
Biðst afsökunar á gríninu um Schumacher og kennir ferðaþreytu um það
Spænski Formúlu 1 sérfræðingurinn sem gerði grín að Michael Schumacher í beinni útsendingu hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
Spænski Formúlu 1 sérfræðingurinn sem gerði grín að Michael Schumacher í beinni útsendingu hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
Jessica Hawkins ók fyrir Formúlu 1 lið Aston Martin í prófunum liðsins í Ungverjalandi á dögunum og varð um leið fyrsta konan í rúm fimm ár til þess að taka þátt í prófunum innan Formúlu 1 mótaraðarinnar.
Spænskur Formúlu 1 sérfræðingur hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín að ástandi Michaels Schumacher í beinni útsendingu.
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen virðist vera kominn aftur í sitt gamla form eftir erfiða helgi í Singapúr síðustu helgi. Hann þarf þó að bíða aðeins eftir sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð.
Spánverjinn Carlos Sainz á Ferrari bar sigur úr býtum í Formúlu 1 keppni helgarinnar sem fram fór í Singapúr. Sigurganga heimsmeistarans Max Vertsappen og Redd Bull-liðsins er því á enda.
Carlos Sainz kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Singapúr í dag. Sigurganga heimsmeistarans Max Verstappen er þar með á enda, en hann hafði unnið tíu keppnir í röð.
Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúli 1, segir það ómögulegt að hann muni vinna sig upp á verðlaunapall eftir erfiðar tímatökur í gær.
Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar farið verður af stað í Formúlu 1 í Singapúr á morgun.
Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, gagnrýnir Helmut Marko, tæknilegan ráðgjafa Red Bull Racing, fyrir rasísk og taktlaus ummæli sem hann lét falla um annan ökumann liðsins, Sergio Perez.
Johnny Herbert, náinn vinur og fyrrum liðsfélagi Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher, segir aldrei neinar jákvæðar fréttir berast af líðan þýsku goðsagnarinnar sem lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 og lítið hefur spurst til síðan þá. Ástandið hafi skiljanlega tekið sinn toll á yngri bróðir Michaels, Ralf Schumacher.
Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og goðsögn í sögu mótaraðarinnar, útilokar ekki möguleikann á endurkomu í Formúlu 1.
Þrátt fyrir að enn séu átta keppnir og þrjár sprettkeppnir eftir af tímabilinu í Formúlu 1 er nú þegar orðið nokkuð ljóst hvaða lið og hvaða ökumaður mun tryggja sér heimsmeistaratitlana tvo sem í boði eru.
Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, biðlar til sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton að beita sér í máli sem kennt er við Crashgate skandalinn í mótaröðinni tímabilið 2008, tímabilið sem Hamilton vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil, og sýna það í verki að hann tali fyrir heilindum í íþróttum í máli sem gæti endað með því að hann myndi missa einn af sínum sjö heimsmeistaratitlum.
Vinur Michaels Schumacher segir engar líkur á að ökuþórinn fyrrverandi nái aftur heilsu.
Carlos Sainz, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari er þakklátur lögreglunni í Mílanó á Ítalíu fyrir skjót viðbrögð er þjófar gerðu tilraun til þess að stela úri ökumannsins.
Toto Wolff, liðstjóri Mercedes-liðsins í Formúlu 1, segir að metið sem Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull sló í gær skipti engu máli.
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen fagnaði sigri í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar hann kom fyrstur í mark á Monza. Hann hefur nú unnið tíu keppnir í röð, fleiri en nokkur annar í sögu Formúlu 1.
Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar ljósin slökkna og farið verður af stað í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar.
Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur skrifað undir nýjan samning við Mercedes út tímabilið 2025.
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen jafnaði í gær met Þjóðverjans Sebastians Vettel er hann vann sinn níunda kappakstur í röð í Formúlu 1 í gær. Hinn margreyndi Fernando Alonso segir fólk vanmeta afrek og yfirburði Hollendingsins undanfarna mánuði.
Max Verstappen fór með sigur af hólmi í Formúlu 1 keppni helgarinnar sem fram fór í Hollandi. Með sigrinum sló hann met Sebastian Vettel yfir flesta sigra í röð.
Ekkert lát er á yfirburðum Max Verstappen í Formúlu 1 þetta árið en hann vann sinn 9. sigur í röð þegar hann kom fyrstur í mark á Zandvoort brautinni í Hollandi. Með sigrinum jafnaði hann met Þjóðverjans Sebastian Vettel yfir flesta sigra í röð.
Max Verstappen verður á ráspól á Zandvoort brautinni í Hollandi á morgun eftir glæsilegan lokahring í tímatökum í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem Verstappen verður á ráspól í Hollandi og í áttunda skiptið í ár sem hann ræsir fyrstur.
Fyrsta Formúlu 1 keppnin eftir sumarfrí hefst á morgun með tímatökunni. Helstu sérfræðingar landsins í sportinu eru spenntir fyrir komandi keppnum.