Körfubolti Haukur Helgi og félagar áfram öflugir á heimavelli Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa unnu 21 stigs heimasigur á Baloncesto Fuenlabrada, 80-59, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Manresa fór upp fyrir Fuenlabrada og upp í 11. sætið með þessum sigri en alls eru sex lið með sama stigafjölda í 7. til 12. sæti deildarinnar. Körfubolti 4.2.2012 20:13 LeBron og Kobe bestir í NBA-deildinni í janúar LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers hafa verið valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar í janúar, James í Austurdeildinni og Bryant í Vesturdeildinni. Fyrstu leikir tímabilsins í desember teljast einnig með. Körfubolti 4.2.2012 13:30 NBA: Lakers-menn unnu á útivelli og Miami vann Philadelphia Fjölmargir leikir fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers hefur gengið illa á útivelli í vetur en byrjaði sex leikja útileikjaferðalag á sigri á Denver Nuggets. Miami Heat vann öruggan sigur á spútnikliði Philadelphia 76ers, Boston Celtics vann New York Knicks í hörkuleik, Oklahoma City vann Memphis og þá dugðu 30 stig frá Dirk Nowitzki ekki Dallas á móti Indiana. Körfubolti 4.2.2012 11:00 LeBron James verður kannski með í troðslukeppninni LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, tróð með tilþrifum í upphafi vikunnar þegar hann hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls og nú eru bandarískir fjölmiðlamenn að velta því upp að James muni taka þátt í troðslukeppni Stjörnuleiksins sem fer fram í Orlandi í lok febrúar. Körfubolti 3.2.2012 21:15 Loksins sigur hjá Sundsvall | Jakob öflugur Sundsvall Dragons batt í kvöld enda á fjögurra leikja taphrinu með því að vinna LF Basket, 97-87, í mikilvægum leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Körfubolti 3.2.2012 21:00 Logi í sigurliði Þremur leikjum kvöldsins af fjórum er lokið í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Seinka þurfti leik Sundsvall og LF Basket um næstum tvær klukkustundir þar sem að dómarar mættu of seint. Körfubolti 3.2.2012 20:01 NBA: Byrjunarliðin klár fyrir Stjörnuleikinn | Howard fékk flest atkvæði Það er búið að gefa það út hvaða tíu leikmenn munu byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en leikurinn fer fram í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Los Angeles borg á fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum Vesturdeildarinnar og er það í fyrsta sinn í fimmtán ár sem tvö liðsfélagapör eru í sama byrjunarliði í Stjörnuleik. Körfubolti 3.2.2012 10:15 NBA: Denver stöðvaði sigurgöngu Clippers | Stórleikur Rose í New York Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli sigur Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í leik tveggja liða úr hópi sterkustu liðanna í Vesturdeildarinnar og síðan frábær frammistaða Derrick Rose í Madison Square Garden í New York. Körfubolti 3.2.2012 09:00 Miðaverð á NBA-leiki hækkar | Dýrast á leiki New York Knicks Miðaverð á NBA-leiki er farið að hækka á nýjan leik eftir að hafa staðið í stað í þrjú ár. Meðalverð á miða hefur nú hækkað um 1.7 prósent og upp í 48,48 dollara eða rúmlega sex þúsund krónur íslenskar. Það langdýrast á leiki hjá New York Knicks en meðalmiðaverð á leik í Madison Square Garden er fimm sinnum hærra en hjá Memphis Grizzlies þar sem miðarnir eru ódýrastir. Körfubolti 2.2.2012 22:45 Grindavík vann ÍR á flautukörfu | Bullock með 51 stig Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þar bar hæst að Grindavík lenti í tómu basli með fámennt lið ÍR-inga í Seljaskóla. Snæfell hafði betur gegn Þór í framlengdum leik. Körfubolti 2.2.2012 21:02 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Tindastóll 106-87 Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan nítján stiga sigur, 106-87 á slöku liði Tindastóls. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið og þá einna helst fyrir Fjölnismenn því að þeir urðu að vinna hér í kvöld ef þeir ætluðu að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Fjölnismenn fóru á kostum í kvöld og áttu Stólarnir aldrei möguleika í leiknum. Körfubolti 2.2.2012 20:57 Tindastóll fær Igor Tratnik frá Val | Löglegur á móti Fjölni í kvöld Igor Tratnik er hættur hjá val og mun klára tímabilið með Tindastól í Iceland Express deild karla í körfubolta en þetta kemur fram Feyki.is. Tratnik er orðinn löglegur strax og má spila með Stólunum á móti Fjölni í kvöld. Körfubolti 2.2.2012 15:21 Irving og Rubio bestu nýliðarnir í NBA í janúarmánuði Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers og Ricky Rubio hjá Minnesota Timberwolves voru valdir bestu nýliðarnir í janúarmánuði í NBA-deildinni í körfubolta. Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder voru valdir bestu þjálfararnir. Hér er verið að tala um fyrsta rúma mánuðinn á tímabilinu því leikirnir í lok desember teljast einnig með. Körfubolti 2.2.2012 13:00 NBA: 40 stig frá LeBron ekki nóg fyrir Miami | Thunder vann Dallas Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í Dallas Körfubolti 2.2.2012 09:00 Er þetta lélegasta vítaskotið í sögu NBA deildarinnar? DeSagana Diop, þrítugur miðherji frá Senegal, er ekki leikmaður NBA liðsins Charlotte Bobcats vegna hæfileika sinna á vítalínunni. Í myndbandinu má sjá tilþrif hjá Diop sem eru flokkuð af körfuboltasérfræðingum sem eitt lélegasta vítaskot sögunnar. Körfubolti 1.2.2012 23:45 Óvæntur sigur Snæfells á toppliði Keflavíkur Snæfell gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Alls fóru þrír leikir fram í deildinn í kvöld. Körfubolti 1.2.2012 21:04 Helena næststigahæst í öruggum sigri Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar að lið hennar, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, vann sigur á Frisco Brno í lokaumferð riðlakeppni Evrópukeppni kvenna í körfubolta. Körfubolti 1.2.2012 19:29 Stuðningsmenn Lakers hafa ekki mikla trú á liðinu Los Angeles Lakers hefur tapað 9 af 22 fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu til þessa og er aðeins með sjötta besta árangurinn í Vesturdeildinni. Stuðningsfólk liðsins er ekki bjartsýnt á góðan árangur á þessu tímabili en nú er að verða síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að gera eitthvað áður en hann verður of gamall. Körfubolti 1.2.2012 13:30 NBA: Létt hjá Lakers | Boston og New York unnu bæði Los Angeles Lakers, Boston Celtics og New York Knicks unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í nótt. Atlanta Hawks vann sinn þriðja leik í röð og Memphis Grizzlies hafði betur gegn Denver Nuggets í framlengingu. Körfubolti 1.2.2012 09:00 Shaq á nærbuxunum í beinni á TNT Shaquille O'Neal er óhræddur við að gera grín að sér og öðrum og það breytist ekkert þótt að hann sé orðinn heiðvirður sjónvarpsmaður í umfjöllun TNT um NBA-deildina. Það er nefnilega von á öllu þegar Shaq og Charles Barkley eru saman í sjónvarpssal. Körfubolti 31.1.2012 23:45 Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 72-54 KR gjörsigraði Hauka með 18 stiga mun 72-54 í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í þriðja sæti en það var ekki að sjá á leik liðanna. Körfubolti 31.1.2012 20:39 Keflavík sendi inn kæru til KKÍ vegna bikarleiksins gegn Njarðvík Njarðvík mun líklega ekki spila í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna eins og áætlað var þar sem að framkvæmd leik liðsins gegn Keflavík í fjórðungsúrslitum hefur verið kærð. Körfubolti 31.1.2012 19:37 LeBron hjólar oft í vinnuna | Mætti á hjóli í Chicago-leikinn LeBron James hjólar oft í vinnuna, æfingar hjá NBA-körfuboltaliðinu Miami Heat, og finnst það ekkert tiltökumál. Körfubolti 31.1.2012 18:45 Bíddu, var einhver að tala um troðslu ársins | Griffin minnti á sig Það eru flestir vanalega sammála um það að Blake Griffin eigi flottustu troðslurnar í NBA-deildinni í körfubolta en í gær voru allir að missa sig yfir því þegar LeBron James hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls áður en hann tróð boltanum með tilþrifum í körfuna. Körfubolti 31.1.2012 14:30 NBA: Clippers vann Oklahoma City | 8 sigrar í 9 leikjum hjá Miami Los Angeles Clippers sýndi styrk sinn með því að enda fjögurra leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í leik tveggja liða sem eru í efsta sætinu í sínum deildum í vestrinu. Miami Heat vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum og Chicago Bulls, Dallas Mavericks og an Antonio Spurs unnu öll leiki sína. Körfubolti 31.1.2012 09:00 Helena með 29 stig á aðeins 21 mínútu Helena Sverrisdóttir átti mjög flottan leik þegar Good Angels Kosice vann 110-42 sigur á MBK Región Roznava í slóvakísku deildinni um helgina. Good Angels Kosice vann þarna sinn fimmtánda sigur í röð í deildinni og er með fjögurra stiga forskot á MBK Ruzomberok. Körfubolti 30.1.2012 17:00 LeBron James hoppaði yfir leikmann Chicago | Ótrúleg troðsla Það þekkt hlutskipti varnarmanna í körfuboltann að vera "festir á veggspjald" þegar þeir mæta aðeins of seint til að verjast troðslum móherja sinna en það eru færri sem lenda í því að það hreinlega hoppað yfir þá. Körfubolti 30.1.2012 16:30 Ármann tapar leiknum 20-0 | Þarf að greiða sekt og allan kostnað Ármenningar mættu ekki í leik á móti KFÍ í 1. deild karla í körfubolta í gær og voru heimamenn mjög ósáttir með það. Ármenningar vissu fyrir leikinn á móti KFÍ að KKÍ myndi ekki fresta leiknum sem og að þeir myndu tapa honum 20-0 og þurfa greiða sekt og allan kostnað ef þeir mættu ekki til leiks. Körfubolti 30.1.2012 11:03 NBA: Miami vann Chicago | Sjaldgæfur útisigur hjá Lakers Miami Heat vann sigur á Chicago Bulls í toppslagnum í austrinu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, Boston Celtics tapaði fyrir Cleveland á heimavelli og Los Angeles Lakers vann sjaldagæfan sigur á útivelli. Körfubolti 30.1.2012 09:00 Ármann mætti ekki til leiks - Ísfirðingar ósáttir Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur. Körfubolti 30.1.2012 08:30 « ‹ ›
Haukur Helgi og félagar áfram öflugir á heimavelli Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa unnu 21 stigs heimasigur á Baloncesto Fuenlabrada, 80-59, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Manresa fór upp fyrir Fuenlabrada og upp í 11. sætið með þessum sigri en alls eru sex lið með sama stigafjölda í 7. til 12. sæti deildarinnar. Körfubolti 4.2.2012 20:13
LeBron og Kobe bestir í NBA-deildinni í janúar LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers hafa verið valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar í janúar, James í Austurdeildinni og Bryant í Vesturdeildinni. Fyrstu leikir tímabilsins í desember teljast einnig með. Körfubolti 4.2.2012 13:30
NBA: Lakers-menn unnu á útivelli og Miami vann Philadelphia Fjölmargir leikir fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers hefur gengið illa á útivelli í vetur en byrjaði sex leikja útileikjaferðalag á sigri á Denver Nuggets. Miami Heat vann öruggan sigur á spútnikliði Philadelphia 76ers, Boston Celtics vann New York Knicks í hörkuleik, Oklahoma City vann Memphis og þá dugðu 30 stig frá Dirk Nowitzki ekki Dallas á móti Indiana. Körfubolti 4.2.2012 11:00
LeBron James verður kannski með í troðslukeppninni LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, tróð með tilþrifum í upphafi vikunnar þegar hann hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls og nú eru bandarískir fjölmiðlamenn að velta því upp að James muni taka þátt í troðslukeppni Stjörnuleiksins sem fer fram í Orlandi í lok febrúar. Körfubolti 3.2.2012 21:15
Loksins sigur hjá Sundsvall | Jakob öflugur Sundsvall Dragons batt í kvöld enda á fjögurra leikja taphrinu með því að vinna LF Basket, 97-87, í mikilvægum leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Körfubolti 3.2.2012 21:00
Logi í sigurliði Þremur leikjum kvöldsins af fjórum er lokið í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Seinka þurfti leik Sundsvall og LF Basket um næstum tvær klukkustundir þar sem að dómarar mættu of seint. Körfubolti 3.2.2012 20:01
NBA: Byrjunarliðin klár fyrir Stjörnuleikinn | Howard fékk flest atkvæði Það er búið að gefa það út hvaða tíu leikmenn munu byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en leikurinn fer fram í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Los Angeles borg á fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum Vesturdeildarinnar og er það í fyrsta sinn í fimmtán ár sem tvö liðsfélagapör eru í sama byrjunarliði í Stjörnuleik. Körfubolti 3.2.2012 10:15
NBA: Denver stöðvaði sigurgöngu Clippers | Stórleikur Rose í New York Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli sigur Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í leik tveggja liða úr hópi sterkustu liðanna í Vesturdeildarinnar og síðan frábær frammistaða Derrick Rose í Madison Square Garden í New York. Körfubolti 3.2.2012 09:00
Miðaverð á NBA-leiki hækkar | Dýrast á leiki New York Knicks Miðaverð á NBA-leiki er farið að hækka á nýjan leik eftir að hafa staðið í stað í þrjú ár. Meðalverð á miða hefur nú hækkað um 1.7 prósent og upp í 48,48 dollara eða rúmlega sex þúsund krónur íslenskar. Það langdýrast á leiki hjá New York Knicks en meðalmiðaverð á leik í Madison Square Garden er fimm sinnum hærra en hjá Memphis Grizzlies þar sem miðarnir eru ódýrastir. Körfubolti 2.2.2012 22:45
Grindavík vann ÍR á flautukörfu | Bullock með 51 stig Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þar bar hæst að Grindavík lenti í tómu basli með fámennt lið ÍR-inga í Seljaskóla. Snæfell hafði betur gegn Þór í framlengdum leik. Körfubolti 2.2.2012 21:02
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Tindastóll 106-87 Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan nítján stiga sigur, 106-87 á slöku liði Tindastóls. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið og þá einna helst fyrir Fjölnismenn því að þeir urðu að vinna hér í kvöld ef þeir ætluðu að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Fjölnismenn fóru á kostum í kvöld og áttu Stólarnir aldrei möguleika í leiknum. Körfubolti 2.2.2012 20:57
Tindastóll fær Igor Tratnik frá Val | Löglegur á móti Fjölni í kvöld Igor Tratnik er hættur hjá val og mun klára tímabilið með Tindastól í Iceland Express deild karla í körfubolta en þetta kemur fram Feyki.is. Tratnik er orðinn löglegur strax og má spila með Stólunum á móti Fjölni í kvöld. Körfubolti 2.2.2012 15:21
Irving og Rubio bestu nýliðarnir í NBA í janúarmánuði Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers og Ricky Rubio hjá Minnesota Timberwolves voru valdir bestu nýliðarnir í janúarmánuði í NBA-deildinni í körfubolta. Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder voru valdir bestu þjálfararnir. Hér er verið að tala um fyrsta rúma mánuðinn á tímabilinu því leikirnir í lok desember teljast einnig með. Körfubolti 2.2.2012 13:00
NBA: 40 stig frá LeBron ekki nóg fyrir Miami | Thunder vann Dallas Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í Dallas Körfubolti 2.2.2012 09:00
Er þetta lélegasta vítaskotið í sögu NBA deildarinnar? DeSagana Diop, þrítugur miðherji frá Senegal, er ekki leikmaður NBA liðsins Charlotte Bobcats vegna hæfileika sinna á vítalínunni. Í myndbandinu má sjá tilþrif hjá Diop sem eru flokkuð af körfuboltasérfræðingum sem eitt lélegasta vítaskot sögunnar. Körfubolti 1.2.2012 23:45
Óvæntur sigur Snæfells á toppliði Keflavíkur Snæfell gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Alls fóru þrír leikir fram í deildinn í kvöld. Körfubolti 1.2.2012 21:04
Helena næststigahæst í öruggum sigri Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar að lið hennar, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, vann sigur á Frisco Brno í lokaumferð riðlakeppni Evrópukeppni kvenna í körfubolta. Körfubolti 1.2.2012 19:29
Stuðningsmenn Lakers hafa ekki mikla trú á liðinu Los Angeles Lakers hefur tapað 9 af 22 fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu til þessa og er aðeins með sjötta besta árangurinn í Vesturdeildinni. Stuðningsfólk liðsins er ekki bjartsýnt á góðan árangur á þessu tímabili en nú er að verða síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að gera eitthvað áður en hann verður of gamall. Körfubolti 1.2.2012 13:30
NBA: Létt hjá Lakers | Boston og New York unnu bæði Los Angeles Lakers, Boston Celtics og New York Knicks unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í nótt. Atlanta Hawks vann sinn þriðja leik í röð og Memphis Grizzlies hafði betur gegn Denver Nuggets í framlengingu. Körfubolti 1.2.2012 09:00
Shaq á nærbuxunum í beinni á TNT Shaquille O'Neal er óhræddur við að gera grín að sér og öðrum og það breytist ekkert þótt að hann sé orðinn heiðvirður sjónvarpsmaður í umfjöllun TNT um NBA-deildina. Það er nefnilega von á öllu þegar Shaq og Charles Barkley eru saman í sjónvarpssal. Körfubolti 31.1.2012 23:45
Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 72-54 KR gjörsigraði Hauka með 18 stiga mun 72-54 í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í þriðja sæti en það var ekki að sjá á leik liðanna. Körfubolti 31.1.2012 20:39
Keflavík sendi inn kæru til KKÍ vegna bikarleiksins gegn Njarðvík Njarðvík mun líklega ekki spila í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna eins og áætlað var þar sem að framkvæmd leik liðsins gegn Keflavík í fjórðungsúrslitum hefur verið kærð. Körfubolti 31.1.2012 19:37
LeBron hjólar oft í vinnuna | Mætti á hjóli í Chicago-leikinn LeBron James hjólar oft í vinnuna, æfingar hjá NBA-körfuboltaliðinu Miami Heat, og finnst það ekkert tiltökumál. Körfubolti 31.1.2012 18:45
Bíddu, var einhver að tala um troðslu ársins | Griffin minnti á sig Það eru flestir vanalega sammála um það að Blake Griffin eigi flottustu troðslurnar í NBA-deildinni í körfubolta en í gær voru allir að missa sig yfir því þegar LeBron James hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls áður en hann tróð boltanum með tilþrifum í körfuna. Körfubolti 31.1.2012 14:30
NBA: Clippers vann Oklahoma City | 8 sigrar í 9 leikjum hjá Miami Los Angeles Clippers sýndi styrk sinn með því að enda fjögurra leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í leik tveggja liða sem eru í efsta sætinu í sínum deildum í vestrinu. Miami Heat vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum og Chicago Bulls, Dallas Mavericks og an Antonio Spurs unnu öll leiki sína. Körfubolti 31.1.2012 09:00
Helena með 29 stig á aðeins 21 mínútu Helena Sverrisdóttir átti mjög flottan leik þegar Good Angels Kosice vann 110-42 sigur á MBK Región Roznava í slóvakísku deildinni um helgina. Good Angels Kosice vann þarna sinn fimmtánda sigur í röð í deildinni og er með fjögurra stiga forskot á MBK Ruzomberok. Körfubolti 30.1.2012 17:00
LeBron James hoppaði yfir leikmann Chicago | Ótrúleg troðsla Það þekkt hlutskipti varnarmanna í körfuboltann að vera "festir á veggspjald" þegar þeir mæta aðeins of seint til að verjast troðslum móherja sinna en það eru færri sem lenda í því að það hreinlega hoppað yfir þá. Körfubolti 30.1.2012 16:30
Ármann tapar leiknum 20-0 | Þarf að greiða sekt og allan kostnað Ármenningar mættu ekki í leik á móti KFÍ í 1. deild karla í körfubolta í gær og voru heimamenn mjög ósáttir með það. Ármenningar vissu fyrir leikinn á móti KFÍ að KKÍ myndi ekki fresta leiknum sem og að þeir myndu tapa honum 20-0 og þurfa greiða sekt og allan kostnað ef þeir mættu ekki til leiks. Körfubolti 30.1.2012 11:03
NBA: Miami vann Chicago | Sjaldgæfur útisigur hjá Lakers Miami Heat vann sigur á Chicago Bulls í toppslagnum í austrinu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, Boston Celtics tapaði fyrir Cleveland á heimavelli og Los Angeles Lakers vann sjaldagæfan sigur á útivelli. Körfubolti 30.1.2012 09:00
Ármann mætti ekki til leiks - Ísfirðingar ósáttir Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur. Körfubolti 30.1.2012 08:30