Lífið Gullmolarnir í lífinu Börn með þroskahömlun gera Jesú að ævilöngum vini á fermingardaginn. "Áður fyrr var undir hælinn lagt hvort börn með þroskahömlun fermdust, og í starfi mínu hef ég talað við margt aldrað fólk sem svíður sárt að hafa ekki fengið að fermast af því það gat ekki lært kverið sitt og var kannski ekki læst. Við þurfum ekki að vera læs til að eiga Jesú að vini. Við þurfum bara að vera læs á hjarta okkar og umhverfi,“ segir Guðný Halldórsdóttir, sem starfað hefur sem prestur fatlaðra frá árinu 1990 og þjónar sérstaklega einstaklingum með þroskahömlun. Lífið 23.3.2011 16:33 Pabbi fór á kostum Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ásmundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnaður að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsilegir hvítir fermingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll til að klæðast eftir ferminguna í veisluna og kápa.“ Lífið 23.3.2011 16:33 Myndaþáttur: Laglegir unglingar Undir hvítum kuflinum á fermingardaginn leynast oft fagrir kjólar og litrík klæði sem valin hafa verið af kostgæfni. Fermingarbörnin hafa oft á tíðum sterkar skoðanir á því hverju þau vilja klæðast á þessum merkilega degi í lífi þeirra. Lífið 23.3.2011 16:33 Borgaraleg ferming vinsæll valkostur Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sífellt fleiri velja þennan kost. Lífið 23.3.2011 16:33 Mamma erfði skyrtuna „Þetta var yndislegur dagur," segir Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona, sem fermdist 6. apríl 1975 í Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli. „Ég ólst upp á frekar trúuðu heimili. Mamma og pabbi sóttu messur og pabbi söng með kirkjukórnum. Ég fór snemma að syngja með kórnum og hugsaði mikið um trúna. Mér fannst því sjálfsagt að fermast," segir Elín, en séra Stefán Lárusson sá um ferminguna. Lífið 23.3.2011 16:33 Verða góðar manneskjur Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Lífið 23.3.2011 16:33 Þessi eru með himinháa greindarvísitölu Meðfylgjandi myndskeið var tekið í dag í Vonarstræti þegar Hönnunarsjóður Auroru útlhlutaði rúmlega 11,5 milljón króna til verkefna á sviði hönnunar. Við tókum hönnuðina Hafstein Júlíusson, Emblu Vigfúsdóttur, Katarinu Lötzcsch, Anton Kaldal og Steinar Farestveit tali þar sem þeir kynntu hugmyndir sínar. Lífið 23.3.2011 15:25 Framúrskarandi íslenskir hönnuðir verðlaunaðir Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði rúmlega 11,5 milljón króna til verkefna á sviði grafískrar hönnunar, fatahönnunar, matarhönnunar, vöruhönnunar og arkitektúrs. Þrír aðilar fengu framhaldsstyrki til frekari eflingar verkefna sinna, sem er í takt við þá stefnu Hönnunarsjóðsins að fylgja eftir völdum verkefnum þannig að sá árangur megi fremur nást sem viðkomandi hönnuður stefnir að. Það voru þeir Bóas Kristjánsson með fatamerki sitt 8045, Hafsteinn Júlíusson með vörumerki sitt HAF og Charlie Strand með bókina Icelandic Fashion Design sem kemur út í sumar. Öll eiga þessi verkefni sameiginlegt að ötullega hefur verið unnið í þeim frá fyrri styrkveitingum. Sjá nánar hér. Lífið 23.3.2011 14:25 Pabbi Mugisons bjargaði bassa Diktu "Það er einhver draugur í þessum bassa. Bassabölvunin,“ segir Jón Þór Sigurðsson, best þekktur sem Nonni kjuði, trommuleikari hljómsveitarinnar Dikta. Lífið 23.3.2011 11:00 Eagles-menn koma með einkaþotu „Þetta er eitt mesta brjálæði sem ég hef upplifað og hef ég þó upplifað margt,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson. Lífið 23.3.2011 09:00 Spúkí stemning með miðil og spákonu í beinni Meðfylgjandi myndskeið var tekið í gærkvöldi á settinu hjá Dyngju-dömum Skjás