Íslenski boltinn

Trúin getur flutt fjöll

Stjarnan heldur Evrópuævintýri sínu áfram í kvöld þegar það mætir pólska liðinu Lech Poznan. Atli Jóhannsson segir Garðbæinga hafa engu að tapa, en sér þó veikleika á Poznan-liðinu sem má nýta. Stuðningsmenn beggja liða þykja frábærir og verður spennandi að sjá stemminguna á vellinum.

Íslenski boltinn

Grindavík skaust upp úr fallsæti

Grindavík skaust upp úr fallsæti í 1. deildinni í kvöld með öruggum 3-0 sigri á BÍ/Bolungarvík í Grindavík. Grindavík er tveimur stigum fyrir ofan BÍ/Bolungarvík sem situr í fallsæti eftir leiki kvöldsins þegar fjórtán umferðum er lokið.

Íslenski boltinn