Handbolti

Umfjöllun: Klúðri ársins afstýrt

HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra.

Handbolti

Valskonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum

Valskonur halda áfram sigurgöngu sinni í kvennahandboltanum og þær eru komnar með sjö stiga forskot í deildinni eftir tólf marka sigur á FH í N1 deild kvenna í dag. Stjarnan vann átta marka sigur á Fylki og KA/Þór vann 14 marka sigur á Víkingi í leikjum dagsins.

Handbolti

Nuddari strákanna okkar fær köku ársins að gjöf

Hilmir Hjálmarsson, höfundur köku ársins, mun í dag afhenda Ingibjörgu Ragnarsdóttur, liðsstjóra karlalandsliðsins í handbolta, köku í virðingarskyni fyrir framlag hennar til góðs gengis landsliðsins á Evrópumeistaramótinu.

Handbolti

Guðjón: Töpuðum stigi í dag

Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26.

Handbolti

Aron: Fáum góðan ferðadag á morgun

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var afar sáttur við sigur sinna manna á HK í kvöld enda halda Haukar í kjölfarið kátir til Spánar í fyrramálið þar sem þeir eiga fyrir höndum leik í Evrópukeppninni.

Handbolti

Gunnar: Aron tók okkur af lífi

„Ég var ánægður með sóknarleikinn hjá okkur í dag því við erum að skapa okkur fín færi allan leikinn. Aron tók okkur aftur á móti af lífi í markinu með ótrúlegri markvörslu," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, við Vísi í kvöld.

Handbolti

Þýski handboltinn: Ólafur og Logi með fimm mörk

Íslendingar voru áberandi að vanda í þýska handboltanum í kvöld þegar fimm leikir fóru fram. Logi Geirsson skoraði fimm mörk í 26-30 sigri Lemgo geng Düsseldorf og Vignir Svavarsson skoraði eitt mark en Sturla Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf.

Handbolti

N1-deild kvenna: Góðir sigrar hjá Haukum og Val

Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld þar sem Haukar og Valur fóru með góða sigra af hólmi. Haukakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslands -og bikarmeisturum Stjörnunnar 26-22 að Ásvöllum en topplið Vals vann ótrúlegan 31-19 sigur gegn Fylki í Fylkishöll.

Handbolti

Karen: Hélt þær kæmu brjálaðar til leiks

„Ég átti von á miklu erfiðari leik í dag og hélt að þær kæmu brjálaðar til leiks en þetta var frekar auðveldur sigur," sagði Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, eftir stórsigur Fram 39-25, á króatíska liðinu Tresnjevka í dag.

Handbolti

Hrafnhildur: Sýndum styrk okkar

„Þetta er æðisleg tilfinning, alveg meiriháttar," sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir að Valur komst í úrslitaleik bikarsins með sigri á Stjörnunni í undanúrslitum. Hrafnhildur skoraði sjö mörk í leiknum.

Handbolti

Umfjöllun: Framstúlkur léku sér að Tresnjevka

Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25.

Handbolti