Hrafn: Þessi keppni er okkur mjög mikilvæg Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 12. janúar 2011 16:15 Hrafn Kristjánsson þjálfari KR. „Tindastóll er lið sem er í mikilli framför og það verður ekki auðvelt að mæta þeim þrátt fyrir að við séum á heimavelli," sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir að ljóst var að KR-ingar fengu Tindastól í undanúrslitum Poweradebikarsins í körfubolta karla. Haukar taka á móti Grindavík í hinni undanúrslitarimmunni. Leikirnir fara fram 5.-6. febrúar og úrslitaleikurinn er í Laugardalshöllinni 19. febrúar. „Við fengum að sjá þá í góðum gír í fyrri hálfleik gegn okkur á dögunum en við þurfum að vinna okkar heimavinnu áður en við mætum þeim. Það eru 20 ár frá því að KR varð síðast bikarmeistari og þetta er því mjög góður tími til þess að ljúka þeirri bið. Þessi keppni er okkur mjög mikilvæg og mér finnst liðið vera að taka skref fram á við á nýju ári. Hugarfarið er betra og varnarleikurinn er einnig betri." Mætum bara kokhraustir í Vesturbæinn „Við mætum bara kokhraustir í Vesturbæinn, það hefur gengið vel hjá okkur eftir að við skiptum um útlendinga í haust. Við erum með tvo en vorum áður með þrjá. Það hefur allt smollið saman eftir þessa breytingu og ég er sannfærður um að Skagfirðingar fjölmenna í vesturbæinn þegar við mætum KR," sagði Helgi Rafn Vigósson leikmaður Tindastóls. „Tindastóll komst síðast í undanúrslit árið 2002 þar sem við töpuðum gegn Njarðvík. Í bikarkeppninni getur allt gerst og ég er bara bjartsýnn. Þetta verður gaman og við stefnum á að komast í Laugardalshöllina," sagði Helgi Rafn. Það verður ekkert vanmat í gangi „Það skiptir engu máli hvaða liði maður mætir í undanúrslitum, þetta eru allt sterk lið," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur en lið hans mætir Haukum á útivelli í undanúrslitum Powerade-bikars karla. Grindavík tapaði í úrslitum keppninnar í fyrra gegn Snæfelli og Helgi varð bikarmeistari sem leikmaður Grindavíkur árið 2006. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu alla leið, en það verður erfitt." Helgi var búinn að landa bandarískum leikmanni á dögunum sem hafði reynslu úr NBA deildinni en hann valdi að fara til Rúmeníu og skildi Grindvíkinga eftir með sárt ennið. „Ég er búinn að finna nýjan leikmann en ég ætla ekki að segja hver hann er fyrr en hann er mættur á svæðið og allt er klárt. Hann er leikstjórnandi og vonandi verður hann kominn fljótlega. Haukar eru með sterka liðsheild og tvo góða útlendinga. Það verður ekkert vanmat í gangi hjá okkur. Pétur hefði viljað fá ÍA í úrslitum Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka var mest svekktur yfir því að fá ekki leik gegn ÍA í úrslitum Powerade-bikarsins og vitnaði þar allt aftur til ársins 1996. „Haukar hafa ekki leikið í úrslitum frá þeim tíma en við erum alveg rólegir yfir þessu öllu saman. Grindavík verður án efa komið með frábæran útlending fyrir undanúrslitin en við erum bara ánægðir með að fá heimaleik. Framhaldið ræðst síðan í leiknum sjálfum. Liðið okkar er ungt og margir leikmenn eru með færri leikmínútur í efstu deild en úrvalsdeildarleikirnir hjá mér. Það tekur sinn tíma að byggja upp lið hjá Haukum og það er liðin tíma að það séu landsliðsmenn í hverri stöðu hjá Haukum. Við erum að vinna í því en það tekur tíma," sagði Pétur sem náði því að koma Hamri tvívegis í úrslitaleikinn í bikarnum sem þjálfari en liðið tapaði í bæði skiptin. Körfubolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
