Íslenski boltinn

Bara fínt að vera litla liðið

„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið,“ segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni.

Íslenski boltinn

Búið að selja 1000 miða af 1340

Búið er að selja um þúsund miða af þeim 1.340 sem í boði eru á leik Breiðabliks og Motherwell í kvöld. Forráðamenn Blika sögðu við Fréttablaðið í gær að um 150 stuðningsmenn Motherwell myndu horfa á leikinn úr gömlu stúkunni á Kópavogsvelli.

Íslenski boltinn

Fyrsti leikur Rúnars í KR-útvarpinu

KR-ingar spila í dag seinni leikinn sinn við FK Karpaty L'viv í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar. FK Karpaty vann fyrri leikinn 3-0 á KR-velli í síðustu viku og KR-liðið á því ekki mikla möguleika á að komast áfram.

Íslenski boltinn

Naumur sigur Þróttar á HK

Þróttur vann HK 3-2 í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 3-2 en endurkoma HK hófst of seint en annað mark HK kom í uppbótartíma.

Íslenski boltinn

Fá Valskonur gull- silfur og bronsskóinn í ár?

Valskonur eru í frábærum málum í Pepsi-deild kvenna eftir leiki gærkvöldsins með sex stiga forskot á toppnum auk þess að eiga leik inni á liðið í öðru sæti sem er Breiðablik. Valsliðið hefur skorað 51 mark í 11 leikjum eða 28 mörkum meira en næsta lið og nú er svo komið að liðið á þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar.

Íslenski boltinn

KR borgaði upp samning Loga - Gaui Þórðar ekki í myndinni

Rúnar Kristinsson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá KR síðdegis í gær. Hann tók við liðinu af Loga Ólafssyni daginn eftir 3-3 jafnteflið við Hauka en fyrsti leikur hans með liðið er seinni leikurinn gegn Karpaty frá Úkraínu á morgun. Liðið flaug út í nótt en fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri Karpaty.

Íslenski boltinn

Greta: Æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum

„Mér fannst við ekkert vera lélegri en þær í byrjun og svo fáum við tvö mörk á okkur og missum mann af velli. Þess vegna finnst mér frábært að við sýndum þennan baráttuanda og fáum stigin þrjú" sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir kantmaður Blikastúlka gríðarlega ánægð eftir að Blikar náðu að vinna sig úr því að vera 0-2 undir og vinna leikinn 3-2.

Íslenski boltinn

Elva: Ég veit ekki hvað gerðist

„Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð

Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar.

Íslenski boltinn

Auðun: Var trú og sjálfstraust í liðinu

Auðun Helgason, varnarmaður Grindvíkinga, var ánægður með stigið sem Grindavík fékk í kvöld eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Gjorgi Manevski sem er nýgenginn í raðir Grindvíkinga tryggði þeim stig með marki á 88. mínútu.

Íslenski boltinn