Lífið

Kirstie Alley léttist um 70 kíló

Leikkonan Kirstie Alley hefur tekist að létta sig úr 140 kílóum niður í sjötíu kíló. Kirstie, sem er fræg fyrir leik sinn í myndum líkt og Look Who´s Talking og þáttunum Cheers, þakkar þessum ótrúlega árangri bandarísku sjónvarpsþáttunum "Let´s dance".

Lífið

Barnaplata fyrir næstu jól

Friðrik Ómar og Jógvan ætla að gefa út barnaplötu fyrir jólin þar sem þeir syngja íslensk og færeysk lög. Þeir fengu frábærar móttökur á nýlegum tónleikum sínum í Grímsey.

Lífið

Endurvekja gamalt markaðstorg

Endur-skoðendur borgarinnar er hópur sem hefur tekið að sér að lífga upp á torgin í Reykjavíkurborg í sumar. Hópurinn hefur þegar hafist handa við að betrumbæta Óðinstorg þar sem bílastæðum var lokað og í staðinn verða haldnir alls kyns markaðir á torginu í sumar.

Lífið

Vinsæll veitingastaður Hrefnu

Matreiðslumaðurinn Hrefna Rósa Sætran opnaði veitingastaðinn Grillmarkaðinn fyrir hálfum mánuði og hefur hann verið þéttsetinn öll kvöld síðan þá. Vinsældir staðarins eru svo miklar að röð hefur myndast fyrir utan dyrnar skömmu fyrir klukkan sex, en þá er staðurinn opnaður, og hafa þjónar þurft að vísa svöngum gestum frá vegna plássleysis.

Lífið

Nýtt lag frá Mugison

Tónlistarmaðurinn Mugison hefur gefið aðdáendum sínum lagið „Stingum af“ á heimasíðu sinni. Það fylgir í kjölfar „Hagléls“ sem kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir.

Lífið

Samdi við breskan barnabókarisa

"Lokasýningin mín frá Anglia Ruskin-háskólanum var í febrúar og eftir hana var mér boðinn samningur,“ segir Birgitta Sif, sem hefur landað stórum bókasamningi við Walker Books, einn stærsta sjálfstæða barnabókaútgefanda í heimi.

Lífið

Fatamarkaður og tónlist á Iðusvölum

Raftónlistarhópurinn ReykVeek og Grand Marnier voru með skemmtun og fatamarkað á Iðusvölum á laugardaginn og um 500-600 manns komu við til að njóta tónlistarinnar, skoða föt og sóla sig með kokteil í hönd. Taktfastir tónar ómuðu um miðbæinn, upp allt Bankastrætið og yfir Tjörnina og margir runnu á hljóðið.

Lífið

Stjörnuband Jónasar í garðveislu

"Þetta verður algjör viðhafnarútgáfa af hljómsveitinni,“ segir Jónas Sigurðsson tónlistarmaður, en hann kemur fram á tónleikum í Hljómskálagarðinum í kvöld ásamt Ritvélum framtíðarinnar.

Lífið

Tíunda G! hátíðin

Tónlistarhátíðin G! Festival hefst í bænum Gøta í Færeyjum í dag og stendur yfir til laugardags. Þetta verður í tíunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún vaxið jafnt og þétt undanfarin ár.

Lífið

Tónleikaveisla á ársafmæli Faktorý

Faktorý býður til heljarinnar tónleikaveislu um helgina í tilefni ársafmæli skemmtistaðarins. Það voru hljómsveitirnar Hjálmar, Agent Fresco, Mammút, Feldberg, Benni Hemm Hemm og Retro Stefson sem stigu á svið og vígðu Faktorý helgina 15.-18. júlí í fyrra.

Lífið

Nýr Bourne á leiðinni

Leikarinn Edward Norton er orðaður við hlutverk illmennis í myndinni The Bourne Legacy. Norton er með myndir á borð við American History X og The Fight Club á ferilskránni og því alls ekki óvanur að bregða sér í hlutverk illmennis.

Lífið

Muse barn fætt

Leikkonan Kate Hudson varð léttari um helgina er hún fæddi barn sitt og söngvarans Matts Bellamy. Barnið var strákur og er Hudson því orðin tveggja barna móðir því hún á fyrir soninn Ryder sem er sjö ára. Parið byrjaði saman fyrir rúmu ári en Bellamy er söngvari í hljómsveitinni Muse.

Lífið

Rokkkvöldverður á Akureyri

Tvennir tónleikar til heiðurs bandarísku gruggsveitinni Alice in Chains verða haldnir í kvöld og annað kvöld. Fyrst á Sódómu Reykjavík og síðan á Græna hattinum á Akureyri. Síðustu heiðurstónleikar voru á rokkhátíðinni Eistnaflugi.

Lífið

Rosaleg góð auglýsing fyrir Steed Lord

„Við erum hérna í tíu daga heimsókn. Ákváðum að koma við á leið okkar heim frá Evrópu þar sem við vorum að spila,“ segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir en hljómsveitin Steed Lord hefur haft í nógu að snúast síðan lag þeirra hljómaði í einum vinsælasta raunveruleikaþætti Bandaríkjanna, So You Think You Can Dance.