eins, Nadiu Banine og Björk Eiðsdóttur, rétt áður en útsending þáttarins Dyngjan hófst klukkan 21:05. Gestir kvöldsins, Guðrún Hjörleifsdóttir miðill og Sigríður Klingenberg spákona, voru nýbúnir að koma sér fyrir ásamt þáttastjórnendum. Eins og sjá má var stemningin rafmögnuð. Lífið 23.3.2011 07:43 Vill komast í jarðarför Perkins Blúsarinn Halldór Bragason ætlar að reyna að vera viðstaddur jarðarför vinar síns, bandarísku blúsgoðsagnarinnar Pinetop Perkins, sem er látinn, 97 ára gamall. Lífið 23.3.2011 07:00 Aldrei aftur allsber Breski leikarinn Ewan McGregor lét hafa það eftir sér á dögunum að hann væri hættur að koma nakinn fram á hvíta tjaldinu. McGregor, sem verður fjörutíu ára á þessu ári, segist ekki vilja enda eins og margar karlkyns Hollywood-stjörnur sem sífellt eru naktar í ástarleikjum með ungum konum. Tekur hann leikarann Clint Eastwood sem dæmi. Lífið 23.3.2011 06:00 Missir hárið Söngkonan skrautlega Lady Gaga er byrjuð að missa hárið og þarf að ganga með hatt til að fela skallablettina. Skrautlegar hárgreiðslur og sífelldar breytingar á háralit virðast vera byrjaðar að taka sinn toll á hári söngkonunnar, sem er byrjuð að sanka að sér hárkollum. „Ég nota hárkollur og hárlengingar til að bæta upp lokkana sem detta af.“ Lífið 23.3.2011 05:00 Villtar klukkustundir á Íslandi þrátt fyrir skakkaföll "Það er leiðinlegt að þetta þurfti að enda svona. Þetta hefði getað verið stöngin inn," segir Róbert Aron Magnússon, sem skipulagði tónleika bresku hljómsveitarinnar Hurts á sunnudagskvöld. Lífið 22.3.2011 19:00 Will Smith gaf tölvur Will Smith hefur gefið 29 tölvur til menntaskóla í heimaborg sinni Fíladelfíu í Pennsylvaníu-fylki. Þetta góðverk gerði leikarinn eftir að hann komst að því að þjófar höfðu stolið sextíu tölvum úr skólanum. Þeir hafa verið handsamaðir af lögreglu og ákærðir fyrir verknaðinn. Upphæðin sem Smith innti af hendi kemur úr góðgerðarsjóði sem hann stofnaði með eiginkonu sinni. Smith ólst upp í bænum Wynnefield skammt frá menntaskólanum sem er í vesturhluta Fíladelfíu. Lífið 22.3.2011 18:00 Braut rúðu í brjálæðiskasti Hér má sjá þegar tónlistarmaðurinn Chris Brown, sem lúbarði söngkonuna Rihönnu fyrir tveimur árum, var í viðtali í sjónvarpsþættinum Good Morning America í morgun. Chris tók brjálæðiskast eftir að spyrillinn spurði hann út í það sem hann gerði Rihönnu en ef myndskeiðið er skoðað má greinilega sjá að hann er ósáttur við að rifja upp fortíðina. Söngvarinn rauk eftir viðtalið beint í búningsherbergið ósáttur við spurningarnar sem áttu að hans mati að ganga út á nýju plötuna hans Fame. Þá braut Chris rúðu í æðiskastinu. Meðfylgjandi má sjá myndir af Chris fyrir utan sjónvarpsstöðina og skilaboðin sem hann setti á Twitter síðuna sína í kjölfarið en nú þegar er búið að eyða skilaboðunum. Lífið 22.3.2011 15:48 Einhleyp og hamingjusöm Leikkonan Renee Zellweger er laus og liðug á ný eftir að hafa sagt skilið við leikarann Bradley Cooper. Zellweger virðist þó ekki gráta sambandið því hún lék við hvern sinn fingur í veislu sem haldin var síðustu helgi. Lífið 22.3.2011 14:00 Pearl Jam býr til plötu Rokkararnir í Pearl Jam byrja í næsta mánuði að taka upp sína tíundu hljóðversplötu. Síðasta plata sveitarinnar, Backspacer, kom út árið 2009. "Við gerðum fullt af prufuupptökum og við erum með 25 möguleg lög,“ sagði bassaleikarinn Jeff Ament. Lífið 22.3.2011 14:00 HURTS: Kærleiksrík kveðja þrátt fyrir misheppnaða tónleika Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig hljómsveitin HURTS kvaddi áhorfendur í Vodafone höllinni á sunnudagskvöldið áður en þeir spiluðu lokalagið. Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu og breytti þar með annars frábærri stemningu sem hafði skapast í höllinni á meðan bandið spilaði. Lífið 22.3.2011 12:50 Yfirlýsing frá Hurts: Áhorfendur björguðu tónleikunum - Viva Ísland Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu í Vodafone-höllinni þegar breska hljómsveitin Hurts hélt þar tónleika á sunnudagskvöld. Einhverjir í hljómsveitinni voru frekar fúlir eftir atvikið en tóku þó gleði sína á ný eftir tónleikana þegar eftirpartí var haldið þeim til heiðurs á skemmtistaðnum Austur. Lífið 22.3.2011 12:30 Ekki er þetta sleikur Charlie Sheen? Leikarinn Charlie Sheen mætti öllum að óvörum í spjallþátt Jimmy Kimmel í gærkvöldi á sjónvarpsstöðinni Abc. Leikarinn kyssti þáttastjórnandann eftirminnilega eins og sjá má í myndskeiðinu. Nýjustu fregnir úr Hollywood herma að Charlie verði mögulega endurráðinn í sjónvarpsþáttinn vinsæla Two and a Half Men. Gustað hefur um stjörnuna síðustu vikur eftir að hann hellti sér yfir framleiðendur þáttanna. Lífið 22.3.2011 11:51 Spákonur í beinni "Okkur langar að vita hvað er til í þessu og hvernig þær fara að þessu, hvernig miðlar sjá framtíðina og fleira í þeim dúr. Hafa ekki flestar stelpur og konur farið til miðils eða spákonu? Þá ekki síst þegar þær hætta með kærastanum, segir Björk Eiðsdóttir annar þáttastjórnenda Dyngjunnar á Skjá einum. "Við ætlum að spyrja hvað má ekki segja og hvort það sé ekki hættulegt að við förum að lifa eftir þessu." Verður spáð í beinni útsendingu í kvöld? "Ég ætla að spyrja Guðrúnu hvort hún finni fyrir einhverju í salnum eða í kringum okkur," segir Björk spennt. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr þáttunum. Lífið 22.3.2011 10:30 Batman-hópurinn klár Þriðja myndin í Leðurblökumanns-flokki Christopher Nolan er beðið með mikilli eftirvæntingu enda sló Dark Knight eftirminnilega í gegn fyrir tveimur árum. Fyrrum barnastjarna verður í hlutverk aðalskúrksins. Lífið 22.3.2011 08:00 Charlie Sheen er lítið barn Charlie Sheen er vafalítið aðalstjarnan það sem af er þessa árs en sífellt fleiri efast um geðheilbrigði leikarans. Bæði bróðir og faðir leikarans tjáðu sig um ástandið á honum um helgina. Lífið 22.3.2011 08:00 Ný ástkona Tiger Tiger Woods, kylfingurinn kvensami, er kominn með nýja stúlku uppá arminn. Sú „heppna“ heitir Alyse Lahti Johnson og er 22 ára stjúpdóttir framkvæmdarstjóra umboðskrifstofu Tiger. Sambandið kom í ljós þegar Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger, keypti sér villu við hlið Tiger í Flórída fyrir skemmstu. Lífið 22.3.2011 07:00 Á toppnum á tveimur stöðum „Maður vonaði alltaf að það kæmi fólk að sjá myndina en ég bjóst ekki við að þetta gengi svona vel strax,“ segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Okkar eigin Osló. Lífið 22.3.2011 05:00 Orlando vill ögrandi hlutverk Orlando Bloom finnst skemmtilegast að leika persónur sem ögra honum sem leikara. "Ef handritið er mjög gott, persónan vel skrifuð og fólkið sem kemur nálægt myndinni áhugavert þá tek ég að mér hlutverkið,“ sagði Bloom. Lífið 21.3.2011 22:00 Foo Fighters vilja ekki vera í Glee Tónlistarmaðurinn Dave Grohl er lítið hrifinn af sjónvarpsþáttunum Glee og mun sjálfur ekki gefa leyfir fyrir því að lög með hljómsveit hans, Foo Fighters, verði flutt í þáttunum. Lífið 21.3.2011 21:30 Íslensk menning slær í gegn í París Menningarhátíðinni Air d‘Islande lauk í París í gær. Lay Low, Hjaltalín og Feldberg héldu tónleika á einum þekktasta tónleikastað Parísar, Flèche d‘Or, og voru gestir um 500 talsins. Að sögn skipuleggjenda fengu íslensku sveitirnar frábærar viðtökur og komust ekki allir að sem vildu. Lífið 21.3.2011 19:00 « ‹ ›
Gullmolarnir í lífinu Börn með þroskahömlun gera Jesú að ævilöngum vini á fermingardaginn. "Áður fyrr var undir hælinn lagt hvort börn með þroskahömlun fermdust, og í starfi mínu hef ég talað við margt aldrað fólk sem svíður sárt að hafa ekki fengið að fermast af því það gat ekki lært kverið sitt og var kannski ekki læst. Við þurfum ekki að vera læs til að eiga Jesú að vini. Við þurfum bara að vera læs á hjarta okkar og umhverfi,“ segir Guðný Halldórsdóttir, sem starfað hefur sem prestur fatlaðra frá árinu 1990 og þjónar sérstaklega einstaklingum með þroskahömlun. Lífið 23.3.2011 16:33
Pabbi fór á kostum Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ásmundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnaður að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsilegir hvítir fermingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll til að klæðast eftir ferminguna í veisluna og kápa.“ Lífið 23.3.2011 16:33
Myndaþáttur: Laglegir unglingar Undir hvítum kuflinum á fermingardaginn leynast oft fagrir kjólar og litrík klæði sem valin hafa verið af kostgæfni. Fermingarbörnin hafa oft á tíðum sterkar skoðanir á því hverju þau vilja klæðast á þessum merkilega degi í lífi þeirra. Lífið 23.3.2011 16:33
Borgaraleg ferming vinsæll valkostur Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sífellt fleiri velja þennan kost. Lífið 23.3.2011 16:33
Mamma erfði skyrtuna „Þetta var yndislegur dagur," segir Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona, sem fermdist 6. apríl 1975 í Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli. „Ég ólst upp á frekar trúuðu heimili. Mamma og pabbi sóttu messur og pabbi söng með kirkjukórnum. Ég fór snemma að syngja með kórnum og hugsaði mikið um trúna. Mér fannst því sjálfsagt að fermast," segir Elín, en séra Stefán Lárusson sá um ferminguna. Lífið 23.3.2011 16:33
Verða góðar manneskjur Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Lífið 23.3.2011 16:33
Þessi eru með himinháa greindarvísitölu Meðfylgjandi myndskeið var tekið í dag í Vonarstræti þegar Hönnunarsjóður Auroru útlhlutaði rúmlega 11,5 milljón króna til verkefna á sviði hönnunar. Við tókum hönnuðina Hafstein Júlíusson, Emblu Vigfúsdóttur, Katarinu Lötzcsch, Anton Kaldal og Steinar Farestveit tali þar sem þeir kynntu hugmyndir sínar. Lífið 23.3.2011 15:25
Framúrskarandi íslenskir hönnuðir verðlaunaðir Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði rúmlega 11,5 milljón króna til verkefna á sviði grafískrar hönnunar, fatahönnunar, matarhönnunar, vöruhönnunar og arkitektúrs. Þrír aðilar fengu framhaldsstyrki til frekari eflingar verkefna sinna, sem er í takt við þá stefnu Hönnunarsjóðsins að fylgja eftir völdum verkefnum þannig að sá árangur megi fremur nást sem viðkomandi hönnuður stefnir að. Það voru þeir Bóas Kristjánsson með fatamerki sitt 8045, Hafsteinn Júlíusson með vörumerki sitt HAF og Charlie Strand með bókina Icelandic Fashion Design sem kemur út í sumar. Öll eiga þessi verkefni sameiginlegt að ötullega hefur verið unnið í þeim frá fyrri styrkveitingum. Sjá nánar hér. Lífið 23.3.2011 14:25
Pabbi Mugisons bjargaði bassa Diktu "Það er einhver draugur í þessum bassa. Bassabölvunin,“ segir Jón Þór Sigurðsson, best þekktur sem Nonni kjuði, trommuleikari hljómsveitarinnar Dikta. Lífið 23.3.2011 11:00
Eagles-menn koma með einkaþotu „Þetta er eitt mesta brjálæði sem ég hef upplifað og hef ég þó upplifað margt,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson. Lífið 23.3.2011 09:00
