
Lewis Hamilton svekktur yfir því að hafa þurft að hafna hlutverki í Top Gun
Formúlukappinn Lewis Hamilton átti möguleika á því að leika í nýju Top Gun kvikmyndinni hans Tom Cruise og var búinn að segja já.
Formúlukappinn Lewis Hamilton átti möguleika á því að leika í nýju Top Gun kvikmyndinni hans Tom Cruise og var búinn að segja já.
Fyrr í dag sendi Alpine-liðið í Formúlu 1 frá sér tilkynningu þar sem Oscar Piastri, varamaður liðsins, myndi taka sæti tvöfalda heimsmeistarans Fernando Alonso. Piastri segir það þó rangt og að hann muni ekki aka fyrir liðið á næsta tímabili.
Ástralinn Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri í Formúlu 1, gerði afdrifarík mistök í lokakeppni síðasta keppnistímabils. Hann segir sig og fjölskyldu sína hafa fengið líflátshótanir eftir atvikið.
Jean Todt, fyrrum forseti alþjóða akstursíþróttasambandsins FIA og yfirmaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segist ekki sakna sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher þar sem þeir félagarnir hittist oft.
Lið Aston Martin í Formúlu 1 gaf út yfirlýsingu fyrir helgi þar liðið segist ekki hafa neina þolinmæði fyrir mismunun á vinnustað sínum. Kom yfirlýsingin í kjölfar lýsingu starfsmanns á andlegu ofbeldi sem hann varð fyrir.
Charles Leclerc fór með sigur af hólmi í Formúlu 1-kappakstrinum sem fram fór í Austurríki í dag. Leclerc tók þrisvar sinnum framúr Max Verstappen í kappakstrinum og kom að lokum fyrstur í mark.
Stærsta frétt Silverstone kappaksturs formúlunnar í gær var kannski ekki hver vann keppnina heldur frekar lukkulegi endirinn fyrir 23 ára ökumann Alfa Romeo liðsins eftir rosalega flugferð hans út úr brautinni.
Carlos Sainz vann Breska kappaksturinn sem fram fór á Silverstone brautinni í Englandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Sainz í Formúlu 1 en hann náði í sinn fyrsta ráspól í gær. Kappaksturinn var fullur af dramatík og var sigurinn í mikilli hættu á tímabili.
Breski kappaksturinn fór af stað með miklum látum í dag en eftir að Max Verstappen náði fyrsta sætinu strax af Sainz þá varð árekstur aftar á ráspólnum sem gerði það að verkum að kappakstrinum seinkaði um tæpa klukkustund. Zhou Guanyu lenti verst í árekstrinum en slapp við alvarleg meiðsli.
Max Verstappen verður á öðrum ráspól í Breska kappakstrinum sem fram fer í dag. Í viðtali eftir tímatökuna í gær var mikið baulað á kappann af áhorfendum en hann og Lewis Hamilton, uppáhald heimamanna, tókust harkalega á um heimsmeistaratitil ökuþóra í fyrra.
Silverstone brautin var blaut þegar tímatakan fyrir Breska kappaksturinn fór fram fyrr í dag. Það hafði vissulega áhrif en það var Carlos Sainz á Ferrari bílnum sem náði ráspólnum í kappakstrinum sem fram fer á morgun.
Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, segir að faðir kærustu sinnar, Nelson Piquet, sé ekki rasisti, en fordæmir ummæli hans um Lewis Hamilton og segir þau hafi verið mjög móðgandi.