneth Paltrow með kántríplötu

Leikkonan Gwyneth Paltrow á í viðræðum við útgefandann Atlantic Records um að gefa út kántríplötu. Paltrow söng lagið Coming Home úr myndinni Country Strong á Óskarsathöfninni fyrir skömmu, auk þess sem hún kom fram á Grammy-hátíðinni ásamt Cee Lo Green.

Lífið

Tekur Charlie Sheen á þetta

Eftir að leikarinn Charlie Sheen, 45 ára, fékk reisupassann frá framleiðendum sjónvarpsþáttarins Two And A Half Men síðasta mánudag hafa verið uppi getgátur um hver fær hlutverkið. Framleiðendur sendu tilkynningu þess efnis að félagi Charlie, leikarinn Rob Lowe, mun ekki taka að sér hlutverk Charlie. Í meðfylgjandi myndskeiði má hinsvegar sjá leikarann Jerry O'Connell þreyta einhverskonar inntökupróf fyrir hlutverkið fyrir Two And A Half Men sem Charlie og gerir það ágætlega.

Lífið

Óvenjulegir tónleikar með Matta Matt

Karlakór Dalvíkur ásamt söngvaranum Matthíasi Matthíassyni og rokkhljómsveit flytja lög Bítlanna og Queen í Salnum á föstudag og laugardag. Lögin verða í rokkuðum útsetningum Guðmundar Óla Gunnarssonar, stjórnanda kórsins.

Lífið

Ráðinn í auglýsingu fyrir Samsung á elleftu stundu

Darri Ingólfsson fer með aðalhlutverkið í væntanlegri sjónvarpsauglýsingu raftækjarisans Samsung sem sýnd verður í Bandaríkjunum. Darri auglýsir Samsung Galaxy Tab, sem er ný græja sem er einhvers konar blanda af iPhone og iPad. Leikstjórar auglýsingarinnar eru þeir Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson.

Lífið

Gleypir rakvélarblöð á töfrasýningu

"Þetta er það persónulegasta sem ég hef gert. Ég er rokkari og töframaður og þarna flétta ég því saman,“ segir Ingó Geirdal sem verður með töfrasýningu í Austurbæ sunnudaginn 13. mars.

Lífið

Tónleikaferð um Evrópu

Hljómsveitin Rökkurró er á leiðinni í stutta tónleikaferð um Evrópu þar sem spilað verður á átta tónleikum. Þeir fyrstu verða á staðnum Windmill í London 13. apríl en þeir síðustu í Engelesburg í Þýskalandi 21. apríl. Ferðinni verður einnig heitið til Hollands og Belgíu.

Lífið

Rapparinn Ghostface Killah til Íslands

Bandaríski rapparinn Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, stígur á svið á Nasa laugardagskvöldið 2. apríl í tilefni af tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival, RFF. Undanfarið hefur hann komið fram á mörgum tískuvikum, þar á meðal í Kaupmannahöfn og London.

Lífið

Snákur bítur brjóst

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá barmmikla ónefnda konu gæla við snák af óskiljanlegum ástæðum. Henni algjörlega að óvörum tekur dýrið skyndilega upp á því að bíta í vinstra brjóstið á henni. Þá má sjá nærstadda koma konunni, sem þjáist greinilega við bitið, til hjálpar og losa snákinn af brjósti hennar.

Lífið

Geimverur ráðast á jörðina

Battle: Los Angeles verður frumsýnd hérlendis á morgun og á hún vafalítið eftir að njóta sín vel á hvíta tjaldinu enda uppfull af sprengingum og tæknibrellum eins og algengt er með myndir í þessum dúr.

Lífið

Lara Croft aftur á hvíta tjaldið

Þriðja Tomb Raider-myndin er í undirbúningi. "Við erum mjög spennt fyrir því að vekja aftur til lífsins kvikmyndaröð sem er nú þegar orðin gríðarlega vinsæl,“ sagði framleiðandinn Graham King. Ekki hefur verið ákveðið hver mun leikstýra nýju myndinni og hver fer með aðalhlutverkið.

Lífið

Bieber er brandarakall

Justin Bieber fór illa með gítarleikara sinn, Dan Kanter, á Twitter á mánudaginn en Bieber stal lykilorði Kanters og þóttist tilkynna aðdáendum sínum að hann væri hættur að spila undir hjá söngvaranum unga.

Lífið

Charlie í beinni á hlaupabrettinu

Leikarinn Charlie Sheen, 45 ára, var óvenju hress í beinni útsendingu heima hjá sér á hlaupabrettinu að spjalla við stjórnendur útvarpsþáttar í Kaliforníu þar sem leikarinn bað meðal annars leikarann Jon Cryer, fyrrum samstarfsfélaga sinn í sjónvarpsþættinum Two And A Half Men, 50% afsökunar því hann hraunaði yfir Jon á netinu af því að hann hafði ekki samband við sig eftir að hann var rekinn síðasta mánudag. Í meðfylgjandi myndskeiði má hlusta á viðtalið við Charlie og horfa á stjórnendur útvarpsþáttarins spalla við leikarann.

Lífið

Listasafnið víkur fyrir Hörpu

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin að hluta til í Hörpunni í haust. Samningur þess efnis var nýlega undirritaður. Stærstu tónleikar hátíðarinnar verða í Hörpunni, sem gerir það að verkum að Listasafn Reykavíkur, Hafnarhúsið, verður ekki á meðal tónleikastaða í ár. Þrír salir verða notaðir í Hörpunni sem taka á bilinu 250 til 1.500 manns, allir í stæði. Með því að færa sig í yfir í Hörpuna vonast framkvæmdastjórinn Grímur Atlason til að Airwaves-hátíðin geti tekið á móti um sex þúsund manns í stað fimm þúsund eins og verið hefur.

Lífið

Dýrkar varir Perry

Russell Brand fer fögrum orðum um varir eiginkonu sinnar í nýlegu viðtali. Leikarinn breski giftist söngkonunni Katy Perry í október á síðasta ári og lætur hafa eftir sér að þegar hann kyssi varir Perry sé eins og hann fari í gegnum göng að öðrum heimi.

Lífið

Stallone stýrir ekki Expendables 2

Sylvester Stallone og félagar slógu í gegn með hasarmyndinni The Expendables í fyrra og framhaldsmynd er á teikniborðinu. Þær fregnir berast nú frá Hollywood að Stallone ætli sjálfum sér ekki jafn stórt hlutverk við gerð framhaldsmyndarinnar og þeirrar fyrri; hann leiti nú að öðrum leikstjóra. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu nýs leikstjóra.

Lífið

Geimsteinn haslar sér völl í hipphoppinu

"Ég er búinn að fá grænt ljós frá Geimsteini,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti. Gauti hyggst senda frá sér fyrstu plötuna sína í maí og segir að um sumargrip sé að ræða. Hann hefur verið áberandi í hipphopp-senunni undanfarin misseri og söng meðal annars með Erpi Eyvindarsyni í laginu Elskum þessar mellur í fyrra.

Lífið