„Tindastóll er lið sem er í mikilli framför og það verður ekki auðvelt að mæta þeim þrátt fyrir að við séum á heimavelli," sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir að ljóst var að KR-ingar fengu Tindastól í undanúrslitum Poweradebikarsins í körfubolta karla. Haukar taka á móti Grindavík í hinni undanúrslitarimmunni. Leikirnir fara fram 5.-6. febrúar og úrslitaleikurinn er í Laugardalshöllinni 19. febrúar. „Við fengum að sjá þá í góðum gír í fyrri hálfleik gegn okkur á dögunum en við þurfum að vinna okkar heimavinnu áður en við mætum þeim. Það eru 20 ár frá því að KR varð síðast bikarmeistari og þetta er því mjög góður tími til þess að ljúka þeirri bið. Þessi keppni er okkur mjög mikilvæg og mér finnst liðið vera að taka skref fram á við á nýju ári. Hugarfarið er betra og varnarleikurinn er einnig betri." Mætum bara kokhraustir í Vesturbæinn „Við mætum bara kokhraustir í Vesturbæinn, það hefur gengið vel hjá okkur eftir að við skiptum um útlendinga í haust. Við erum með tvo en vorum áður með þrjá. Það hefur allt smollið saman eftir þessa breytingu og ég er sannfærður um að Skagfirðingar fjölmenna í vesturbæinn þegar við mætum KR," sagði Helgi Rafn Vigósson leikmaður Tindastóls. „Tindastóll komst síðast í undanúrslit árið 2002 þar sem við töpuðum gegn Njarðvík. Í bikarkeppninni getur allt gerst og ég er bara bjartsýnn. Þetta verður gaman og við stefnum á að komast í Laugardalshöllina," sagði Helgi Rafn. Það verður ekkert vanmat í gangi „Það skiptir engu máli hvaða liði maður mætir í undanúrslitum, þetta eru allt sterk lið," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur en lið hans mætir Haukum á útivelli í undanúrslitum Powerade-bikars karla. Grindavík tapaði í úrslitum keppninnar í fyrra gegn Snæfelli og Helgi varð bikarmeistari sem leikmaður Grindavíkur árið 2006. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu alla leið, en það verður erfitt." Helgi var búinn að landa bandarískum leikmanni á dögunum sem hafði reynslu úr NBA deildinni en hann valdi að fara til Rúmeníu og skildi Grindvíkinga eftir með sárt ennið. „Ég er búinn að finna nýjan leikmann en ég ætla ekki að segja hver hann er fyrr en hann er mættur á svæðið og allt er klárt. Hann er leikstjórnandi og vonandi verður hann kominn fljótlega. Haukar eru með sterka liðsheild og tvo góða útlendinga. Það verður ekkert vanmat í gangi hjá okkur. Pétur hefði viljað fá ÍA í úrslitum Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka var mest svekktur yfir því að fá ekki leik gegn ÍA í úrslitum Powerade-bikarsins og vitnaði þar allt aftur til ársins 1996. „Haukar hafa ekki leikið í úrslitum frá þeim tíma en við erum alveg rólegir yfir þessu öllu saman. Grindavík verður án efa komið með frábæran útlending fyrir undanúrslitin en við erum bara ánægðir með að fá heimaleik. Framhaldið ræðst síðan í leiknum sjálfum. Liðið okkar er ungt og margir leikmenn eru með færri leikmínútur í efstu deild en úrvalsdeildarleikirnir hjá mér. Það tekur sinn tíma að byggja upp lið hjá Haukum og það er liðin tíma að það séu landsliðsmenn í hverri stöðu hjá Haukum. Við erum að vinna í því en það tekur tíma," sagði Pétur sem náði því að koma Hamri tvívegis í úrslitaleikinn í bikarnum sem þjálfari en liðið tapaði í bæði skiptin.
Körfubolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira