Körfubolti

Chicago lagði Dallas - Rose skoraði 26 stig

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þa sem að sigur Chicago Bulls gegn Dallas bar hæst. Lokatölur 82-77. Derrick Rose skoraði 26 stig fyrir Bulls og hann gaf að auki 9 stoðsendingar. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 19 fyrir Dallas. Carlos Boozer lék ekki með Bulls þriðja leikinn í röð vegna meiðsla á ökkla.

Körfubolti

Góðir útisigrar hjá KR-ingum og Keflvíkingum í körfunni

KR og keflavík unnu góða útisigra í Iceland Express deild karla í kvöld. Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ og KR-ingar unnu 32 stiga sigur á Haukum á Ásvöllum. Liðin eru áfram í 3. og 4. sæti en eru til alls líkleg eftir frábæra byrjun á árinu 2011.

Körfubolti

Sjötti sigur Grindvíkinga í röð kom þeim á toppinn

Grindvíkingar komust á topp Iceland Express deildar karla með sannfærandi ellefu stiga sigri á Tindastól, 77-66 í Röstinni í Grindavík. Grindavíkurliðið fór upp fyrir Snæfellinga með þessum sigri en Hólmarar geta endurheimt toppsætið með sigri á Njarðvík á morgun.

Körfubolti

Lakers tapaði gegn Dallas – Shaq aðalmaðurinn í sigri Boston

Meistaralið LA Lakers tapaði gegn Dallas útivelli í NBA deildinni í körfubolta í gær en 13 leikir voru á dagskrá. Dallas hafði tapað sex leikjum í röð fyrir leikinn en Jason Kidd sýndi gamla takta hjá Dallas og skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar. Lakers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og skoraði Spánverjinn Pau Gasol 23 stig fyrir Lakers. Kobe Bryant skoraði 20 stig og tók 10 fráköst.

Körfubolti

Pavel með risa þrefalda tvennu – Snæfell tapaði í Keflavík

Þrettándu umferð í Iceland Express deild karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Grindavík lagði botnlið KFÍ á Ísafirði 74-64 og er Grindavík með 22 stig í öðru sæti deildarinnar. Íslandsmeistaralið Snæfells tapaði stórleik kvöldsins gegn Keflavík á útivelli og var sigur heimamanna öruggur 112-89. KR vann Hamar á heimavelli 97-87 og þar fór Pavel Ermolinskij á kostum í liði KR með magnaði þrefalda tvennu, 17 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar.

Körfubolti

Hlynur og Jakob sterkir í naumi tapi

Sænska liðið Sundsvall Dragons, með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Sigurðarson innanborðs, tapaði naumlega fyrir ríkjandi meisturum í Norrköpping Dolphins í stórskemmtilegum leik í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Körfubolti

Andrei Kirilenko orðinn bandarískur ríkisborgari

Andrei Kirilenko, leikmaður Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubola, fékk í gær bandarískt ríkisfang ásamt konu sinni Mashu en tveir synir þeirra, Theodore og Stepan, sem fæddust í Bandaríkjunum, eru einnig orðnir bandarískir ríkisborgarar.

Körfubolti

Helena með átta stig

TCU hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í Mountain West-deildinni í bandaríska háskólaboltanum, nú síðast á Wyoming Cowgirls, 68-47.

Körfubolti

Hrafn: Þessi keppni er okkur mjög mikilvæg

„Tindastóll er lið sem er í mikilli framför og það verður ekki auðvelt að mæta þeim þrátt fyrir að við séum á heimavelli,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir að ljóst var að KR-ingar fengu Tindastól í undanúrslitum Poweradebikarsins í körfubolta karla.

Körfubolti

Hildur ætlar ekki að lýsa úrslitaleiknum aftur

„Við erum ánægð með það fá Hamar á heimavelli. Þær hafa verið með yfirhöndina gegn okkur í undanförnum leikjum. Mér finnst við eiga helling inni og það er bara fínt að fá svona sterkt lið strax í undanúrslitum,“ sagði Hildur Sigurðardóttir fyrirliði KR í dag eftir að dregið var í undanúrslitum Powerade-bikarsins.

Körfubolti