Lífið

Hélt hún mundi deyja

Fyrirsætan Miranda Kerr hélt að sársaukinn við fæðingu Flynns, sonar síns, mundi ganga frá henni. Kerr var hreinskilin í viðtali við bandaríska tímaritið InStyle þar sem hún talar opinskátt um fæðinguna, móðurhlutverkið og hjónaband sitt og leikarans Orlando Bloom. „Ég hélt ég mundi deyja og á tímabili fannst mér eins og ég yfirgæfi líkama minn.

Lífið

Sjáðu nýja sýnishornið úr þriðju Sveppamyndinni

Vísir frumsýnir hér nýja stiklu úr þriðju ævintýramyndinni um Sveppa og félaga, Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Eins og sést lenda Sveppi, Villi og Gói enn og aftur í svakalegum ævintýrum. Í þetta skiptið þurfa þeir að taka á honum stóra sínum þegar Ilmur vinkona þeirra festist inni í töfraskáp, sem býr yfir fjölmörgum eiginleikum.

Lífið

Gauti frumsýnir Hemma Gunn

„Það er alltaf fjör í kringum Hemma," segir rapparinn Emmsjé Gauti. Emmsjé Gauti frumsýnir myndband við lagið Hemmi Gunn á Café Oliver annað kvöld. Húsið verður opnað klukkan 22 og myndbandið verður sýnt á miðnætti. Hemmi sjálfur kemur hvorki fram í laginu né myndbandinu, en var að sögn Gauta með honum og rapparanum Erpi Eyvindarsyni, Blaz Roca, í anda þegar lagið var tekið upp. „Hann veit örugglega ekki einu sinni að þetta lag er til," segir Gauti. Myndbandið mun í kjölfarið ferðast um netheima og fer eflaust í spilun á Nova TV.

Lífið

Endurkoma Banderas

Spænski hjartaknúsarinn Antonio Banderas hefur bæst í leikarahóp myndarinnar He Loves Me. Síðustu ár hefur Banderas ekki verið áberandi á hvíta tjaldinu nema þá helst rödd hans en Banderas talar fyrir stígvélaða köttinn í teiknimyndunum um tröllið Shrek.

Lífið

Sýnishornið lofar góðu

Sýnishorn úr annarri myndinni um breska spæjarann Sherlock Holmes hefur nú litið dagsins ljós og lofar góðu. Myndin sjálf verður ekki frumsýnd fyrr en í desember á þessu ári en það er Robert Downey Jr. sem leikur titilhlutverkið. Frammistaða hans í fyrstu Sherlock Holmes myndinni skilaði honum Golden Globe verðlaunum.

Lífið

Orðaður við nýjan vestra

Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, hefur verið orðaður við hlutverk í vestranum The Last Stand. Leikstjóri er Kim Ji-woon frá Suður-Kóreu og verður þetta fyrsta myndin sem hann tekur upp á ensku. Schwarzenegger er sagður hafa hlaupið í skarðið fyrir Liam Neeson sem skerfari í mexíkóskum landamærabæ og hefjast tökur í september. Schwarzenegger hefur lýst því yfir að hann vilji snúa aftur á hvíta tjaldið en vandræði hans í einkalífinu hafa tafið fyrir endurkomunni.

Lífið

Brangelina á leið upp að altarinu?

Getgátur eru um að leikaraparið Brad Pitt og Angelina Jolie muni á næstunni ganga í hnapphelduna. Bandaríska slúðurritið American Magazine Us Weekly, segir að parið sé að undirbúa litla athöfn, fyrir nánustu fjölskyldu og vini í Correns í Frakklandi. Brad og Angelina höfðu áður sagt að þau myndu ekki gifta sig fyrr en hjónaband samkynhneigðra yrði leyft um gervöll Bandaríkin. En þegar hjónaband samkynhneigðra var svo leyft í New York á dögunum er talið að hugur þeirra hafi snúist.

Lífið

Semur við Senu

„Fyrsta breiðskífan á leiðinni, maður. Platan inniheldur öll lög sem hafa komið í þáttunum frá upphafi. Þetta eru 15 lög,“ segir grínistinn Steindi Jr. Steindi og Ágúst Bent, vopnabróðir hans, sömdu nýlega við Senu um útgáfu á breiðskífunni Án djóks – samt djók, sem er væntanleg í verslanir í næstu viku.

Lífið

Blóð frá Morðingjum

Hljómsveitin Morðingjarnir hefur sent frá sér lagið Blóð sem er spaghettíkántrívestraslagari í anda KK og Ennio Morricone. Það er fyrsta lagið af væntanlegri plötu sveitarinnar og er það fáanlegt á Tonlist.is og Gogoyoko.com. Morðingjarnir hafa látið lítið fyrir sér fara síðan þeir sendu frá sér jólalagið Jólafeitabolla í fyrra. Morðingjarnir hafa á ferli sínum gefið út þrjár plötur þar sem pönkrokkið hefur verið í fyrirrúmi. Sú fyrsta hét Í götunni minni og kom út 2006, sú næsta hét Áfram Ísland og fyrir tveimur árum kom út Flóttinn mikli.

Lífið