
Kári Steinn með gott forskot í farteskinu fyrir jólafrí
Áttunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport, fór fram dagana 15.-16. desember. Um var að ræða síðustu keppnir deildarinnar á árinu en nú er deildarkeppnin komin í jólafrí og hefst á ný um miðjan janúar á nýju ári.