Lífið

Boxhanskar boðnir upp

Boxhanskar sem Sylvester Stallone notaði í Rocky-myndunum og sloppurinn sem Jeff Bridges klæddist í hlutverki sínu sem The Dude í gamanmyndinni The Big Lebowski eru á meðal safngripa sem verða seldir á uppboði í Los Angeles í maí.

Lífið

Kvikmyndastjarna kveður

Merkilegum kafla í stjörnusögu Hollywood lauk í gær þegar tilkynnt var að Elizabeth Taylor væri látin. Taylor er ein helsta og umdeildasta kvikmyndastjarna draumaborgarinnar, fyrr og síðar.

Lífið

ASA fagnar útgáfu

Hljómsveitin ASA Tríó heldur útgáfutónleika í Slippsalnum í kvöld vegna plötunnar ASA Trio Plays the Music of Thelonious Monk sem er nýkominn út. Þar er að finna tónlist eftir bandaríska píanistann og tónskáldið Thelonious Monk sem lést árið 1982. Þetta er fyrsta plata tríósins, sem samanstendur af þeim Andrési Þór Gunnlaugssyni á gítar, Scott McLemore á trommur og Agnari Má Magnússyni á hammond orgel.

Lífið

Týndri plötu lekið á netið

Plötu Davids Bowie, Toy, sem útgáfufyrirtæki hans hætti við að gefa út árið 2002, hefur verið lekið á netið. Á plötunni eru nýjar útgáfur af mörgum af hans eldri lögum, þar á meðal In the Heat of the Morning og Liza Jane, fyrsta smáskífulaginu hans. Platan kom aldrei út á vegum Virgin, meðal annars vegna höfundarréttarmála. Eftir að Bowie stofnaði eigið útgáfufyrirtæki, ISO, hafa fimm lög af plötunni verið gefin út. Bowie hefur ekki gefið út nýja plötu í átta ár. Lítið hefur spurst af honum síðan hann gekkst undir hjartaaðgerð árið 2004.

Lífið

Haugadrukkin í ástarsorg

Twilight stjarnan, leikkonan Ashley Greene, 24 ára, var mynduð haugadrukkin þegar hún staulaðist ásamt vinum í bíl sem beið hennar fyrir utan næturklúbbinn Trousdale í Hollwood í gærkvöldi. Ástæðan fyrir ástandinu á leikkonunni er að söngvarinn Joe Jonas, 21 árs, hætti nýverið með henni. Parið byrjaði að hittast í fyrra sumar en um var að ræða sameiginlega ákvörðun þeirra að slíta sambandinu ef marka má yfirlýsinguna sem þau sendu frá sér.

Lífið

Apparat tvisvar á Sódómu

„Við spiluðum oft á stöðum eins gamla Grand rokki þar sem var troðið af fólki og hávaði og stemning,“ segir Úlfur Eldjárn úr hljómsveitinni Apparat Organ Quartet.

Lífið

Syngja lög Jóns Múla

Útvarpsmaðurinn og lagahöfundurinn Jón Múli Árnason hefði orðið níræður fimmtudaginn 31. mars næstkomandi. Í tilefni af því verður efnt til tónleika í Salnum í Kópavogi þar sem Ragnar Bjarnason, Ellen Kristjánsdóttir og Sigurður Guðmundsson munu syngja mörg þekktustu lög Jóns Múla við texta Jónasar bróður hans. Að auki má gera ráð fyrir að óvæntir gestir heiðri samkomuna með söng sínum og leik. Hljómsveitina skipa Eyþór Gunnarsson, Óskar Guðjónsson, Scott MacLemore og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.

Lífið

Tók upp plötu á iPhone

Michael Stipe, söngvari R.E.M., segist hafa tekið upp síðustu plötu hljómsveitarinnar á iPhone-símann sinn. Platan Collapse Into Now kom út 7. mars og á meðal gesta á henni eru Eddie Vedder úr Pearl Jam, Patti Smith og Peaches.

Lífið

Íslandsmeistaramót í Ólsen ólsen

„Það er kominn tími á að sýna og sanna í eitt skipti fyrir öll hver er bestur,“ segir Davíð Rúnarsson, eða Dabbi Rú, eigandi Gullaldarinnar í Grafarvogi.

Lífið

Platan Watch The Throne tilbúin

Upptökustjórinn Guru sem er að vinna að nýjustu plötu rapparanna Jay-Z og Kanye West segir að gripurinn sé nánast tilbúinn. Útgáfudagur hefur samt ekki verið ákveðinn. „Ég er að reyna að fá Jay og Kanye til að drífa sig að klára Watch The Throne því heimurinn þarf að hlusta á þessa plötu,“ sagði hann. „Það þarf að lagfæra nokkur smáatriði en annars er platan tilbúin. Kanye vill bæta við það sem upptökustjórar gera og í því liggur snilligáfa hans.“

Lífið

Bieber hrekkir Smith

Hjartaknúsarinn Justin Bieber er mikill hrekkjalómur og fréttir af uppátækjum hans birtast reglulega.

