Umfjöllun: Akureyri þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn botnliðinu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. febrúar 2010 21:12 Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Akureyrar. Fréttablaðið Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í fyrri hálfleik. Liðin voru jöfn til að byrja með áður en heimamenn skutust fram úr. Hörður Flóki var frábær í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot. Fyrir tilstilli hans fengu Akureyringar hraðaupphlaup og komust mest fjórum mörkum yfir. Árni Þór Sigtryggsson var líka frábær til að byrja með og skoraði til að mynda fimm af fyrstu sjö mörkum Akureyringa. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Einar Rafn Eiðsson skoraði þar fimm fyrir Fram. En, í stað þess að hreinlega klára Framara byrjuðu þeir að skjóta illa og í stöðunni 8-4 gátu þeir skorað úr hraðaupphlaupi en Magnús varði vel. Framarar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 10-10. Framarar gerðu mörg mistök í sókninni og misstu boltann klaufalega nokkrum sinnum. Skot þeirra voru oft slök en Flóki tók skylduboltana og rúmlega það. Akureyringar komust aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, þeir leiddu 13-11 en hefðu raunar átt að vera með mun stærri forystu, sér í lagi miðað við magnaða markvörslu Harðar Flóka. Framarar jöfnuðu strax í 14-14 og fyrst um sinn var aftur jafnt á öllum tölum. Þá kom slæmur kafli hjá Fram það sem nákvæmlega ekkert gekk upp. Akureyri skoraði 6-1 og komst í 23-17 þegar ellefu mínútur voru eftir. Það var dæmigert fyrir Fram þegar Magnús varði í tvígang frábærlega í sömu sókninni en Akureyri náði þriðja frákastinu og skoraði. Það var allt á móti botnliðinu. Akureyri, sem svo oft hefur komist í góða forustu og glutrað henni niður, var samt við sig. Í stað þess að keyra yfir Fram leyfðu Akureyringar sér að slaka á og gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk. Akureyri var aftur á móti sterkari á lokasprettinum og vann að lokum 28-25. Hörður Flóki var frábær, hann varði 25 skot. Árni Þór var líka virkilega góður. Magnús var ágætur hjá Fram og Guðjón Drengsson átti góða spretti. Hann skoraði líka mark leiksins með vippu yfir Hörð þegar hann fékk sirkusendingu yfir vörn Akureyrar. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 9 mörk. Fram er enn á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig en Akureyri er komið upp fyrir Val og er í þriðja sætinu á eftir Hafnarfjarðardúettinum Haukum og FH.Akureyri-Fram 28-25 (13-11)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnússon 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn).Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7).Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í fyrri hálfleik. Liðin voru jöfn til að byrja með áður en heimamenn skutust fram úr. Hörður Flóki var frábær í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot. Fyrir tilstilli hans fengu Akureyringar hraðaupphlaup og komust mest fjórum mörkum yfir. Árni Þór Sigtryggsson var líka frábær til að byrja með og skoraði til að mynda fimm af fyrstu sjö mörkum Akureyringa. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Einar Rafn Eiðsson skoraði þar fimm fyrir Fram. En, í stað þess að hreinlega klára Framara byrjuðu þeir að skjóta illa og í stöðunni 8-4 gátu þeir skorað úr hraðaupphlaupi en Magnús varði vel. Framarar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 10-10. Framarar gerðu mörg mistök í sókninni og misstu boltann klaufalega nokkrum sinnum. Skot þeirra voru oft slök en Flóki tók skylduboltana og rúmlega það. Akureyringar komust aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, þeir leiddu 13-11 en hefðu raunar átt að vera með mun stærri forystu, sér í lagi miðað við magnaða markvörslu Harðar Flóka. Framarar jöfnuðu strax í 14-14 og fyrst um sinn var aftur jafnt á öllum tölum. Þá kom slæmur kafli hjá Fram það sem nákvæmlega ekkert gekk upp. Akureyri skoraði 6-1 og komst í 23-17 þegar ellefu mínútur voru eftir. Það var dæmigert fyrir Fram þegar Magnús varði í tvígang frábærlega í sömu sókninni en Akureyri náði þriðja frákastinu og skoraði. Það var allt á móti botnliðinu. Akureyri, sem svo oft hefur komist í góða forustu og glutrað henni niður, var samt við sig. Í stað þess að keyra yfir Fram leyfðu Akureyringar sér að slaka á og gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk. Akureyri var aftur á móti sterkari á lokasprettinum og vann að lokum 28-25. Hörður Flóki var frábær, hann varði 25 skot. Árni Þór var líka virkilega góður. Magnús var ágætur hjá Fram og Guðjón Drengsson átti góða spretti. Hann skoraði líka mark leiksins með vippu yfir Hörð þegar hann fékk sirkusendingu yfir vörn Akureyrar. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 9 mörk. Fram er enn á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig en Akureyri er komið upp fyrir Val og er í þriðja sætinu á eftir Hafnarfjarðardúettinum Haukum og FH.Akureyri-Fram 28-25 (13-11)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnússon 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn).Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7).Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira