Innherji

Ás­dís hættir hjá SA og vill verða bæjar­stjóri

Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.

Innherji

Nefco eignast hlut í banka Margeirs í Úkraínu

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (Nefco) hefur eignast tæplega 14 prósenta hlut í úkraínska bankanum Bank Lviv, sem er að stórum hluta í eigu Margeirs Péturssonar, stórmeistara í skák og stofnanda MP banka.

Innherji

Umboðsádrepa

Umboðsskylda stjórna lífeyrissjóða er vel skilgreind að mínu mati og mér þykir það miður að Ársæll telji að í fjárfestingastefnu Birtu felist blönduð áform og umboðsvandi. Fjárfestingastefna Birtu er skrifuð fyrir sjóðfélaga, til að kalla fram umræðu og það er sjálfstætt fagnaðarefni að hún skuli vera í kastljósinu.

Umræðan

Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja.

Innherji

Varúð!

Það á til að gleymast í hita leiksins, að oflækningar smitsjúkdóma geta haft býsna alvarlegar aukaverkanir. Það er sömuleiðis engin ástæða til að skapa enn frekari fordæmi fyrir því að mjög takmörkuð neyð réttlæti víðtækar skerðingar á borgaralegum réttindum.

Umræðan

Væntingar um bankasölu magna upp sveiflur í Kauphöllinni

Fjárfestar halda að sér höndum vegna væntinga um sölu ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka en lítil velta í Kauphöllinni hefur þannig magnað upp sveiflur sem rekja má til verðlækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum. Viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði benda þó á að skráðu íslensku félögin standi á styrkum fótum og samsetning Kauphallarfélaga sé hagfelld í þessum aðstæðum.

Innherji

Miklar breytingar hjá Motus

Fjórir nýir stjórnendur hafi komið til starfa hjá Motus á sviði upplýsingatækni, innheimtu, samskipta og viðskiptastýringar. Þau eru Bjarki Snær Bragason, Eva Dögg Guðmundsdóttir, Magnea Árnadóttir og Sigríður Laufey Jónsdóttir. 

Klinkið

Enn um umboðsskyldu

Hætta er á að ESG fjárfestingar fórni hagsmunum umbjóðenda, til dæmis varðandi áhættudreifingu í safni. Fjárfestingastefna sem byggi á blönduðum ásetningi sé í raun ígildi þess að umboðsmaður láti greiðslu af hendi rakna frá umbjóðendum til þriðja manns. Það geti umboðsaðili ekki gert án þess að hafa skýrt umboð.

Umræðan

Rapyd tvöfaldaði hlutdeildina á tæpum tveimur árum

Færsluhirðirinn Rapyd hefur tvöfaldað markaðshlutdeild sína hér landi frá því að fyrirtækið kom inn á markaðinn með kaupum á KORTA fyrir tæpum tveimur árum síðan. Á sama tíma hefur markaðshlutdeild Saltpay, sem áður hét Borgun, dregist verulega saman.

Innherji

Tekjur Haga yfir væntingum vegna „innfluttrar verðbólgu“

Þrátt fyrir að vörusala Bónus, sem var 15 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi, hafi verið umfram áætlanir Haga þá er framlegðin enn undir langtímamarkmiðum félagsins. Það skýrist af kostnaðarverðshækkunum og hækkandi hrávöruverði auk þess sem flutningskostnaður hefur rokið upp sem má vænta að hafi einnig nartað í framlegð Haga.

Innherji