Körfubolti

Hörður Axel: Mikil pressa í Keflavík

„Þetta var gaman, þetta var það sem við ætluðum að gera og við unnum þennan leik" sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavík eftir 115-93 sigur gegn ÍR í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun: Öruggur sigur Keflavíkur í fyrsta leik

Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á ÍR, 115-93, í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru með góð tök á leiknum nánast allan tímann og unnu öruggan sigur.

Körfubolti

Umfjöllun: Engir meistarataktar hjá Snæfelli en sigur

Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli.

Körfubolti

Háskólaferli Helenu lokið

Helena Sverrisdóttir lék í nótt sinn síðasta leik með TCU í bandaríska háskólaboltanum og er því glæsilegum fjögurra ára ferli hennar með liði skólans lokið.

Körfubolti

Helgi Már og félagar náðu fimmta sætinu

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala tryggðu sér fimmta sætið í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld en fyrir umferðina var Uppsala í baráttunni við Loga Gunnarsson og félagar í Solna Vikings um umrætt fimmta sæti.

Körfubolti

IE-deildin: Erfið titilvörn framundan hjá meistaraliði Snæfells

Titilvörn Íslandsmeistaraliðs Snæfells úr Stykkishólmi hefst fyrir alvöru í kvöld þegar liðið tekur á móti nýliðum Hauka í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 s.l. mánudag fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna með Guðjóni Guðmundssyni. Samantektina má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.

Körfubolti

IE-deildin: Svali og Benedikt telja að Keflavík fari langt í úrslitakeppninni

Átta liða úrslitin í Iceland Express deild karla halda áfram í kvöld og þar sem Keflavík sem endaði í þriðja sæti deildarinnar leikur gegn ÍR sem endaði í sjötta sæti. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir málin með Guðjóni Guðmundssyni íþróttafréttamanni.

Körfubolti

Sögulegur áfangi hjá Helenu

Helena Sverrisdóttir fór á kostum með liði TCU-háskólans í nótt þegar hún náði þrefaldri tvennu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu skólans sem leikmaður nær slíkum áfanga.

Körfubolti

Teitur: Getum gert miklu betur

„Það er alltaf sárt að tapa,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Grindavík vann í kvöld fyrsta leikinn í rimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld.

Körfubolti

Einar Árni: Töpuðum á varnarleiknum

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur við varnarleik síns liðs í kvöld. Njarðvíkingar töpuðu með tólf stiga mun fyrir KR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta.

Körfubolti

Ólafur: Spiluðum betri vörn

Ólafur Ólafsson sýndi frábæra takta í kvöld og kórónaði góðan leik þegar hann stal boltanum í blálokin og tryggði sínum mönnum í Grindavík sigur á Stjörnunni með tilþrifamikilli troðslu.

Körfubolti

Fannar: Verða einn til tveir með blóðnasir

Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var hæstánægður eftir sigur KR á Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið er því komið í forystu í einvíginu og getur klárað dæmið í Njarðvík á sunnudag. Fannar veit vel að það er bara hálfur sigur unninn.

Körfubolti

Helgi Jónas: Baráttan komin aftur

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þar með eru Grindvíkingar komnir í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla.

Körfubolti

Umfjöllun: Naumur sigur Grindavíkur

Grindavík er komið í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deild karla. Grindvíkingar unnu nauman sigur á heimavelli, 90-83, eftir hörkuspennandi viðureign.

Körfubolti

Gamli þjálfari Gylfa Þór tekur við liði Schalke

Ralf Rangnick, fyrrum þjálfari Gylfa Þór Sigurðssonar hjá Hoffenheim, hefur verið ráðinn þjálfari Schalke 04 daginn eftir að félagið rak Felix Magath. Schalke verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun en liðið er bara í 10. sæti í þýsku úrvalsdeildinni.

Körfubolti

Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku.

Körfubolti

Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið.

Körfubolti

IE-deildin: Ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð

"Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið,“ sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn.

Körfubolti

Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign.

Körfubolti

NBA: Oklahoma skellti Miami

Oklahoma Thunder vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deildinni í nótt er það mætti sólstrandargæjunum í Miami Heat. Þetta var fyrsta tap Miami í fjórum leikjum.

Körfubolti