Lífið

Skúrkarnir raða sér upp

Þrátt fyrir að enn sé rúmt ár þangað til 23. myndin um leyniþjónustumanninn James Bond verður frumsýnd eru spekingar og netnirðir farnir að spá í hver fái það bitastæða hlutverk að gera Bond lífið leitt.

Lífið

Vegfarendur hundsa Bono

Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, reyndi á dögunum að gefa vegfarendum í New York nokkur eintök af nýju plötunni með REM, Collapse Into Now.

Lífið

Vinsælar gjafir fyrri tíma

Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni.

Lífið

Fermingarbörn taka skírn í kvöldkirkju

Í hverjum fermingarhópi eru börn sem ekki hafa tekið skírn. Þau þurfa hins vegar að skírast áður en hægt er að ferma þau og er afar persónubundið hvernig sú athöfn fer fram. Í Dómkirkjunni er algengt að þessi börn taki skírn í svokallaðri kvöldkirkju sem er opin alla fimmtudaga, árið um kring.

Lífið

Kransakökuna upp á stall

Hlaðborð girnilegra veitinga tilheyrir fermingarveislunni og þá er kransakakan jafnan helsta stássið á borðinu, enda mikið í hana lagt. Kökudiskar á fæti gefa borðinu einnig fallegt yfirbragð en þó gæti kransakakan runnið til á háum diski þegar gestum er gefinn laus taumurinn á hlaðborðið.

Lífið

Var höfðinu hærri en flestir

„Það er ekki séns að þú fáir fermingarmynd af mér. Ég held ég sé búinn að eyða öllum eintökunum enda leit ég út eins og fífl á þessum aldri," eru fyrstu viðbrögð Magna Ásgeirssonar tónlistarmanns við beiðni um viðtal. Þegar því hefur verið kyngt er honum ekkert að vanbúnaði að leysa frá skjóðunni.

Lífið

Leikið með litrík blóm

Bjartir og glaðlegir litir eru við hæfi þegar lagt er á borð fyrir fermingarbörnin. Þar koma blómin sterk inn. „Mér finnst fólk farið að leika sér meira með blómin en áður og blanda ýmsu saman," segir Rannveig Vernharðsdóttir, eigandi Mimosu á Glerártorgi á Akureyri, spurð um nýjungar í fermingarblómum. Hún segir rósir jafnan vinsælar og nú séu túlípanar til í mörgum nýjum og skemmtilegum litum. Kertin eru fjölbreytileg sem keypt eru fyrir fermingar og þau eru skreytt í Mimosu fyrir þá sem það kjósa.

Lífið

Í veislum hvor hjá öðrum

Frændurnir Bjarnar Ingi Pétursson og Örvar Svavarsson hafa verið leikfélagar frá unga aldri. Í vetur hafa þeir fylgst að í fermingarfræðslu í Hjallakirkju og nú styttist í að þeir staðfesti skírnina.

Lífið

Fermingarmyndin: Minning umgóðan dag

Fermingin er viðburður sem flestir vilja varðveita sem lengst. Fallegar ljósmyndir eiga sinn þátt í að halda á lofti minningunni um daginn en svo þær heppnist sem best er gott að hafa nokkur atriði á hreinu.

Lífið

Sniðugheit í veislunni

Fermingarveislur eru í dag með margbreytilegu sniði. Orðtækið að „ekkert skuli til sparað" þarf ekki að þýða að kostnaðurinn þurfi að vera í formi peninga. Hugmyndaflugið getur ekki síður gert veisluna ógleymanlega en beinharðir peningar.

Lífið

Ásinn Týr í uppáhaldi

„Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast.

Lífið

Upplifði ævintýri í Ameríku

Alexander Sigmarsson, fjórtán ára, ákvað að verja fermingarpeningunum sínum í ævintýraferð um Mið-Ameríku á síðasta ári. Með í för var faðir hans Sigmar Alexandersson. „Þetta var rosalega skemmtilegt, alveg eins og ég bjóst við," segir Alexander en hákarlar og píramídar eru á meðal þess sem rak á fjörur hans.

Lífið

Bara einn fermingardagur

Deilur fráskilinna foreldra skyldu ætíð látnar lönd og leið á fermingardegi barna og gleði fá í staðinn stærstan sess. „Aðeins einn dagur í ævi barns heitir fermingardagur. Því þurfa foreldrar að hafa hagsmuni barns síns að leiðarljósi og setja eigin ágreining til hliðar, sé hann til staðar. Við getum haldið mörg jól og farið í mörg sumarfrí, en hvaða sögu viljum við að barn okkar segi af fermingardegi sínum? Minningarnar munu lifa og því skal hafa í huga að deilur foreldra bitna mest á börnunum,“ segir Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, spurð um heillaráð til handa foreldrum barna sem eiga tvö heimili.

Lífið