Spúkí stemning með miðil og spákonu í beinni Meðfylgjandi myndskeið var tekið í gærkvöldi á settinu hjá Dyngju-dömum Skjás eins, Nadiu Banine og Björk Eiðsdóttur, rétt áður en útsending þáttarins Dyngjan hófst klukkan 21:05. Gestir kvöldsins, Guðrún Hjörleifsdóttir miðill og Sigríður Klingenberg spákona, voru nýbúnir að koma sér fyrir ásamt þáttastjórnendum. Eins og sjá má var stemningin rafmögnuð. Lífið 23.3.2011 07:43
Vill komast í jarðarför Perkins Blúsarinn Halldór Bragason ætlar að reyna að vera viðstaddur jarðarför vinar síns, bandarísku blúsgoðsagnarinnar Pinetop Perkins, sem er látinn, 97 ára gamall. Lífið 23.3.2011 07:00
Aldrei aftur allsber Breski leikarinn Ewan McGregor lét hafa það eftir sér á dögunum að hann væri hættur að koma nakinn fram á hvíta tjaldinu. McGregor, sem verður fjörutíu ára á þessu ári, segist ekki vilja enda eins og margar karlkyns Hollywood-stjörnur sem sífellt eru naktar í ástarleikjum með ungum konum. Tekur hann leikarann Clint Eastwood sem dæmi. Lífið 23.3.2011 06:00
Missir hárið Söngkonan skrautlega Lady Gaga er byrjuð að missa hárið og þarf að ganga með hatt til að fela skallablettina. Skrautlegar hárgreiðslur og sífelldar breytingar á háralit virðast vera byrjaðar að taka sinn toll á hári söngkonunnar, sem er byrjuð að sanka að sér hárkollum. „Ég nota hárkollur og hárlengingar til að bæta upp lokkana sem detta af.“ Lífið 23.3.2011 05:00
Villtar klukkustundir á Íslandi þrátt fyrir skakkaföll "Það er leiðinlegt að þetta þurfti að enda svona. Þetta hefði getað verið stöngin inn," segir Róbert Aron Magnússon, sem skipulagði tónleika bresku hljómsveitarinnar Hurts á sunnudagskvöld. Lífið 22.3.2011 19:00
Will Smith gaf tölvur Will Smith hefur gefið 29 tölvur til menntaskóla í heimaborg sinni Fíladelfíu í Pennsylvaníu-fylki. Þetta góðverk gerði leikarinn eftir að hann komst að því að þjófar höfðu stolið sextíu tölvum úr skólanum. Þeir hafa verið handsamaðir af lögreglu og ákærðir fyrir verknaðinn. Upphæðin sem Smith innti af hendi kemur úr góðgerðarsjóði sem hann stofnaði með eiginkonu sinni. Smith ólst upp í bænum Wynnefield skammt frá menntaskólanum sem er í vesturhluta Fíladelfíu. Lífið 22.3.2011 18:00
Braut rúðu í brjálæðiskasti Hér má sjá þegar tónlistarmaðurinn Chris Brown, sem lúbarði söngkonuna Rihönnu fyrir tveimur árum, var í viðtali í sjónvarpsþættinum Good Morning America í morgun. Chris tók brjálæðiskast eftir að spyrillinn spurði hann út í það sem hann gerði Rihönnu en ef myndskeiðið er skoðað má greinilega sjá að hann er ósáttur við að rifja upp fortíðina. Söngvarinn rauk eftir viðtalið beint í búningsherbergið ósáttur við spurningarnar sem áttu að hans mati að ganga út á nýju plötuna hans Fame. Þá braut Chris rúðu í æðiskastinu. Meðfylgjandi má sjá myndir af Chris fyrir utan sjónvarpsstöðina og skilaboðin sem hann setti á Twitter síðuna sína í kjölfarið en nú þegar er búið að eyða skilaboðunum. Lífið 22.3.2011 15:48
Einhleyp og hamingjusöm Leikkonan Renee Zellweger er laus og liðug á ný eftir að hafa sagt skilið við leikarann Bradley Cooper. Zellweger virðist þó ekki gráta sambandið því hún lék við hvern sinn fingur í veislu sem haldin var síðustu helgi. Lífið 22.3.2011 14:00
Pearl Jam býr til plötu Rokkararnir í Pearl Jam byrja í næsta mánuði að taka upp sína tíundu hljóðversplötu. Síðasta plata sveitarinnar, Backspacer, kom út árið 2009. "Við gerðum fullt af prufuupptökum og við erum með 25 möguleg lög,“ sagði bassaleikarinn Jeff Ament. Lífið 22.3.2011 14:00
HURTS: Kærleiksrík kveðja þrátt fyrir misheppnaða tónleika Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig hljómsveitin HURTS kvaddi áhorfendur í Vodafone höllinni á sunnudagskvöldið áður en þeir spiluðu lokalagið. Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu og breytti þar með annars frábærri stemningu sem hafði skapast í höllinni á meðan bandið spilaði. Lífið 22.3.2011 12:50
Yfirlýsing frá Hurts: Áhorfendur björguðu tónleikunum - Viva Ísland Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu í Vodafone-höllinni þegar breska hljómsveitin Hurts hélt þar tónleika á sunnudagskvöld. Einhverjir í hljómsveitinni voru frekar fúlir eftir atvikið en tóku þó gleði sína á ný eftir tónleikana þegar eftirpartí var haldið þeim til heiðurs á skemmtistaðnum Austur. Lífið 22.3.2011 12:30
Ekki er þetta sleikur Charlie Sheen? Leikarinn Charlie Sheen mætti öllum að óvörum í spjallþátt Jimmy Kimmel í gærkvöldi á sjónvarpsstöðinni Abc. Leikarinn kyssti þáttastjórnandann eftirminnilega eins og sjá má í myndskeiðinu. Nýjustu fregnir úr Hollywood herma að Charlie verði mögulega endurráðinn í sjónvarpsþáttinn vinsæla Two and a Half Men. Gustað hefur um stjörnuna síðustu vikur eftir að hann hellti sér yfir framleiðendur þáttanna. Lífið 22.3.2011 11:51
Spákonur í beinni "Okkur langar að vita hvað er til í þessu og hvernig þær fara að þessu, hvernig miðlar sjá framtíðina og fleira í þeim dúr. Hafa ekki flestar stelpur og konur farið til miðils eða spákonu? Þá ekki síst þegar þær hætta með kærastanum, segir Björk Eiðsdóttir annar þáttastjórnenda Dyngjunnar á Skjá einum. "Við ætlum að spyrja hvað má ekki segja og hvort það sé ekki hættulegt að við förum að lifa eftir þessu." Verður spáð í beinni útsendingu í kvöld? "Ég ætla að spyrja Guðrúnu hvort hún finni fyrir einhverju í salnum eða í kringum okkur," segir Björk spennt. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr þáttunum. Lífið 22.3.2011 10:30
Batman-hópurinn klár Þriðja myndin í Leðurblökumanns-flokki Christopher Nolan er beðið með mikilli eftirvæntingu enda sló Dark Knight eftirminnilega í gegn fyrir tveimur árum. Fyrrum barnastjarna verður í hlutverk aðalskúrksins. Lífið 22.3.2011 08:00
Charlie Sheen er lítið barn Charlie Sheen er vafalítið aðalstjarnan það sem af er þessa árs en sífellt fleiri efast um geðheilbrigði leikarans. Bæði bróðir og faðir leikarans tjáðu sig um ástandið á honum um helgina. Lífið 22.3.2011 08:00
Ný ástkona Tiger Tiger Woods, kylfingurinn kvensami, er kominn með nýja stúlku uppá arminn. Sú „heppna“ heitir Alyse Lahti Johnson og er 22 ára stjúpdóttir framkvæmdarstjóra umboðskrifstofu Tiger. Sambandið kom í ljós þegar Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger, keypti sér villu við hlið Tiger í Flórída fyrir skemmstu. Lífið 22.3.2011 07:00
Á toppnum á tveimur stöðum „Maður vonaði alltaf að það kæmi fólk að sjá myndina en ég bjóst ekki við að þetta gengi svona vel strax,“ segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Okkar eigin Osló. Lífið 22.3.2011 05:00
Orlando vill ögrandi hlutverk Orlando Bloom finnst skemmtilegast að leika persónur sem ögra honum sem leikara. "Ef handritið er mjög gott, persónan vel skrifuð og fólkið sem kemur nálægt myndinni áhugavert þá tek ég að mér hlutverkið,“ sagði Bloom. Lífið 21.3.2011 22:00
Foo Fighters vilja ekki vera í Glee Tónlistarmaðurinn Dave Grohl er lítið hrifinn af sjónvarpsþáttunum Glee og mun sjálfur ekki gefa leyfir fyrir því að lög með hljómsveit hans, Foo Fighters, verði flutt í þáttunum. Lífið 21.3.2011 21:30
Íslensk menning slær í gegn í París Menningarhátíðinni Air d‘Islande lauk í París í gær. Lay Low, Hjaltalín og Feldberg héldu tónleika á einum þekktasta tónleikastað Parísar, Flèche d‘Or, og voru gestir um 500 talsins. Að sögn skipuleggjenda fengu íslensku sveitirnar frábærar viðtökur og komust ekki allir að sem vildu. Lífið 21.3.2011 19:00