Körfubolti

Tekst LeBron og félögum að hemja Stoudemire Madison Square Garden?

Einn af stórleikjum ársins í NBA deildinni í körfuknattleik fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York þar sem að heimamenn í NY Knicks taka á móti Miami Heat þar sem að þríeykið LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh ráða ríkjum. Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 sport og hefst útsending á miðnætti.

Körfubolti

Pálmi Freyr: „Það er bara kostur að vera örvhentur“

„Það er bara kostur að vera örvhentur,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson eftir 94-80 sigur Snæfells gegn KR í Iceland Express deild karla. Pálmi var „sjóðheitur“ fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti 7 skot ofaní og var með 70% nýtingu. Pálmi segir að hann hafi mikla trú á Snæfellsliðinu sem gekk í gegnum miklar breytingar í sumar eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið fagnaði Íslands – og bikarmeistaratitlinum.

Körfubolti

Hrafn: „Við þurfum allir að líta í eigin barm“

„Við vorum klárlega ekki sannfærandi á móti svæðisvörninni og það leit út fyrir að það væru þreyttir leikmenn inni á vellinum. Við þurfum allir að líta í eigin barm,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 94-80 tap liðsins á útivelli gegn Snæfelli í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik.

Körfubolti

Ármann: Fátt skemmtilegra en að raða niður þristum

„Það kemur nú ekki oft fyrir að ég sé stigahæstur,“ sagði Ármann Vilbergsson, skytta úr Grindavík, sem var stigahæstur í liði Grindavíkur í sigri liðsins gegn Keflavík, 79-75, í Röstinni í kvöld. Ármann kom sjóðheitur af bekknum og setti niður fimm þrista í leiknum og hitti úr öllum skotunum.

Körfubolti

Gunnar Einars.: Drullufúlt að fara í frí með þetta tap á bakinu

„Við komumst með baráttu aftur inn í leikinn en við vorum ekki að hitta neitt af viti. Það gekk lítið upp stóran hluta leiksins og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að við sýndum smá karakter og hlutirnir fóru að falla með okkur,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tap liðsins gegn Grindvík, 79-75 í Röstinni í kvöld.

Körfubolti

NBA í nótt: Sjöundi sigur Chicago í röð

Chicago vann sinn sjöunda sigur í röð, Paul Pierce stöðvaði sigurgöngu New York og LeBron James var aftur heitur gegn sínum gömlu félögum í Cleveland er Miami vann sinn tíunda sigur í röð. Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Körfubolti

Vujacic til Nets og Smith til Lakers

Tennisdrottningin Maria Sharapova mun ekki baða sig í sviðsljósinu í Los Angeles lengur því kærastinn hennar, Sasha Vujacic, hefur verið sendur frá LA Lakers til New Jersey Nets.

Körfubolti

Styttist í að Yao spili

Kínverski miðherjinn Yao Ming segir að hann verði bráðlega klár í slaginn með Houston Rockets en hann hefur verið mikið meiddur á undanförnum misserum. Ming er hávaxnasti leikmaður NBA deildarinnar eða rétt um 2.30 m á hæð en hann lék ekkert með Houston á síðustu leiktíð vegna meiðsla í fæti.

Körfubolti

Auðunn og Gillz vilja reka Jógvan, Hjöbba og Gumma Ben úr liðinu

Það var mikið fjör á Stjörnuleikshátíð KKÍ í gær og annað árið í röð sló í gegn leikur Celeb-liðsins við gamla landsliðsmenn. Gömlu landsliðsmennirnir höfðu betur annað árið í röð en þeir frægu voru með skýringar á tapinu á tæru þegar Vísir heyrði í þeim eftir leikinn.

Körfubolti

Celeb-liðið stóð sig betur en gömlu landsliðsmennirnir unnu aftur

Það var mikil eftirvænting í loftinu fyrir leik eldri landsliðsmanna og celeb-liðsins svokallaða á Stjörnuhátíð KKÍ í Seljaskólanum í gær. Í fyrra mættust þessi lið þar sem landsliðsmennirnir fóru með auðveldan sigur af hólmi en í ár var annað upp á teningnum og þurftu landsliðsmennirnir að hafa mikið fyrir hlutunum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti

NBA: Chicago vann Lakers og Miami búið að vinna sjö í röð

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls vann sigur á meisturum Los Angeles Lakers, Miami vann sinn sjöunda leik í röð og það gerði New York Knicks líka. San Antonio Spurs heldur áfram að vinna en það gengur ekkert hjá Orlando Magic þessa daganna. Maður næturinnar var þó George Karl sem stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.

Körfubolti

NBA: Dallas og Boston héldu sigurgöngum sínum áfram

Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð.

Körfubolti