Íslenski boltinn

Þórarinn: Blikarnir náðu ekki að spila sinn leik

„Maður er nokkuð sáttur við stigið en það er samt svekkjandi að fá þetta mark á okkur. Það var misskilningur í vörninni. Annars náðu Blikarnir ekki að spila sinn leik, við lokuðum vel á þá,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson sem átti virkilega góðan leik fyrir ÍBV í kvöld.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Stjarnan í fjórða sætið með stórsigri

Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum.

Íslenski boltinn

Landsliðshópur Sigurðar: Kristín Ýr valin

Kristín Ýr Bjarnadóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi í úrslitaleik um laust sæti á HM á laugardaginn. Kristín hefur gagnrýnt landsliðsþjálfarann Sigurð Ragnar Eyjólfsson opinberlega fyrir að velja sig ekki í hópinn, síðast í gær.

Íslenski boltinn

Rúnar: Margir leikmenn voru ekki að spila af eðlilegri getu

„Það er voðalítið hægt að segja eftir svona leik en ég vil bara óska FH-ingum til hamingju með frábæran sigur. Það var blóðugt að lenda 2-0 undir á tveimur vítaspyrnum sem ég er ekki búinn að sjá aftur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-0 tap KR fyrir FH í bikaúrslitaleiknum í kvöld.

Íslenski boltinn